Fréttablaðið - 14.08.2021, Side 44

Fréttablaðið - 14.08.2021, Side 44
BLAÐAMAÐUR Á MARKAÐNUM Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, óskar eftir að ráða metnaðarfullan viðskiptablaðamann. Hæfniskröfur: • Áhugi og þekking á viðskipta- og efnahagslífinu. • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem viðskiptafræði, hagfræði eða lögfræði. • Færni í mannlegum samskiptum. • Gott vald á íslensku. • Geta til að vinna undir álagi. Umsóknir með ferilskrá og kynningarbréfi skulu berast ánetfangið ser@frettabladid.is. Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst. Markaðurinn og Fréttablaðið eru í eigu fjölmiðlafyrirtækisins Torgs. RARIK - Febrúar 2019: 167x214mm Rafmagnstæknifræðingur/ rafmagnsiðnfræðingur Norðurlandi RARIK ohf. óskar eftir að ráða öflugan starfsmann til þess að hafa umsjón með rekstri aðveitustöðva RARIK á Norðurlandi. Í starfinu felst umsjón með viðhaldi og verkefnum í stöðvunum þar sem dreifikerfið tengist flutningskerfi landsins. Einnig er um að ræða stærri spenni- og rofastöðvar í dreifikerfinu og önnur verkefni tengd rekstri kerfisins. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. Nánari upplýsingar veita Sigurjón Jóhannesson, deildarstjóri rekstrarsviðs á Norðurlandi og starfsmannastjóri RARIKí síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2021 og skal skila ferilskrá með umsókn á vef fyrirækisins www.rarik.is/atvinna. RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200 á um 20 starfsstöðvum sem eru dreifðar vítt og breitt um landið. Atvinna RARIK - ágúst 2021: 167x256 mm • Umsjón með viðhaldsáætlunum í stöðvum RARIK. • Umsjón með skoðunum og gerð úrbótaverkbeiðna. • Yfirferð og viðhald tæknigagna • Vöktun dreifikerfis. • Þáttaka í áætlanagerð og verk- undirbúningi. Helstu verkefni Menntunar- og hæfniskröfur • Rafmagnstæknifræði eða iðnfræði. • Þekking á rekstri dreifikerfa rafmagns er æskileg. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi. • Góð tölvukunnátta. • Þekking á DMM og Netbas er kostur. RARIK ohf. | www.rarik.is/atvinna Lögfræðingur Umboðsmaður Alþingis mun á næstunni ráða í starf lögfræðings. Starfið felur einkum í sér athugun og grein­ ingu á málum sem eru til meðferðar hjá umboðs manni og samskipti þeim tengd. Í því felst m.a. að greina þarf lögfræðileg álita­ efni og gera tillögur að niðurstöðu auk þess að inna af hendi önnur verkefni á skrifstofu umboðs manns, s.s. ráðgjöf og leiðbeiningar til þeirra sem leita til embættisins. Leitað er að lögfræðingi með embættis­ eða meistarapróf í greininni. Æskilegt er að viðkomandi hafi lagt sig eftir stjórnsýslurétti eða skyldum greinum í námi eða hafi starfsreynslu á því sviði. Gerð er krafa um gott vald á ritun texta á íslensku. Gerð er krafa um góða kunnáttu í ensku og kunnáttu í einu Norðurlandamáli. Um er að ræða krefjandi starf á sviði lög­ fræði. Lögð er áhersla á að umsækjendur geti unnið sjálfstætt að greiningu og úr­ lausn lögfræðilegra álita efna, séu skipu ­ lagðir og hafi gott vald á aðferðafræði lögfræð innar. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur til að bera frumkvæði, ríka þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. Áhugasamir sem uppfylla ofangreindar hæfnis kröfur eru hvattir til að senda inn umsókn. Um starfskjör fer eftir kjara­ samningi og nánara samkomulagi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfs feril og önnur atriði skal senda á net­ fangið postur@umbodsmadur.is eða á skrif stofu umboðsmanns Alþingis, Þórshamri, Templara­ sundi 5, 101 Reykjavík, merkt: Starfsumsókn. Þess er óskað að í umsókn um starfið verði gerð grein fyrir þekkingu og reynslu umsækjanda í sam ræmi við framangreint og að staðfesting um nám fylgi. Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst nk. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar hjá umboðsmanni Alþingis í síma 510 6700. 18 ATVINNUBLAÐIÐ 14. ágúst 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.