Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Qupperneq 17
aldar í þátt til sín og hún lyti þar Oprah-skilyrðum og
-kröfum. „Fyrr munu hávar hlaupa á land“ en að slíkt
gerðist. En ef slíkt gerðist þó þá væri í fyrsta sinn
komin í sófann kona sem væri bæði frægari og ríkari
og hefði enst lengur í sviðsljósinu en drottning yfir-
borðsspjallsins Oprah getur nokkru sinni vonað. En
hún er þó sannarlega sigurvegari á sínu sviði, þessi
blökkukona, sem ekkert var mulið undir og er nú í hópi
sjö blökkumanna sem eru bandarískir milljarðamær-
ingar í dollurum talið og hafa þau öll hafist þangað af
eigin afli.
Biden varnarlítill án kjallarans
Joe Biden var nefndur í framhjáhlaupi í upphafi bréfs-
ins. Í gær birtist í Daily Telegraph sérlega sláandi
grein eftir Dominic Green, sagnfræðing, gagnrýnanda
og tónlistarmann. Hann er jafnframt aðstoðarritstjóri
bandarísku útgáfunar af Spectator. Greinin fjallar um
Biden á nýjan hátt en sem er líklegt að verði almenn
áður en langt líður.
Hún hefst með þessum orðum: „Hnignun Joe Biden
er orðin svo sársaukafull og vandræðaleg á að horfa að
það jaðrar við að vera grimmdarlegt að hafa orð á því!
En það sýnir þó jafnvel enn meiri grimmd að liðið í
kringum Biden lætur eins og ekkert sérstakt sé að
gerast og hitt að lunginn af bandarískum fjölmiðlum
líti undan og þykist ekki taka eftir einu eða neinu.“
Dæmin lofa ekki góðu
Og Green bætir við: „Síðastliðið fimmtudagskvöld
minntist Biden með sjónvarpsávarpi ársafmælis lok-
ana vegna Covid-19 og þess að hann hefði nú verið 50
daga sem forseti í Hvíta húsinu. Þetta var fyrsta sjón-
varpsávarp í forsetatíð hans og almenningur hafði þá
ekki séð til hans í þrjá daga.
Frá þeirri stundu sem hann kom másandi í púltið og
pírði augun í átt til upptökuvélarinnar mátti þér vera
ljóst að hann væri í toppformi: Kvakandi tilfinn-
ingasemi, slitrótt æsingatal í bland við þau augnablik
sem hann virtist undarlega fjarlægur og vankaður. En
hann komst í gegnum 20 mínútur og skjögraði burt án
þess að gefa færi á spurningum. Þetta endurspeglaði
hversu lágt markið er sett nú orðið fyrir Biden. Og um
leið blasir við hversu mikið Biden hefur þó fyrir þessu
og hversu langan aðdraganda hann verður að fá til að
geta komist í gegnum það! Við horfum upp á hve erfitt
hann á með að fylgja einföldum línum á myndavél-
arskerminum og hversu honum vefst tunga um tönn
við að mæla örfá orð af munni fram. Og hver maður sér
vaxandi vandræðagang umsjónarmanna hans við að
koma í veg fyrir að nokkur maður komi að honum
spurningum er hann gengur að og frá upptökuvél-
unum. En það sem er mest sláandi er það sem við
sjáum í augum hans! „Hvað er ég að gera hér?“ spurði
Biden eftir að hafa fálmað eftir stikkorðum fyrir fáein
orð í Texas seint í febrúar. Hann teygði sig i minn-
isspjöldin sem aldrei eru langt undan. „Ég held að ég
sé að missa þráðinn hérna.“
Og fer hratt versnandi
Hjálparlið Bidens bendir á að hann hafi áratugum
saman átt til að láta skrítna hluti út úr sér [e. gaffe-
prone]. Og það má til sanns vegar færa að hann hafi
löngum hugsað með opnum munni,“ segir Green og
bætir við „en þetta eru ekki hik eða mismæli af því
tagi. Horfið á til samanburðar hvernig hann hreyfir sig
eða hljómaði fyrir einu ári svo ekki sé horft til fimm
ára. Hann er veikburða hvort sem horft er á hann eða
hlustað. Hann virðist varla treysta sér að uppfylla ein-
földustu kröfur embættisins og á þeim tíma þegar
kröfurnar eru minni en oftast endranær. Þegar að
Biden hljóp frá fjölmiðlum í kosningabaráttunni sögðu
hjálparmennirnir að það væri gætni vegna kórónuveir-
unnar. Nú þegar að veiran er nær komin að endimörk-
um eru afsökunarefnin gegn ferðalögum einnig horf-
in.“ Og Green bendir á að fátt bendi til að hann geti
setið fundi æðstu manna: „Fyrr í vikunni gleymdi Bi-
den, æðsti yfirmaður alls bandaríska heraflans, hvað
stærsta ráðuneyti ríkisins heitir, varnarmálaráðu-
neytið, og hann mundi ekki heldur hvað varnarmála-
ráðherrann hét, sem hann hafði nýskipað í embætti
(Lloyd Austin): „Thank you to the Sec… the former
general… I keep calling him general… my… my… the
guy who runs that outfit over there,“ bögglaðist út úr
honum.“
Bent er á í greininni að Biden sé fyrsti forseti Banda-
ríkjanna í áratugi sem ekki hefur haldið neinn blaða-
mannafund eftir 50 daga í embætti. Ekki ávarpað
þingið sem sé hefðbundið. Umsjónarmennirnir neita
að nefna dagsetningu um þessa atburði. „Hann mun
gera þetta í náinni framtíð,“ er það lengsta sem þeir
ganga. Og það vefst ekki fyrir Green að á þessari stöðu
sé aðeins ein skýring. Sú að nánustu aðstoðarmenn
forsetans treysta honum ekki til að höndla einföldustu
kröfur sem nútímaembætti í stjórnskipuninni gerir.
En þeir geta heldur ekki beygt sig fyrir þeirri stað-
reynd!
Green endar sína athyglisverðu grein í Daily Tele-
graph þannig: „Bandaríska forsetaembættið er að
breytast í leikhús grimmdarinnar. Það getur aðeins
endað á einn veg. Fyrr eða síðar verður Biden gripinn í
kastljósi (þjóðarinnar). Demókratar sem blésu upp al-
gjörlega ófæran frambjóðanda til að gegna valdamesta
embætti Bandaríkjanna og fjölmiðlarnir sem þögguðu
það allt niður, munu standa afhjúpaðir sem svikarar
við eigin ábyrgð gagnvart bandarískri þjóð. Traust
fólksins á grundvallarstofnunum lýðræðisins mun
veikjast enn frekar en orðið er.
Og við munum öll verða vitni að opinberri niðurlæg-
ingu Bidens.“
Bréfritari horfði á ávarp Bidens frá minning-
arathöfninni í Hvíta húsinu. Honum var hugsað þá:
Hvernig voga þeir sér að gera þjóð sinni þetta? Og
hvernig leyfa þeir sér að gera þessum blessaða manni
þessa niðurlægingu?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
Bent er á í greininni að Biden sé fyrsti
forseti Bandaríkjanna í áratugi sem ekki
hefur haldið neinn blaðamannafund eftir 50
daga í embætti. Ekki ávarpað þingið sem sé
hefðbundið. Umsjónarmennirnir neita að
nefna dagsetningu um þessa atburði.
14.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17