Fréttablaðið - 14.08.2021, Side 30
Hefur þú áhuga á að vinna með faglegu og skemmtilegu fólki í góðu
starfsumhverfi? Verkefnin eru fjölbreytt og felast meðal annars í
undirbúningi á salatbar, uppvaski, frágangi, þjónustu vegna funda
og aðstoð við matreiðslumeistara. Lögð er áhersla á að lágmarka
kolefnisspor matreiðslunnar. Um er að ræða fullt starf.
Hæfniskröfur
– Reynsla af störfum í mötuneyti æskileg
– Áhugi á hollri og loftslagsvænni matargerð
– Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og góð þjónustulund
– Sveigjanleiki og vinnugleði
– Stundvísi, snyrtimennska og reglusemi
Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst
Sótt er um starfið á vef Landsvirkjunar
Landsvirkjun.is
Fyrirspurnir má senda á
starf@landsvirkjun.is
Vilt þú vinna í Lóninu,
okkar frábæra
mötuneyti á
Háaleitisbraut?
Starf
Reykjanesbær leitar að metnaðarfullum safnstjóra í Byggðasafn Reykjanesbæjar. Við leitum að
kraftmiklum einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum, skipulagður og býr yfir gagnrýnni
hugsun. Viðkomandi þarf að vera skapandi og hafa framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Byggðasafnið varðveitir sögu og er vettvangur allra þeirra sem hafa áhuga á minjum bæjarfélagsins.
Safnið starfar eftir safnalögum og telst viðurkennt safn í samræmi við skilyrði safnaráðs. Gildi
Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli
þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni:
• Mótar stefnu um starfsemi safnsins
• Ber ábyrgð á faglegri starfsemi safnsins
• Stýrir daglegum rekstri út frá skilyrðum safnalaga
• Ber ábyrgð á fjármálum og gerir umsóknir um styrki
til starfsins
• Stýrir undirbúningi og uppsetningu á sýningum
• Sér um umsýslu og útlán safngripa
• Markaðssetning og samvinna við aðrar stofnanir
• Hefur mannaforráð
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði
menningarsögu og/eða safnfræða
• Góð þekking á stjórnun, rekstri og fjárhagsáætlunargerð
• Reynsla af safnastarfi kostur
• Stjórnenda- og leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skipulagshæfni
• Skapandi þekking og reynsla af sýningarhaldi og miðlun er kostur
• Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti á íslensku og ensku
• Góð tölvufærni og færni í mannlegum samskiptum
• Metnaður og sveigjanleiki í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2021
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra
sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is,
undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt
kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar um starfið
veitir Þórdís Ósk Helgadóttir, í gegnum netfangið
thordis.o.helgadottir@reykjanesbaer.is og í síma 421 6700.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir
til að sækja um.
Safnstjóri Byggðasafns
Reykjanesbæjar
Reykjanesbær
Tjarnagötu 12
230 Reykjanesbær
Sími: 421 6700
www.reykjanesbaer.is
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is