Fréttablaðið - 14.08.2021, Side 34

Fréttablaðið - 14.08.2021, Side 34
Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laust starf mannauðs- og gæðastjóra. Um er að ræða krefjandi starf þar sem viðkomandi mun leiða og veita faglega forystu í mannauðs- og gæðamálum auk þess að vera í lykilhlutverki við innleiðingu stefnu. Starfsfólk sveitar- félagsins telur um 230 og í sveitarfélaginu búa um 2.400 manns í blómlegri byggð þar sem fjölbreytt atvinnu- og menningarlíf fer saman. Umhverfi sveitarfélagsins er stórbrotið og tækifæri til útivistar fjölbreytt. Helstu verkefni: • Fagleg forysta á sviði mannauðs- og gæðamála, þ.m.t. mótun og framkvæmd mannauðsstefnu • Ábyrgð á starfsþróunar-, fræðslu og þjálfunarmálum • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk • Umsjón með gæðamálum • Umsjón með launasetningu og viðhald jafnlaunakerfis • Ábyrgð á launavinnslu, túlkun kjarasamninga og samskipti við stéttarfélög • Ráðningar og ráðningaferli • Árangursmælingar og greiningar Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði mannauðsmála eða sambærilegu er skilyrði. Framhaldmenntun kostur • Haldbær reynsla af mannauðsmálum er skilyrði, kostur ef innan opinberrar stjórnsýslu • Reynsla af stjórnun og stefnumótunarvinnu skilyrði • Reynsla og þekking á H3 og Vinnustund kostur • Lipurð, samstarfsvilji og góð hæfni í mannlegum samskiptum • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði talað mál og ritað • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu. Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri tekur á móti umsóknum á nertfanginu matthildur@hornafjordur.is, en hún veitir jafnmframt nánari upplýsinar um starfið í síma 470-8000. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ráðið er í öll störf óháð kyni. Umsóknarfrestur er til og með 27.08.2021. Mannauðs- og gæðastjóri Sérfræðingur í fjármálum Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leitar eftir öflugum einstaklingi með þekkingu á fjármálum, sem er nákvæmur í vinnubrögðum, býr yfir ríkri samskipta- og skipulagshæfni og getu til að starfa sjálfstætt og í teymum. Sérfræðingur hefur yfirumsjón með gerð fjárlagafrumvarps og fjárhags- legum samskiptum við stofnanir ráðuneytisins auk annarra rekstrar- og fjármálatengdra verkefna. Sérfræðingur heyrir undir skrifstofu fjármála- og rekstrar. Í ráðuneytinu starfar um 45 manna samhentur hópur á sex skrifstofum. Ráðuneytið leggur áherslu á öfluga liðsheild og góðan starfsanda. Ráðuneytið hefur hlotið gæðavottun umhverfisstjórnunarkerfis og jafnlaunavottun. Meginverkefni: • Yfirumsjón með gerð fjárlagafrumvarps • Yfirumsjón með áætlunargerð, eftirfylgni og fjárhagslegum samskiptum við stofnanir ráðuneytisins og fjárlagaliðum sem falla undir starfsemi ráðuneytisins • Vinnsla á tölulegum upplýsingum í fjármálaáætlun og ársskýrslu ráðherra • Framkvæma kostnaðarmat lagafrumvarpa og reglugerða • Þátttaka í stefnumörkun fyrir málefnasvið og málaflokka ráðuneytisins • Öflun upplýsinga og vinna við svörun fyrirspurna frá Alþingi, Ríkisendurskoðun og öðrum aðilum • Samstarf á vettvangi Stjórnarráðsins og þátttaka í vinnuhópum og nefndum á vegum ráðuneytisins Hæfniskröfur • Háskólapróf með meistaragráðu á sviði fjármála og reksturs sem nýtist í starfi • Haldbær reynsla af fagsviði fjármála • Þekking og/eða reynsla af stefnumótun og þróunar- og breytingaverkefnum • Þekking og/eða reynsla af verkefnisstjórnun auk hæfileika til að taka þátt í og leiða teymisvinnu • Mjög góð almenn tölvuþekking og þekking og reynsla af notkun Excel • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptahæfni • Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli og kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur Umsóknarfrestur er til og með mánudegi 23. ágúst nk. Sótt er um starfið á Starfatorgi – starfatorg.is Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Guðmundsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu (stefan.gudmundsson@uar.is) eða í síma 545-8600. 8 ATVINNUBLAÐIÐ 14. ágúst 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.