Fréttablaðið - 14.08.2021, Side 18

Fréttablaðið - 14.08.2021, Side 18
Páll Magnússon kveður Alþingi eftir fimm ára dvöl og segist sáttur við sitt fram­ lag. Sjálfstæðisflokkurinn eigi hins vegar við vanda að stríða. Páll ræðir stjórnmálin á landi og í Eyjum, baráttuna við áfengi, arfleifð föður síns og hvernig hann kemst í tengsl við almættið. Eftir að ég tók þá ákvörðun að hætta á þingi líður mér sífellt betur með hana. Áhuginn hefur að miklu leyti dofnað og neistinn kulnað,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á þessum tímamótum. Ákvörðunin um framboð, fyrir rúmum fimm árum, var nokkuð brött. Þá lá á borði Páls tilboð um spennandi fjölmiðlastarf sem hann ætlaði að taka. Á síðustu stundu, örfáum klukkustundum áður en framboðsfresturinn í próf kjör­ inu rann út, snerist honum hugur og vann að lokum oddvitasætið í Suðurkjördæmi. „Þegar fór að líða að próf kjör­ inu núna í maí fann ég að sú ögrun sem var upphaflega fyrir hendi var farin,“ segir Páll. Margir litlir hlutir hafi komið saman og þetta var niður staðan. „Það væri of djúpt í árina tekið að segja að þingmanns­ starfið hafi valdið vonbrigðum, því margt fannst mér skemmtilegt og ýmislegt gat ég lagt til málanna. Ég hætti ekki í neinni biturð heldur kveð ég þingið nokkuð sáttur.“ Flokkurinn í tilvistarkreppu Fyrr í sumar skrifaði Páll grein, sem birt var í Morgunblaðinu, um stöðu Sjálfstæðisflokksins og þann vanda sem hann standi frammi fyrir. Greiningu á því hvers vegna flokkurinn hafi verið fastur í fylgi í kringum 25 prósentin frá hruni. Samkvæmt Páli skýrist þetta að stórum hluta af afstöðuleysi. Það er að f lokkurinn þori hvorki að vera frjálslyndur né íhaldssamur, af ótta við að missa fólk yfir til Viðreisnar og Miðf lokksins, sem séu þeir f lokkar sem tekið hafa af honum fylgi. Þá sé forysta f lokksins ekki kölluð til ábyrgðar gagnvart fylgis­ missinum og engin raunveruleg umræða innan flokksins um hann, heldur aðeins tuð og pískur í þröng­ um hópum. Að lokum hafi það ekki tekist að hrista af sér grunsemdir um hagsmunaárekstur. „Stundum finnst mér að Sjálf­ stæðisflokkurinn sé orðinn nokk­ urs konar f ramk væmdastjór i Íslands. Hann hefur verið lengi í ríkisstjórn og formaðurinn lengi í fjármálaráðuneytinu,“ segir Páll. Þetta orsaki það að hugsjónir og raunveruleg stjórnmál víki fyrir skriffinnsku og embættisræði. „Árið 1929 runnu Íhaldsf lokk­ urinn og Frjálslyndi f lokkurinn saman í Sjálfstæðisf lokkinn og f lestar götur síðan bar hann gæfu til að vera breiðfylking borgaralegra afla,“ segir Páll. „Nú hefur brotnað úr f lokknum í báða enda og flokk­ urinn er í dálítilli tilvistarkreppu.“ Þegar Páll er beðinn að staðsetja sjálfan sig á ásnum segist hann vera helst til íhaldsmegin. Það myndu að minnsta kosti f lestir samflokks­ menn hans segja. „Þegar kemur að menningarlegum og þjóðlegum gildum er ég íhaldsmaður,“ segir hann og nefnir frumvarp dóms­ málaráðherra um mannanöfn og afnám mannanafnanefndar sem lítið dæmi. „Ég tel íslenska nafna­ hefð órjúfanlegan hluta af íslenskri málstefnu, tungu og sögu og engin ástæða til að höggva á þá tengingu og gefa mannanöfn algerlega frjáls.“ Hollusta verði ekki meðvirkni Aðspurður segir Páll atvinnumálin hafa skipt hann mestu og þá eink­ um sjávarútvegurinn. Lengi hafi verið ósætti um fiskveiðistjórn­ unarkerfið, sem sé ekki hjálplegt. Sjálfur lagði hann fram frumvarp í vetur sem átti að stemma stigu við Fyrst og fremst Eyjamaður Páll telur eðli- legt að Sjálf- stæðismenn spyrji spurninga um forystuna þegar illa gangi í kosningum og opin um- ræða sé lífblóð flokksins. Fréttablaðið/ Valli of mikilli samþjöppun á eignar­ haldinu. „Mér finnst að Sjálfstæðisflokk­ urinn ætti að taka frumkvæðið í að laga agnúa á fiskveiðistjórnunar­ kerfinu, sem í grundvallaratriðum er gott“ segir Páll. Hingað til hafi f lokkurinn staðið vörð um óbreytt kerfi, sem sé ekki til þess að minnka grunsemdirnar um hagsmuna­ árekstur. Sérstaklega ekki þegar sjávarútvegsráðherra hafi sterk tengsl við stærstu útgerðina. „Þegar kemur að grundvallar­ atvinnuvegi þjóðarinnar á Sjálf­ stæðisflokkurinn ekki að sitja hjá aðgerðalaus,“ segir Páll. Páll bendir á að samkvæmt nýj­ asta Þjóðarpúlsi Gallup sé flokkur­ inn á sama stað og hann var í kosn­ ingunum eftir hrunið, sínu lægsta fylgi í sögunni. Flokksmenn hafi þá trúað að leiðin gæti ekki legið nema upp á við. Það hafi hins vegar ekki gerst, þrátt fyrir mikla uppgangs­ tíma í efnahags­ og atvinnumálum fram að faraldrinum. „Í Sjálfstæðisf lokknum hefur skapast andrými fyrir þá skoðun að þú sért að bregðast flokknum með því að gagnrýna forystuna,“ segir Páll. „Ég vil hins vegar meina að þú sért að bregðast með því að gera það ekki þegar þörf er á, eins og nú er.“ Páll segist ekkert endilega vera á þeirri skoðun að forysta f lokksins eigi að víkja en umræðan væri líf­ blóð f lokksins. „Hollusta við for­ mann má ekki breytast í meðvirkni, því þá er hún skaðleg,“ segir hann. „Sjálfstæðismenn hljóta að ræða hvort það sé fullreynt að ná árangri með núverandi formanni og for­ ystu.“ Viðbrögðin við greininni létu ekki á sér standa og Páll segir flesta sem höfðu samband hafa verið sam­ mála. Sumir hafi þó verið ósáttir við birtinguna, jafnvel þó að þeir væru sammála efninu. Fæstir hafi verið ósammála því. Þó Páll hafi hrist upp í Sjálfstæðis­ f lokknum á sinni útleið af þingi segist hann ekki hættur í f lokkn­ um. Það geti vel komið til greina að bjóða kraftana fram á öðru stigi stjórnmálanna ef svo bæri undir. Páll jánkar því að rætt hafi verið við sig um sveitarstjórnarkosningarnar, sem fram fara næsta vor. „Já, já, það er ýmislegt skrafað og skeggrætt en ég er ekkert að pæla í því núna.“ Meirihlutinn féll fyrir eigin hendi Róstusamt hefur verið í Sjálf­ stæðisf lokknum í Eyjum undan­ farin ár og var Páll dreginn inn í þær deilur. Rótin að þessu voru deilur um hvort halda ætti prófkjör fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2018, sem lauk með því að stór hluti f lokksmanna fylkti sér á bak við listann Fyrir Heimaey, með Írisi Róbertsdóttur í fararbroddi. Páll var sakaður um að styðja ekki við D­listann í kosningunum og var að lokum vikið úr fulltrúaráðinu í Vestmannaeyjum. „Fyrir mér snerist þetta um prin­ sipp,“ segir Páll og rifjar upp að tillaga um uppstillingu hafi verið Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur @frettabladid.is Í Sjálf- stæðis- flokknum hefur skapast andrými fyrir þá skoðun að þú sért að bregðast flokknum með því að gagnrýna forystuna. 18 Helgin 14. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.