Fréttablaðið - 14.08.2021, Side 10

Fréttablaðið - 14.08.2021, Side 10
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Gunnar Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun Í öllu falli, landsmenn vilja ekki veikan spítala. Svo virðist sem eina vissan sé óvissan. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is Hvað gerist næst í heimsfaraldrinum? Er þetta upphafið að endinum? Eða erum við nær byrjunarreit en lokum hans? Spálíkönin eru óvenjuhljóð. Svo virðist sem eina vissan sé óvissan. En veirufræðingar rýna nú í óvænta spákúlu. Sumir halda því fram að horfum við til fortíðar sjáum við betur til framtíðar. Vopnahlé við vírus Í janúar árið 1892 ritaði Josephine Butler, enskur femínisti og umbótasinni, syni sínum bréf þar sem hún kvartaði undan máttleysi og deyfð. Hún taldi að um væri að ræða eftir- köst flensu sem hún hafði fengið um jólin. „Ég held að ég hafi aldrei verið svona veikburða, ekki einu sinni eftir að ég fékk malaríu í Genúa.“ Þremur mánuðum síðar bólaði ekk- ert á bata. „Ég er svo orkulítil að ef ég les eða skrifa í hálftíma verð ég máttfarin og mig fer að sundla svo að ég þarf að leggjast út af.“ Árið 1889 upphófst einn banvænasti heimsfaraldur sögunnar. Rússaflensan eins og hún var nefnd, er talin hafa orðið einni milljón manna að aldurtila. Í 130 ára gömlum læknaskýrslum sést að helstu einkenni voru þurr hósti, hiti og breytingar á bragð- og lyktarskyni. Sumir, eins og Josephine Butler, glímdu við langvarandi veikindi í kjöl- far sýkingar, þunglyndi og síþreytu. Börn veiktust síður en fullorðnir. Konur sluppu betur en karlar. Sagnfræðingar og veirufræðingar telja nú líkur á að Rússaflensan hafi ekki verið inflú- ensa heldur hafi veikindin verið af völdum kórónavíruss, ekki ólíkum þeim sem við glímum við nú. Þau hin sömu velta yfir því vöngum hvort Rússaflensan geti varpað ljósi á framvindu kórónaveirufaraldursins. Getur sagan sagt okkur hvenær faraldrinum muni ljúka? Farsóttin, sem hófst árið 1889, reið yfir heimsbyggðina í nokkrum mannskæðum bylgjum næstu fimm árin. Minni bylgjur fylgdu í kjölfarið allt til aldamótanna 1900 þegar faraldurinn fjaraði út. Svo kann þó að vera að vírusinn hafi aldrei horfið. Rannsókn belgískra líffræðinga frá árinu 2005 hefur vakið athygli nýverið, en niðurstöður hennar benda til þess að kórónavírusinn OC43, kórónavírus sem veldur óbreyttu kvefi, sé í raun vírusinn sem olli Rússaflensunni. Paul Hunter, prófessor í lýðheilsufræðum við Háskólann í Austur-Anglíu, telur líklegt að Covid-19 muni fylgja sama ferli og Rússa- flensan og smám saman verða að mein- lausum vetrarvírus. „Vírusinn er kominn til að vera,“ sagði hann í nýlegu viðtali. „Barna- barnabörnin okkar munu fá kóvid. En fyrir þau verður það smámál.“ En hvenær verðum við sem nú kveljumst laus undan ægivaldi vágestsins? Bóluefni við Covid-19 veitir góða vörn gegn því að veikjast illa. Það virðist hins vegar ekki veita þá vörn gegn smitum sem vonir stóðu til. Vegna þessa hefur nokkuð borið á gremju meðal fólks sem finnst það hafa verið svikið um loforð um umsvifalaus endalok farald- ursins. Á fimm árum smituðust nógu margir af Rússaflensunni til að mesta hættan var liðin hjá. Á öðrum fimm árum varð sjúkdómurinn að hálfgerðu kvefi. Það kann að hljóma sem langur tími. Að þessu sinni ættu bólusetning- ar hins vegar að flýta töluvert fyrir ferlinu. David Matthews, prófessor í veirufræði við Háskólann í Bristol, tekur undir líkindin við Rússaflensuna. „Þetta er ekki lengur spurning um að við náum hjarðónæmi og við það hverfi vírusinn.“ Hann segir að markmiðið ætti ekki að vera hjarðónæmi heldur vopna- hlé. „Við munum smitast af vírusnum, líklega oft. En vegna þess að við erum bólusett mun hann ekki reynast okkur banvænn.“ Kórónaveiran hefur lag á að koma okkur í opna skjöldu. En kannski að orð sem gjarnan eru höfð eftir rithöfundinum Mark Twain geti varpað einhverju ljósi á hvað gerist næst í yfirstandandi heimsfaraldri: „Sagan endur- tekur sig kannski ekki, en hún rímar.“ n Vírusinn sem aldrei hvarf Stjórnvöldum er óhætt að fara að vilja þjóðarinnar í heilbrigðismálum, eins og raunar í hvaða málaflokki sem er. Hver könnunin af annarri í þessum efnum, árum og áratugum saman, hefur sýnt sömu niðurstöðuna: Yfirgnæfandi meirihluti almennings vill opinbert heilbrigð- iskerfi sem er vel rekið fyrir fólkið í landinu, óháð fjárhag þess og búsetu. Með öðrum orðum, fólk vill ekki að heil- brigðisþjónustan hér á landi fari í mann- greinarálit – og taki þá fram fyrir röðina sem eru efnameiri og frekari. Það vill mannúðlega þjónustu á þessu sviði sem byggir á jafnræði. Í öllu falli, landsmenn vilja ekki veikan spítala. Stjórnendur æðstu heilbrigðisstofnunar landsins kalla nú eftir fjármunum og sér- tækum aðgerðum til að mæta auknu álagi af völdum farsóttarinnar sem herjað hefur á Íslendinga og heimsbúa alla í hálft annað ár. Það er eðlileg krafa, enda ber Landspítal- anum samkvæmt lögum að veita nauðsynlega hátækniþjónustu á hvaða tíma sem er, líka í kreppum og heimsfaraldri. En það verður líka að gera kröfu til stjórn- endanna sjálfra. Þeir verða að hugsa lengra en nef sér. Og það er við hæfi að þeir hugsi í lausnum – og út fyrir kassann. Landspítalinn hefur verið eyland. Það á við í tvennum skilningi. Hann hefur ekki nýtt sér sem skyldi þau sjúkrahús sem standa honum næst – og eru mörg hver vannýtt. Það á við um sjúkrahúsin í Keflavík, á Selfossi, Akranesi og allt eins mætti nefna Hafnarfjörð í sömu andrá. Það á að vera hægt að útvista verkefnum sem minna tæknivæddir spítalar ráða við, svo sem til að laga fráflæðisvanda Landspítalans sem hefur staðið starfsemi hans fyrir þrifum um árabil. Og vel að merkja, hér gildir það sama um íbúa höfuðborgarsvæðisins og fólk úti á landi, að aksturfjarlægð frá sjúkrahúsi er ekki vandamál. Og svo er hitt. Landspítalinn getur hæglega reitt sig á þjónustu einkarekinna læknastofa þar sem við á, til dæmis hvað liðskiptaað- gerðir varðar. Það á ekki að vera goðgá. Og það má ekki heita af brigðilegt að nýta skatt- peninga landsmanna betur með útboði á vandaðri þjónustu sem kostar minna en ríkis- reksturinn. Í grunninn er Landspítalinn vel rekin ríkis- stofnun. Afköst hans standast samanburð við vel rekna spítala á hinum Norðurlöndunum. En hann má ekki stjórnast af kreddum. n Veikur spítali Brautirnar eru fáanlegar með mjúklokun Mikið úrval rennihurðabrauta frá Þýsk gæðavara. Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 14. ágúst 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.