Fréttablaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Eru konur, sem um stund finna sig í aðstæðum þar sem þær hafa yfirhöndina, ógnandi eða hreinlega ofbeldisfullar? TAKE AWAY Strandgata 34 220 Hafnafjörður kryddveitingahus.is takeaway_frettabladid2.indd 1 22/02/2021 17:48:38 Melkorka Katrín, þekkt sem Korkimon, opnar sýninguna Slæmar stelpur á vinnustofu sinni við Hverfisgötu síðar í dag. Í verkunum skoðar hún hvernig og hvenær konur eru séðar sem hættulegar eða ógnandi. Um er að ræða teikningar eftir myndum af henni sjálfri. steingerdur@frettabladid.is Listakonan Melkorka Katrín Tóm- asdóttir opnar í dag sýninguna Slæmar stelpur. Melkorka hefur alltaf verið kölluð Korka. „Sem krakki safnaði ég Pokémon- spilum og á einhverjum tímapunkti byrjuðu Siggi og Sól, systkini mín, að kalla mig Korkímon sem þróaðist út í Korkimon. Korkimon og ég sam- fléttumst, en erum líka aðskilin. Ég fæ að stíga inn og út úr útgáfum af sjálfri mér,“ segir Korka sem útskrif- aðist úr myndlistarmiðuðu námi frá Sarah Lawrence College í New York árið 2017. Tilraunagjörn og forvitin Korka segist alltaf hafa vitað að hún yrði listamaður. „Ég villtist aðeins af leið sem unglingur og ætlaði að verða ljós- myndari, fiktaði líka við vídeógerð, en fann mig síðan aftur í kringum 19 ára aldur þegar ég uppgötvaði að ég gæti teiknað. Hef síðan velt mér upp úr öllum listgreinum nánast og tek svona tímabil. Núna er ég á teikni- tímabili. Hef til að mynda sökkt mér í „collage“-gerð, skúlptúr, skrif, graf- íska hönnun, saumaskap og f leira síðastliðin ár,“ segir hún. En hvaða listform heillar þig mest? „Ég er stöðugt að dýfa mér úr einu í annað, er mjög tilraunagjörn og forvitin. Mig langar að fá að vera með í öllu og alls ekki binda mig niður eða banna mér hluti, þá verð ég önug. Það er enginn skammar- krókur á vinnustofunni.“ Kynþokki og völd kvenna Hugmyndin í kringum Slæmar stelpur kom að einhverju leyti óvart til að sögn Korku, líkt og með allar hennar sýningar. „ Svo verða þær að lok um útpældar. Titillinn kom samt út frá skoðunarpistli Arnars Sverris- sonar sem birtist í mars 2020. Þar talar hann um kvenmorðingja og ofbeldishneigð kvenna ásamt fleiru. Þetta fékk mig til að spá í hvenær og hvernig konur eru séðar sem hættulegar eða ógnandi. Yfirleitt er það hvernig konur nota kynþokka til að beita völdum, sem er séð sem ógn þegar konur eru valdamiklar. Þetta er karllægt einkenni sem þykir ekki passa konum, því við erum yfirleitt góðar stelpur sem sýnum góða mannasiði. Eru konur sem um stund finna sig í aðstæðum þar sem þær hafa yfirhöndina ógnandi eða hreinlega ofbeldisfullar?“ spyr Korka. Teikningarnar eru unnar út frá ljósmyndum af Korku sjálfri. „Hvernig getur konan stillt sér upp með ógnandi hætti án þess að stilla sér upp í karlmannlegri, stell- ingu? Karlmannlegri er auðvitað bara lýsingarorðið sem samfélagið hefur valið. Er eina leiðin til þess að nota kynþokkavaldið að beita því til illra verka, eins og Arnar Sverrisson talar um? Ljósmyndastúdíur mínar eru tilraunir til ógnandi stellinga sem snerta hvorki karlmannlegar né kynþokkafullar hugmyndir.“ Hugar að næstu sýningu Ljósmyndirnar tók hún í janúar fyrir ári. „Skissur af þeim fæddust hægt og rólega í gegnum vorið. Upprunalega ætlaði ég að búa til málverkaseríu út frá skissunum. Svo slysaðist ég í að vinna frekar að teikningunum í stærri mynd. Þannig að þetta er búið að vera að grassera í sirka eitt og hálft ár.“ Korka segist hafa haft töluvert meiri tíma til að vinna að listinni í heimsfaraldrinum. „En þegar það er þannig þýðir það ekki endilega að ég nái að fram- kvæma allt. Ég get ekki kallað eftir listsköpun. Hún kemur þegar hún kemur. En undirmeðvitundin er alltaf að.“ Hún segist nú þegar vera byrjuð að huga að næstu sýningu. „Ég vil halda aðra sýningu eftir áramót, hugsanlega með eingöngu stórum teikningum. Sú stærsta á þessari sýningu er 170 sinnum 122 sentimetrar. Ég finn að ég er komin með rakettu í rassinn,“ segir hún og hlær. Sýningin fer fram í bakhúsi við Hverfisgötu 14, þar sem vinnustofa Korku er staðsett. Opnunin í dag hefst klukkan 17.00. n Kvennavöld og kynþokki skoðuð á sýningu Korku Sýning in Slæmar stelpur verður opnuð í dag klukkan 17.00. Korka segist ekki vilja binda sig við eitt listform en hefur mest verið í teikningum undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR 26 Lífið 6. ágúst 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.