Fréttablaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 4
Þá gæti alveg eins farið
að gjósa í sjó og það
yrði bölvað vesen.
Þorvaldur Þórðarson,
eldfjallafræðingur.
Ég mun ávallt sinna
vitnaskyldu minni
þegar ég mæti hjá
dómara.
Sveinn Andri
Sveinsson,
skiptastjóri
þrotabús WOW
air.
Héraðsdómur Reykjaness
verður við kröfu um að halda
vitnaleiðslur vegna hvarfs og
meintrar óheimillar notkunar
flugfélagsins Play á flugrekstr
arhandbókum WOW air.
gar@frettabladid.is
DÓMSMÁL Páll Ágúst Pálsson, lög
maður félags Michele Ballarin, USA
erospace Partners, sem keypti eignir
af þrotabúi WOW air fyrir 50 millj
ónir króna, óskaði eftir því í júní að
Héraðsdómur Reykjaness myndi
kveðja ellefu tiltekna einstaklinga
til svokallaðrar vitnaleiðslu.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu
í júní grunar Pál að f lugrekstrar
handbækur WOW, sem voru meðal
verðmæta sem Ballarin keypti úr
þrotabúinu, hafi verið teknar og
notaðar sem fyrirmynd flugrekstr
arhandbóka flugfélagsins Play.
„Flugrekstrarhandbækur hins
fallna WOW air hafi ekki fundist
í fórum félagsins og við teljum að
þessir aðilar kunni að geta gefið
innsýn um það annað hvort hvar
þessar bækur voru geymdar eða
hvað hafi orðið um þær,“ segir Páll
Ágúst. „Nú er málið komið í hendur
dómstóla hvað þetta varðar.“
Héraðsdómur Reykjaness féllst á
að kalla fjóra menn fyrir. Verða það
Finnbogi Karl Bjarnason, sem er í
dag flugrekstrarstjóri Play og starf
aði einnig sem slíkur undir lokin hjá
WOW, Arnar Már Magnússon, fyrr
verandi forstjóri Play, sem gegndi
ýmsum ábyrgðarstörfum hjá WOW
og Margrét Hrefna Pálsdóttir, sem
var öryggis og gæðastjóri hjá WOW
og er nú í sama starfi hjá Play.
Að auki verður kallaður til vitnis
Sveinn Andri Sveinsson, annar
tveggja skiptastjóra WOW, sem
sjálfur hefur reynt að grafast fyrir
um handbækur WOW.
Fram kom í Fréttablaðinu 22. júní
síðastliðinn að Sveinn Andri sagðist
í tölvu pósti til Sam göngu stofu hafa
fengið upp lýsingar um að stofn
endur Play hefðu hag nýtt sér af
ritaðar hand bækur WOW.
„Rétt er að taka fram að skipta
stjórar hafa ekki veitt neitt leyfi til
slíkrar hag nýtingar, enda gengi það
gegn samningum búsins við sinn
við semjanda við sölu téðra f lug
rekstrar hand bóka,“ skrifaði Sveinn
og spurði hvort Samgöngustofa gæti
stað fest að flug rekstrar hand bækur
Play væru að stofni til þær sömu og
hand bækur WOW.
Aðspurður hvort honum hafi
borist svör frá Samgöngustofu
kveðst Sveinn Andri ekki vilja ræða
um samskipti sín sem skiptastjóra
við stofnunina. Hann muni glaður
mæta til vitnaleiðslu.
„Ég mun ávallt sinna vitnaskyldu
minni þegar ég mæti hjá dómara,“
segir skiptastjórinn.
Birgir Jónsson, forstjóri Play,
hafnaði því algjörlega í samtali við
Fréttablaðið 22. júní að félagið hefði
tekið flugrekstrarhandbækur WOW.
„Þetta er al gjör lega fjar stæðu kennt,“
sagði forstjórinn. n
Héraðsdómur heimilar vitnaleiðslur
vegna flugrekstrarhandbóka WOW
Flugsæti úr flota
WOW air eru
meðal þess sem
fylgdu þegar
Michelle Ballarin
keypti eignir úr
þrotabúi WOW
air.
MYND/AÐSEND
Michelle Ball-
arin, eigandi
USA erospace
Partners.
- heimur fágaðra möguleika
www.modern.is
FAXAFEN 10 · 108 REYKJAVÍK · 534 7777
- ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR AF PÖNTUNUM
SVO ÞÚ FÁIR HÚSGÖGNIN ÖRUGGLEGA HEIM FYRIR JÓLIN
7. - 16. SEPTEMBER
benediktboas@frettabladid.is
SAMGÖNGUR „Það er erfitt að draga
aðra ályktun en þá að þarna séum
við að sjá beina afleiðingu af hörð
um, viðvarandi og síbreytilegum
sóttvarnaaðgerðum á landamær
unum,“ segir Guðmundur Daði
Rúnarsson, framkvæmdastjóri við
skipta og þróunar hjá Isavia, í til
kynningu.
Guðmundur segir að nærri 900
þúsund farþegar hafi farið um
Keflavíkurflugvöll í sumar en dreg
ið hafi úr eftirspurn. Útlit sé fyrir að
15 f lugfélög f ljúgi um Keflavíkur
flugvöll í vetur. „Það getur hæglega
breyst, meðal annars ef aðgerðir
á íslensku landamærunum verða
áfram harðari en annars staðar og
þar af leiðandi harðari en á f lug
völlum sem við erum helst í sam
keppni við.“ n
Færri flugfarþegar
koma til Íslands
Nærri 900 þúsund farþegar fóru um
Keflavíkurflugvöll í sumar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
kristinnpall@frettabladid.is
ATVINNULÍF Konur voru með 4,3
prósentum lægri laun en karlar árið
2019 samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofunni. Með því hefur bilið
minnkað um þriðjung á níu árum ef
miðað er við leiðréttan launamun,
árið 2010 var munurinn 6,2 prósent.
Ef horft er til óleiðrétts launa
munar er munurinn 13,9 prósent
sem er þó samdráttur frá árinu
2010 þegar óleiðréttur launamunur
kynjanna var 17,5 prósent. n
Minni munur á
launum kynjanna
Launamunur minnkaði um þriðjung.
linda@frettabladid.is
LÍFEYRISSJÓÐIR „Kerfið er að stækka
og sjóðirnir eru að skila gríðarlega
góðum árangri,“ segir Þórey S. Þórð
ardóttir, framkvæmdastjóri Lands
samtaka lífeyrissjóða, á Fréttavakt
inni á Hringbraut í gærkvöld um 25
milljarða króna rekstrarkostnað
lífeyrissjóðanna líkt og Fréttablaðið
greindi frá.
„Skrifstofu og stjórnunarkostn
aðurinn hefur nokkurn veginn stað
ið í stað í gegnum árin og hlutfalls
lega verið að lækka því hann miðast
við eignir og kerfið er orðið yfir sex
þúsund milljarðar,“ sagði hún.
Þórey bendir á að hreinar fjár
festingatekjur í fyrra hafi verið 675
milljarðar sem er að frádregnum
rekstrarkostnaði og fjárfestinga
kostnaði og iðgjöldin 273 millj
arðar. Kostnaður við skrifstofu og
stjórnun hafi verið 8,4 milljarðar.
Fjárfestingagjöld vegna úthýsinga
til verðbréfasjóða og fjárfestinga
félaga fóru hins vegar úr 6 milljörð
um í 15 milljarða í rekstrarkostnaði
á fjórum árum.
Um það segir Þórey: „Þegar vel árar
og eignirnar eru að stækka og þar af
leiðandi eignir almennings þá eykst
þessi kostnaður óhjákvæmilega.“
Vegna stærðarhagkvæmni hafi
stórir sjóðir haft betri stöðu til þess
að ná niður miðlunarkostnaði og
beitt sér með þeim hætti en mikil
vægt sé að hin óbeinu fjárfestinga
gjöld séu uppi á borðum eins og nú
sé, segir Þórey.
Seðlabankinn setti árið 2015
reglur þar sem gerð var rík krafa
um sundurliðun og gegnsæi. „Þessar
tölur eru uppi á borði og fjármála
eftirlit Seðlabankans birtir þessar
tölur og lífeyrissjóðirnir sjálfir eru
með ítarlegar upplýsingar um sinn
rekstrarkostnað og Landssamtökin
líka,“ segir hún og segist fagna
umræðunni.
„Ég finn að sjóðirnir eru mjög
meðvitaðir um að reyna að draga
úr rekstrarkostnaði. Það er mikið
aðhald og eftirlit eins og nú er.“ n
Stækkandi lífeyrissjóðir
skýra kostnaðinn við reksturinn
Þórey S. Þórðar-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Landssamtaka
lífeyrissjóða.
gar@frettabladid.is
ELDGOS Þorvaldur Þórðarson eld
fjallafræðingur segir of snemmt að
segja að gosinu í Geldingadölum
sé lokið þótt engin kvika hafa náð
yfirborði síðan á fimmtudaginn í
síðustu viku.
„Það er einhver kvika þarna í
gangi sem er að afgasast en það
er eitthvað sem hefur valdið því
að kvikan kemst ekki upp. Það er
spurning hvort það sé að draga
úr streyminu eða hvort rásin hafi
lokast og kvikan sé að reyna að
opna hana aftur,“ segir Þorvaldur.
Vegna þess hversu gígurinn reyki
mikið segir Þorvaldur líklegt að
kvika sé tiltölulega grunnt undir.
„Gos af þessu tagi hafa tekið allt að
tveggja vikna pásu en við getum
ekki útilokað að þetta sé smátt
og smátt að deyja út,“ segir hann.
Haldi sama þróun áfram næstu daga
kveðst Þorvaldur þó haldi að gosinu
sé að ljúka.
Með gosinu í Geldingadölum
er hafið eldgosatímabil á Reykja
nesskaga. Spurningin er hvar gjósi
næst. „Miðað við það sem hefur
verið í gangi á undanförnum einum
eða tveimur árum þá myndi maður
halda að það yrði annað hvort úti á
Reykjanesi eða við Sundhnjúkana,“
segir Þorvaldur. „Þá gæti alveg
eins farið að gjósa í sjó og það yrði
bölvað vesen. Það yrði öskugos sem
hefði áhrif á flugvöllinn,“ segir Þor
valdur. n
Geldingadalagosið gæti tekið tveggja vikna hlé
4 Fréttir 8. september 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ