Fréttablaðið - 14.08.2021, Side 4
Breskur stangveiðiunnandi
fór í sínar hinstu veiðiferðir á
Íslandi, eftir að hafa greinst
með krabbamein.
thorgrimur@frettabladid.is
SAMFÉLAG Breski stangveiðiáhuga-
maðurinn Colin McKenzie segir
eftirlaunaár sín ekki hafa farið á
þann veg sem hann vonaðist eftir.
Fyrir um ári greindist hann með
krabbamein, aðeins um viku áður
en hann átti að setjast í helgan stein.
„Ég fór í meiriháttar aðgerð en æxlið
hafði breitt úr sér og mér var sagt
að ég ætti í mesta lagi tólf til átján
mánuði ólifaða.“
„Ég ákvað að reyna að verja árinu
sem ég átti eftir í hluti sem mér finn-
ast skemmtilegir,“ segir Colin. „Ég
hef mjög gaman af því að veiða en
ég gat ekki ferðast of langt í burtu.
Þess vegna hafði ég samband við
fyrirtæki á Íslandi sem kallast Fish
Partner og kom fyrst til landsins
til að veiða bleikju í júlí í fyrra. Ég
skemmti mér svo vel að mér leið
mun betur eftir á. Ég kom síðan
aftur í ágúst og september.“
Colin segist hafa veitt meira á
fyrsta deginum sínum á Íslandi en
öll þau ár sem hann hefur stundað
fiskveiðar í Skotlandi. „Það var ótrú-
legt. Þetta er búið að vera frábært og
ég er gífurlega þakklátur, því hreyfi-
geta mín hefur skerst æ meira með
hverri ferðinni. Ég get varla hreyft
mig án hjálpar núna, en þeir hafa
hugsað fyrir öllu hjá Fish Partner og
gert ráðstafanir til að koma mér inn
og út úr farartækjunum og að ánum
svo ég geti veitt. Þeir eru orðnir
nánir vinir mínir.“
Kristján Páll Rafnsson, eigandi
Fish Partner, segir það vera hverrar
mínútu virði að hjálpa Colin að
veiða. Í einni ferð hans til Íslands
hafi hann verið of slappur til að
veiða mikið, en Kristján hafi þá
komið honum í nudd og í heitan
pott og gert hvað hann gat til að
hressa hann við. „Læknunum
hans fannst ekki góð hugmynd að
hann væri að koma hingað,“ segir
Kristján. „Hann átti bara að liggja
á dánar beðinum þar til hann dæi.
Hann sagði við mig að þetta væri
hans líf og að hann ætlaði ekki að
verja síðustu ævidögunum niður-
brotinn á spítalanum. Við erum
sammála um að við séum tilbúnir
til að taka það á okkur þótt hann
myndi deyja á bakkanum.“
Colin áætlar að snúa heim til
Bretlands á sunnudaginn, til þess
að ganga frá málefnum sínum.
„Þetta er síðasta veiðiferðin mín. Ég
á aðeins um einn mánuð ólifaðan.
Ég vildi njóta náttúrufegurðarinnar,
hitta þetta góða fólk á Íslandi og
veiða einu sinni enn. Þetta er mín
saga.“ ■
Fór í síðustu veiðiferðirnar á Íslandi
Colin rennir fyrir fisk, hann vildi ekki eyða síðustu ævidögunum á spítala. Mynd/Kristján Páll Rafnsson
Hann sagði við mig að
þetta væri hans líf og
hann ætlaði ekki að
verja síðustu ævidög-
unum niðurbrotinn á
spítalanum.
Kristján Páll Rafnsson.
Ég vildi njóta náttúru-
fegurðarinnar, hitta
þetta góða fólk á
Íslandi og veiða einu
sinni enn.
Colin McKenzie.
■ Tölur vikunnar
8.000
ferkílómetrar af jöklum hafa
glatast frá árinu 2000.
436
íbúðir í byggingu eru í hættu
vegna bótakröfu Fasteigna-
félagsins Reita vegna smáhýsa í
Laugardal.
34
prósenta fjölgun hefur
orðið á starfsfólki forsætisráðu-
neytisins frá árinu 2017.
20
prósenta fjölgun leigubíla er
áætluð í Árborg.
1.335
sæta nú einangrun vegna Covid-19
á Íslandi.
Persía mottur
Parki býður upp á sérvaldar handhnýttar mottur
og vandaðar vélofnar mottur úr hæsta gæðaflokki.
Yfir 300 mottur til á lager og sérpantanir í boði.
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi | 595 0570Finndu okkur á Facebook!facebook.com/Parki.interiors
Páll Matthíasson, forstjóri Land-
spítalans, segir unnið að lausn mála.
lovisa@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Páll Matthíasson,
forstjóri Landspítalans, segir að
enn sé leitað leiða til að bregðast við
þungri stöðu á gjörgæslu spítalans.
Páll fundaði með Þórólfi Guðnasyni
sóttvarnalækni og Svandísi Svavars-
dóttur heilbrigðisráðherra í gær.
Páll segir að það hafi tekist að
bregðast við vandanum sem heil-
brigðiskerfið standi frammi fyrir
hvað varðar almenn legurými og
þau sem eru á hefðbundinni bráða-
deild.
„En þetta er f lóknara með gjör-
gæsluna því þar er sérhæft starfs-
fólk. En það er verið að vinna í
þessu,“ segir Páll.
Alls eru 32 sjúklingar með Covid-
19 á Landspítala, þar af eru fimm í
öndunarvél. Meðalaldur innlagðra
er 65 ára.
Þórólfur segir að 2,5 prósent
þeirra sem hafi smitast hafi þurft á
innlögn að halda vegna alvarlegra
veikinda. „Þetta er al var leg staða
finnst mér,“ segir Þór ólfur. Varðandi
hvort hann muni leggja til harðari
takmarkanir þá velti það á Land-
spítalanum. „Það eru margir að tjá
sig um það en maður hlustar ekki á
það, heldur á þau sem að þar vinna
og stýra spítalanum. Ég bíð bara
eftir því,“ segir hann. ■
Staðan þung á
gjörgæsludeild
4 Fréttir 14. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ