Fréttablaðið - 14.08.2021, Side 29
Laugarvatn Fontana er einstök heilsulind
staðsett á miðjum Gullna hringnum. Unnt er að
baða sig í heilsubaðvatni í þrískiptri baðlaug,
dvelja í heitu sánubaði, ganga í volgum
sandinum, dýfa sér í Laugarvatnið sjálft frá
nýbyggðri bryggju eða slaka á í fallegum
garðinum. Jafnframt gefur dvöl í böðunum
ávallt tækifæri til að skynja hina síbreytilegu
íslensku veðráttu og njóta fjallasýnar.
Umsjón með starfinu hafa Jensína K.
Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og
Hildur J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is).
Sölu- og markaðsstjóri
Laugarvatn Fontana leitar að hugmyndaríkum og markmiðadrifnum sölu- og markaðsstjóra sem
hefur áhuga á íslenskri baðmenningu og ferðaþjónustu. Viðkomandi hefur umsjón með sölu- og
markaðsmálum og tekur þátt í stefnumótun og áætlanagerð fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Áætlanagerð og stefnumótun á sviði sölu- og markaðsmála.
• Stafræn markaðssetning og vefumsjón, samfélagsmiðlar og Google Ads.
• Umsýsla og hönnun hefðbundins markaðsefnis.
• Sölu- og markaðsgreiningar, greining markhópa ásamt leitarvélabestun.
• Umsýsla efnissköpunar, hugmyndavinnu, textagerðar og ljósmyndunar.
• Samskipti við ferðaskrifstofur og aðra söluaðila ásamt samningagerð.
• Almenn kynningarstörf og samskipti við fjölmiðla í samstarfi við framkvæmdastjóra.
• Stjórnun viðburða og skipulagning á heimsóknum blaðamanna og bloggara.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun æskileg.
• Reynsla af sölu- og markaðsstarfi.
• Reynsla af áætlanagerð.
• Þekking og reynsla af vefumsjón, stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum.
• Þekking og reynsla á Google Ads, Google Analytics og Facebook Business Manager.
• Góð íslensku- og enskukunnátta, vald á fleiri tungumálum er kostur.
• Hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og rík þjónustulund.
• Frumkvæði, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að ná árangri.
Viðkomandi er staðgengill framkvæmdastjóra og æskilegt er að viðkomandi geti
haft viðveru á staðnum minnst 2-3 daga vikunnar en unnið í fjarvinnu aðra daga.
Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst nk.
Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum
leiðtoga til að stýra áætlana- og uppgjörsskrifstofu. Sviðið hefur
yfirumsjón með fjármálastjórn Reykjavíkurborgar og hefur snertifleti
við alla þætti rekstrar A-hluta borgarsjóðs og veitir stjórnendum
upplýsingar, stuðning og aðhald.
Áætlana- og uppgjörsskrifstofa er ein af skrifstofum fjármála- og áhættustýringarsviðs.
Helstu verkefni skrifstofunnar eru gerð fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar, uppgjör
A-hluta og samstæðu, fjárhagslegar greiningar á rekstri og fjárfestingum og upplýsin-
gagjöf til borgarstjóra og borgarráðs.
Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst næstkomandi.
Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Hilmar G.
Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is).
Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldóra Káradóttir sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
í gegnum tölvupóstfangið halldora.karadottir@reykjavik.is.
Skrifstofustjóri áætlana-
og uppgjörsskrifstofu
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf í fjármálum, reikningshaldi eða endurskoðun. Cand oecon eða
framhaldsmenntun áskilin.
Embættispróf í endurskoðun er æskilegt.
Reynsla af uppgjörum og reikningshaldi, endurskoðun eða starfi á endurskoðun-
arstofu.
Stjórnunarreynsla.
Reynsla af greiningum og úrvinnslu gagna, ásamt framsetningu upplýsinga um
rekstur og fjármál.
Leiðtogahæfileikar og góð samskiptafærni.
Frumkvæði, framsýni og metnaður til að ná árangri í starfi.
Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
Góð íslensku- og enskukunnátta.
Hæfni til að kynna efni í töluðu og rituðu máli.
Helstu verkefni og ábyrgð
Stjórnun og dagleg ábyrgð á starfsemi og rekstri skrifstofunnar.
Ábyrgð á ársreikningi og samstæðuuppgjöri Reykjavíkurborgar, ásamt uppgjöri
A-hluta og sjóða hans.
Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar fyrir A-hluta og samstæðu
Reykjavíkurborgar.
Ábyrgð á fjárhagslegum greiningum á rekstri og fjárfestingum ásamt
upplýsingagjöf til borgarstjóra og borgarráðs.
Hefur fjárhagslegt innra eftirlit með rekstri borgarsjóðs.
Veitir ráðgjöf á sviði fjármála og fjármálastjórnunar til borgarstjóra og
borgarráðs.
Ábyrgð á gerð og skilum gagna til skattyfirvalda.