Fréttablaðið - 14.08.2021, Side 60

Fréttablaðið - 14.08.2021, Side 60
Harmageddon- bræður, Frosti Logason og Máni Pétursson, eru tilbúnir í tímabilið. Jón Atli og sonur hans Friðrik horfa saman á boltann. Enska úrvalsdeildin í knatt- spyrnu er loksins hafin. Eftirvæntingin hefur verið mikil, enda búist við jafnari titilbaráttu en undanfarin ár. Oft er sagt að sá enski sé þjóðarsport Íslendinga, að minnsta kosti er hann helsta þjóðarsófasportið. Fréttablaðið ræddi við dygga stuðn- ingsmenn átta mismunandi liða úr úrvalsdeildinni sem búist er við að verði í eldlínunni í vetur. Það eru Manchester United, Manchester City, Liverpool, Everton, Arsenal, Chelsea, Tottenham og Leeds. Sumir þeirra hafa ástæðu til bjart- sýni fyrir tímabilið en aðrir stilla væntingum sínum í hóf. Aðdáendur enska boltans munu strax taka eftir stórri breytu í upp- hafi tímabilsins, sem er endurkoma áhorfendanna. En vegna faraldursins hefur fjöldi þeirra verið takmarkaður og um langan tíma var spilað á tómum leikvöngum. ■ Sá enski rúllar af stað Tekur þrjú ár að vinna deildina Það var ekki sigurleikur sem kveikti Leeds-bakteríuna hjá Þorkeli Mána Péturssyni útvarpsmanni, heldur tap. Nánar tiltekið hetjulegt 4-5 tap liðsins gegn þáverandi meisturum Liverpool fyrir 30 árum síðan. „Ég ákvað að halda með Leeds í þessum leik til þess að pirra frænda minn. Ég varð síðan heillaður af attitjúdinu í þessu liði, þeir voru nýliðar í deildinni þarna,“ segir Máni. „Þegar menn byrja að kynna sér Leeds er ekkert aftur snúið.“ Leeds heillaði marga á síðasta tímabili með djörfum leik eftir að hafa dvalið í neðri deildunum í sextán ár. Máni man hins vegar eftir Leeds sem enskum meistara, árið 1992. „Það tók Leeds tvö ár að verða meistarar þegar þeir komu upp síðast. Ég verð nú seint sakaður um að vera sá bjartsýnasti en ég segi að það taki þá þrjú ár að vinna deildina núna,“ segir Máni. Aðspurður um uppáhaldsleikmanninn nefnir Máni suður-afríska varnarmanninn Lucas Radebe. „Hann var svo tryggur félaginu og drap allan rasisma í borginni,“ segir hann. „Árangurinn er alltaf annað hvort eða,“ segir Máni, um þetta tímabil sem er að hefj- ast. „Annað hvort fara þeir í Evrópubaráttu eða að þeir gera tímabilið mjög erfitt og stuðningsmennirnir verði með í maganum. Mér er alveg sama hverjir verða meistarar … svo lengi sem það er ekki Manchester United.“ Aldrei séð eftir að skipta yfir í City Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er einn af dyggustu stuðningsmönnum Manchester City á Íslandi til þrjátíu ára. Hann hefur þrívegis séð liðið falla, þar á meðal niður í þriðju deild, og vinna fimm Englandsmeistaratitla. En þar á undan hélt hann reyndar með Liverpool í tæp tuttugu ár. „Ég var alveg búinn að fá nóg af Liverpool, það voru alltaf svo miklar væntingar. Því ákvað ég að skipta yfir í City, sem var lið fólksins og væntingarnar talsvert minni,“ segir Jón Atli. „Ég hef aldrei séð eftir því.“ Jón Atli segir það hafa verið mjög gefandi að fylgjast með City í gegnum árin, meira að segja þau erfiðu í kringum aldamótin. Hann bjóst aldrei við yfirtökunni og vel- gengninni sem hefur einkennt síðustu ár. Af leikmönnum liðsins er Fernandinho, hinn 36 ára brasilíski miðjumaður, í mestum metum hjá Jóni Atla. „Hann er bæði góður leikmaður og hefur verið kjölfestan í liðinu um langa hríð,“ segir Jón Atli. Sá leikur sem situr hvað fastast í minninu er vitaskuld hinn dramatíski leikur gegn QPR árið 2012 þegar City tryggði sér titilinn með tveimur mörkum í uppbótartíma, þar af öðru á lokasekúndunum. Jón Atli er bjartsýnn fyrir komandi tímabil, enda City ríkjandi meistari og hefur styrkt sig í sumar. „Ég held að tímabilið byrji rólega og það væri gott að kaupa fram- herja. En þessi hópur og þessi þjálfari geta unnið Englandsmeistaratitilinn aftur og verið mjög framarlega í Evrópu,“ segir hann. Það er einmitt meistaradeildartitillinn sem vantar í skápinn. Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur @frettabladid.is Liverpool vinnur sinn tuttugasta titil Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einn þekktasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi. Hún hefur stutt liðið síðan hún var fimm ára gömul. „Þá sat ég með pabba á laugardögum og hlustaði á Bjarna Fel og hreifst af rauðu búningunum og markmann- inum, Bruce Grobbelaar, sem mér fannst alveg geggjuð týpa,“ segir Katrín um þennan tíma. „Það var enginn annar á heimilinu í þessu liði þannig að þetta var sjálfstæð ákvörð- un,“ segir Katrín, um það val að styðja Liverpool. „Þetta byrjaði kannski fyrir alvöru 1984 þegar ég fór með pabba að sjá KR mæta Liverpool á Laugardalsvellinum, þar sem eitt sterkasta lið sem Liverpool hefur átt mætti til leiks. Leiknum lauk með jafntefli en þarna sá ég leikmenn eins og Kenny Dalglish, Ian Rush, Alan Hansen og Bruce Grobb- e laar sem áttu eftir að sópa til sín bikurum. Að sjá þetta lið með berum augum var magnað og lengi vel átti ég úrklippu úr dagblaði með mynd af Liverpool.“ Katrín segir þennan leik einn þann minnisstæðasta auk 4-0 sigurs í undanúrslitum meistaradeildarinnar á Barcelona árið 2019. Liverpool hafði tapað fyrri leiknum 3-0 og komst því í úrslitaleikinn sem liðið vann. Að velja sinn uppáhaldsleikmann segir Katrín eins og að velja milli barnanna sinna en skoski framherjinn Kenny Dalglish tróni á toppnum. Hann hafi bæði verið stór- kostlegur leikmaður og áhrifamikill knattspyrnustjóri hjá liðinu. Framgangan eftir Hillsbrough-slysið árið 1989 hafi gert hann að goðsögn. „Ég er auðvitað bjartsýn að eðlisfari eins og allir alvöru Púllarar og ég er viss um að liðið verður í baráttu um titilinn á þessu tímabili,“ segir Katrín um komandi tímabil. Hún hefur mikla trú á þjálfaranum Jürgen Klopp, hans stjórnunarstíl og viðhorfum til lífsins. Það er að taka sig ekki of hátíðlega, leggja hart að sér en gleyma ekki húm- ornum. „Við vorum alveg einstaklega óheppin með meiðsli í fyrra þegar mestöll varnarlínan datt út stærstan hluta tímabilsins. En nú er bara að krossa fingur og vona að Klopp hafi styrkt þetta vel og leyfa sér að hlakka til tímabilsins,“ segir Katrín. „Liverpool er að fara að vinna sinn tuttugasta Englandsmeistaratitil. Lásuð það fyrst hér. YNWA.“ Katrín hefur stutt Liverpool frá fimm ára aldri. 24 Helgin 14. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.