Fréttablaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 14
Stjórnmálaflokkarnir eiga flestir rætur í þessari sögu og það er tímabært að við förum að segja frá stjórn- pólitískri sögu í myndum. 1208 Víðinesbardagi háður. Þar áttust við fylgismenn Guðmundar Arasonar biskups og ættir Ásbirninga og Svínfellinga. 1636 New College, sem síðar varð Harvard-háskóli, stofnaður. 1727 Eldur kviknar í hlöðu í Cambridge-skíri á Englandi meðan brúðusýning stendur yfir. 78 farast, meiri- hlutinn börn. 1891 Fyrsta hengibrú Íslands er vígð. Hún er yfir Ölfusá. 1905 Sterkur jarðskjálfti ríður yfir Ítalíu. Talið er að allt að 2.500 hafi látist. 1931 Leyfður hámarkshraði íslenskra bíla hækkaður í 40 kílómetra utan þéttbýlis og í 25 í þéttbýli. 1975 Dagblaðið, frjálst og óháð dagblað, hefur göngu sína. 1978 Íranskir hermenn skjóta á mót- mælendur í Teheran. Á þriðja þúsund látast. Atburðurinn markar upphafið að falli konungsfjölskyldunnar. 1987 Íslenska fimmtíu króna myntin er sett í umferð. Korter yfir sjö er heimildarmynd um verkalýðshreyfinguna á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Leikstjóri myndarinnar segir verkfallið 1955 tímamóta­ atburð í sögu Íslands. arnartomas@frettabladid.is Heimildarmyndin Korter yfir sjö verður frumsýnd í Bíó Paradís annað kvöld. Þar er verkfallið mikla árið 1955 í brenni­ depli og tíðarandi og verkalýðssaga á fimmta og sjötta áratugnum skoðuð. „Kveikjan að myndinni er í raun af gömlum áhuga mínum á stjórnmálum og sögu á Íslandi,“ segir Einar Þór Gunn­ laugsson leikstjóri myndarinnar. „Mig hefur lengi langað til að gera mynd um söguleg pólitísk átök og mér hefur lengi þótt þessi atburður og þetta tímabil vera stór hluti Íslandssögunnar.“ Í dag, sextíu árum síðar, segir Einar að við finnum enn fyrir því sem gerðist á þessum tíma. „Stjórnmálaflokkarnir eiga f lestir rætur í þessari sögu og það er tímabært að við förum að segja frá stjórnpólitískri sögu í myndum.“ Ólíkur tíðarandi Verkföllin á þessum tíma mörkuðu ýmis tímamót en árið 1952 var það í fyrsta skipti sem ríkissáttasemjari steig inn í verkfallsumræður. „Þarna var í fyrsta sinn mikil áhersla lögð á félagslegar og réttindalegar úrbætur í stað þess að krónutalan ein væri í brennidepli,“ segir Einar. „Þetta var líka í fyrsta skipti sem mörg verka­ lýðsfélög fóru í samhæfðar aðgerðir. ASÍ var þá ekki lengur pólitískur f lokkur heldur fjöldasamtök, þótt enn væri hart barist um völd þar.“ Einar segir að við gerð myndarinnar hafi það komið sér á óvart að sjá hversu mikil fátækt hafi verið á landinu á þessum tíma. „Braggahverfin voru víða um allt höfuðborgarsvæðið,“ segir hann. „Þess vegna var verið að berjast fyrir ýmsum grundvallarréttindum. Í dag er ennþá verið að berjast fyrir sömu hlutum – krónutöluhækkunum, félags­ legum úrbótum, fríi og öðru, þótt veru­ leikinn að baki sé allt annar.“ Þá bendir Einar á að ólíkt nútímanum hafi stjórnmálaf lokkarnir á þessum tíma haft mun beinni tengingar inn í verkalýðshreyfingarnar. „Það var alveg ljóst og ekkert leynt um það,“ segir hann. „Núna er þetta tímabil alveg búið. Verkalýðshreyfingin hefur ekki lengur beinan fulltrúa á Alþingi.“ Gullgrafarastemning Myndefni heimildarmyndarinnar segir Einar að komi víða að. „Myndirnar eru f lestallar geymdar á Kvikmyndasafni Íslands og eru frá þessu tímabili, 1942 til 1955,“ segir hann. „Þar er til dæmis dönsk mynd sem heitir Ferðalag um Ísland sem er virkilega vel gerð og mikið af myndefni frá 1. maí­göngum.“ Þá segir Einar að við heimildaleit hafi fundist ljósmyndir frá blaðamanni Þjóðviljans á Þjóðminjasafninu sem fengust skannaðar fyrir myndina. „Þær eru líklega að birtast í fyrsta skipti síðan þær birtust í blaðinu 1955,“ segir hann. „Það hefur verið hálfgerð gullgrafara­ stemning að finna þessar myndir.“ n Verkfallið sem markaði tímamót Sveit verkfallsvarða sem lenti í átökum fyrstu nótt verkfallsins 1955. MYND/JÓN BJARNASON Einar segir að við finnum enn í dag fyrir atburðunum sem áttu sér stað á þessum tíma. Honum kom á óvart að sjá hve mikil fátækt var á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Hjördís Hentze Magnússon Suðurbraut 8, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar 2. september á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10. september kl. 10. Sigurður Birgir Magnússon Ólafur Sigurðsson Freyja Margrét Sigurðardóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, Hlynur Þór Haraldsson Hringbraut 43, Hafnarfirði, lést heima í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn 2. september. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10. september kl. 15. Bálför fer fram síðar. Fríður Ósk Kjartansdóttir Flóki Þór Hlynsson og Daði Þór Hlynsson Elín Jakobsdóttir Haraldur Þór Benediktsson Helga Lucia Haraldsdóttir Óðinn Rafnsson Kolbrún Ósk Ómarsdóttir Kjartan Örn Steindórsson Elísa Jóhannsdóttir Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Magnúsínu Guðmundsdóttur sem lést þann 12. ágúst. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir góða umönnun. Guðmundur Ólafsson Lára Erlingsdóttir Sjöfn Ólafsdóttir Erlingur Hjaltason Guðrún Ólafsdóttir Magnús Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, Geir Guðlaugsson bóndi á Kjaranstöðum II, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi miðvikudaginn 1. september. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 13. september kl. 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á styrktarreikning Innra-Hólmskirkju. Banki 0326-22-1873, kennitala 660169-5129. Jóhanna Þórdís Þórarinsdóttir dætur og tengdasynir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, Oddur Gústafsson hljóðupptökumaður, Dísarási 19, lést á líknardeild Landspítalans 25. ágúst. Útför fer fram frá Árbæjar- kirkju föstudaginn 10. september kl. 13. Hildur Hrönn Oddsdóttir Sigurður Þórir Þorsteinsson Paul Terrill Einar Raymond Terrill Erna Þórey Sigurðardóttir Eiður Þorsteinn Sigurðsson Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Garðar Jóhannesson húsasmíðameistari, Suðurlandsbraut 58, Reykjavík, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sunnudaginn 22. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ástvinir þakka auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Höfða fyrir góða umönnun. Sigurlaug Garðarsdóttir Sigvaldi Gunnarsson Jóhanna Ólöf Garðarsdóttir Axel Gunnar Guðjónsson Bryndís Garðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra Sigrún Gísladóttir fyrrverandi skólastjóri, Hofakri 7, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans 1. september. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 10. september klukkan 13. Arnar Þór Guðjónsson Áslaug Árnadóttir Halldór Fannar Guðjónsson Lára G. Sigurðardóttir Heiðar Guðjónsson Sigríður Sól Björnsdóttir Júlíus Sæberg Ólafsson Hjördís Gísladóttir Orri, Bjarki, Stefán, Flóki, Nökkvi, Sigrún, Rut og Fróði Merkisatburðir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Steinar Geirdal byggingafræðingur, Norðurbrú 2, Garðabæ, lést fimmtudaginn 2. september sl. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 10. september klukkan 13.00. Vigdís Erlingsdóttir Sverrir Geirdal Lára Jóhannesdóttir Snorri Geirdal Christina Byø Dagný Geirdal Bergþór Haukdal Jónasson barnabörn og barnabarnabörn. TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 8. september 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.