Fréttablaðið - 08.09.2021, Page 32

Fréttablaðið - 08.09.2021, Page 32
frettabladid.is 550 5000RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf.DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Verslaðu á 66north.is Fylgdu okkur á Instagram @66north Önnu Sigrúnar Baldursdóttur n Bakþankar Ég á tík sem komin er á þann aldur að hreyfing er ekki eins spennandi kostur og hér áður. Raunar virðist hún líta svo á að hún geri okkur eigendunum sér- stakan greiða með því að hreyfa sig (okkur). Það er reyndar rétt ályktað. En nú er svo komið að tíkin er orðin æði kresin á hvert göngu- ferðirnar eru og vill fá sem mest út úr hverjum túr. Hún veit sem er að þessum ferðum fækkar, gigtin hrjáir hana og þessi uppáhaldsiðja verður að vera merkingarbær. Svona eins og þegar maður sparar við sig kaloríur, þá er eins gott að hver einasta sem neytt er sé þess virði. Um helgina gerði ég þrjár misheppnaðar tilraunir til að fara í göngutúr um vel þekktar slóðir í nágrenninu. Hún sá við hverri einustu og snéri við eftir 50 metra. Það var ekki fyrr en ég gerði mig líklega til að fara á bílnum að hún gaf sig fram. Hún ætlaði með. Hins vegar neitaði hún að fara út á hundasvæðinu á Geirsnefi og líka fyrir ofan Rauðavatn. Það var ekki fyrr en ég bauð henni út á nýjum spennandi slóðum þar sem við höfðum aldrei farið áður að henni þóknaðist að hreyfa sig (okkur). Þar sem við gengum um upp- sveitir Hafnarfjarðar á nýjum slóðum varð mér hugsað til komandi kosninga. Hverjir fara um bergmálshellinn, hverjir láta teyma sig um hefðbundnar slóðir og hverjir gera eitthvað alveg nýtt, jafnvel á gamals aldri. Hvar atkvæðið fellur verður að vera þess virði. n Hreyfing SKANNAÐU KÓÐANN SKOÐAÐU ÖLL AFMÆLISTILBOÐIN KAUPTU ARMBANDIÐ STYÐJUM STÚLKUR Á FLÓTTA LÍNA OKKAR TÍMA Skannaðu QR kóðann og fáðu upplýsingarnar beint í símann.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.