Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Side 20
Fáir Íslendingar hafa ferðast til útlanda síðasta árið vegna kórónuveiru-
faraldursins. Sunnudagsblaðið getur þó fullvissað lesendur um að allt er meira og
minna á sínum stað og bíður ykkar með eftirvæntingu þegar um losnar. Komið
bara með í stutt ferðalag á nokkra vinsæla ferðamannastaði, því til staðfestingar!
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Staðirnir verða ekkert mikið róm-
antískari en Trevi-gosbrunnurinn í
Róm og elskendur og aðrar endur
koma þar saman í massavís, ekki síst í
húminu á kvöldin. Það er svo sem ekki
vel séð en einhverjir láta sig samt hafa
að henda sér út í vatnið, líkt og sænska
kynbomban Anita Ekberg gerði forð-
um daga í kvikmynd Fellinis, La Dolce
Vita. Rómverjar hafa hins vegar á
löngum köflum sætt útgöngubanni á
síðkvöldum undanfarna mánuði og
enga hræðu þar að sjá nema lögregl-
una. Eða „polizia merda,“ eins og snót-
in á stúdentagörðum kallaði það ágæta
lið á sinni tíð.
Frelsarinn sjálfur hefur staðið af
sér pestina og býður fólk eftir sem
áður velkomið til sín, þar sem hann
stendur keikur með útbreiddan faðm-
inn á stalli sínum á Corcovado-fjalli í
Á venjulegum degi er ekki þver-fótað fyrir ferðamönnum viðEiffelturninn. Vegna heims-
faraldursins hefur verið heldur tóm-
legt um að litast í grennd við þetta
helsta tákn Parísarborgar síðasta árið.
Einhverjir eru þó á ferli, eins og þessir
félagar í Snípklíkunni (f. Gang du
Clito) sem roguðust í byrjun vikunnar
með risavaxinn uppblásinn sníp á
Mannréttindatorginu andspænis turn-
inum fræga. Tilgangurinn með uppá-
tækinu var að fordæma kynferðislegt
ólæsi í tilefni af alþjóðadegi kvenna.
Enda þótt snípurinn virki hærri en
Eiffelturninn á myndinni skuluð þið
ekki láta það blekkja ykkur, hann er
aðeins fimm metrar á hæð, turninn
324 metrar. Eða eins og máltækið seg-
ir: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og Eif-
felturninn lítinn!
Rio de Janeiro. Til öryggis er þó
betra að gestir sem leita ásjár hjá
honum beri grímu. Eðlileg krafa enda
vill enginn hafa á samviskunni að
hafa smitað Jesú Krist.
Almannavarnir á
rússnesku?
Mars er ef til vill ekki besti mánuður-
inn til að heimsækja Pútín og þegna
hans til Kremlar enda kalt í Moskvu á
þessum árstíma. Þegar ljósmyndari
AFP-fréttastofunnar stakk við stafni
í vikunni voru fáir á ferli en lögreglan
stóð þó sína plikt í snjókomunni með
grímu. Nema hvað? Gott fordæmi er
gulli betra enda erum við öll al-
mannavarnir. Hver kann annars að
segja „almannavarnir“ á rússnesku?
Alla vega ekki skáldið sem námsmað-
urinn rakst á í miðborg Reykjavíkur
um árið og kvaðst vera mellufær í því
ágæta tungumáli. „Hvernig segir
maður þá mella á rússnesku?“ spurði
námsmaðurinn. „Það veit ég ekki,“
svaraði skáldið snúðugt.
Vestur í Washington var líka frek-
ar hráslagalegt um að litast í vikunni.
Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá
nokkrum manni að húsbóndaskipti
urðu í frægasta húsi heims, Hvíta
húsinu, fyrr á árinu. Nýi forsetinn,
Joe Biden, snýr hér heim í spor-
öskjuskrifstofuna sína eftir að hafa
heimsótt lítið fyrirtæki úti í bæ, W.S.
Jenks & Son. Biden lét ekki grímuna
eftir liggja enda mun ötulli talsmaður
slíks öryggisbúnaðar en forveri hans.
Kína varð fyrst fyrir barðinu á
veirunni, eins og við þekkjum, en lífið
er smám saman að komast í eðlilegt
horf þar. Nokkurn fjölda var að finna
við innganginn að Forboðnu borginni
í Peking á dögunum og þótti ein-
hverjum við hæfi að koma í sínu fín-
asta pússi. Aðrir voru alþýðlegri og
afslappaðri í fasi. En eitt sameinaði
alla, eins og víðar – gamla góða grím-
an. Enda vitum við öll að pestin er
ekkert grím!
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
Umhverfis jörðina
á einni blaðsíðu
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.3. 2021
FERÐALÖG
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS