Fréttablaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid. is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Sagan á bak við þetta er þannig að í gegnum árin hafa verið haldin árleg Grímsævintýri á Borg og þar hefur verið settur upp markaður þar sem fólk selur ýmsa hluti,“ segir hún. „Ég var þar með fjár- öflun fyrir strákinn minn í nokkur ár vegna íþróttastarfs, en svo hætti hann í íþróttum. En mér fannst gaman að vera með og langaði að halda áfram, svo ég ákvað í staðinn að selja vörur til styrktar hjálpar- sveitinni Tintron. Svo í fyrra var ekkert Gríms- ævintýri út af Covid, þannig að ég ákvað bara að ganga úr borginni að Nesjavöllum og safna áheitum eins og fólk gerir fyrir Reykja- víkurmaraþonið. Þessu var bara hent upp á föstudegi og svo var labbað á sunnudegi,“ segir Pernille. „Mér fannst þetta svolítið gaman og hjálparsveitin var ánægð með framtakið, svo ég ákvað bara að gera þetta aftur í ár.“ Lá beint við að styrkja Tintron Pernille hefur búið á Íslandi í 30 ár, en hún kom til Íslands vegna áhuga á íslenskum hestum. Hún hefur lokið námi í búfræði við Háskólann á Hólum og leikskóla- kennaranámi í Kennaraháskól- anum og starfar sem leikskóla- kennari og aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Vinaminni. „Ég er ósköp venjuleg fjölskyldu- manneskja og mér og manninum mínum finnst alltaf gott að vera í sveitinni, svo við eyðum miklum tíma í Grafningi og í Grímsnesi,“ segir hún. „Veturinn í hitteðfyrra var skelfilegur og það var mikið álag á hjálparsveitinni hér og flug- eldasalan, stærsta fjáröflun hennar, var í uppnámi vegna umhverfis- verndarsjónarmiða. Þess vegna fannst mér það liggja beint við að styðja Tintron, þar sem hún starfar á svæðinu sem við höldum til á og þar sem Grímsævintýri fara fram.“ Bara tveggja daga fyrirvari „Ég og vinkona mín ætluðum alltaf að labba frá Reykjavík að Nesja- völlum einhvern tímann og svo varð loks úr því þegar það kom í ljós að það væri ekki hægt að selja nammi á Grímsævintýrum. Þá ákváðum við að kýla á þetta og gera þetta að áheitagöngu. Ég hafði sam- band við hjálparsveitina og þeir tóku náttúrulega rosa vel í þetta,“ segir Pernille og hlær. „Við skelltum þessu upp með bara tveggja daga fyrirvara en engu að síður gekk söfnunin rosalega vel og við söfn- uðum yfir 140 þúsund krónum. Ég hef engu að tapa á því að gera þetta aftur, mér finnst gaman að labba og Tintron hefur allt að vinna, þannig að þess vegna ætla ég að fara aftur í ár,“ segir Pernille. „Grímsævintýrum var líka aflýst aftur vegna Covid í sumar.“ Það mega allir sem treysta sér til þess koma með í gönguna á morgun, en hún hefst klukkan 10 í fyrramálið hjá bílastæðinu við Morgunblaðs- húsið. FRÉTTA- BLAÐIÐ/EYÞÓR Hér er Pernille að leggja af stað í gönguna á síðasta ári með ferða- félögum sínum. MYND/AÐSEND Meðlimir hjálparsveitar- innar Tintrons tóku vel á móti göngugörp- unum þegar þeir komu á Nesja- velli í fyrra. MYND/AÐSEND Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr @frettabladid.is Þegar Pernille er spurð hvers vegna hún labbar þessa tilteknu leið hlær hún. „Það er nú bara gott að enda á Nesjavöllum því þá kemst maður beint í kvöldmat. Maðurinn minn er ættaður frá Nesjavöllum og við höldum mikið til þar á gamla bænum,“ segir hún. „Þetta er líka ekki erfið ganga, þetta tók akkúrat tíu tíma í fyrra með pásum, og það er gott aðgengi að þessum áfanga- stað, þannig að það er auðvelt að láta sækja sig.“ Allir velkomnir með „Það mega allir sem treysta sér til koma með í gönguna í ár,“ segir Pernille. „En fólk þarf að sjá um sig, hafa nesti, klæða sig rétt og láta sækja sig á Nesjavelli. Þessi ganga er ekki eins og að labba á malbiki, það þarf að fara upp á heiði í mismun- andi undirlagi og vera vanur því að labba með bakpoka sem inniheldur allt sem þarf í heilan dag. Það er spáð þurru á morgun svo ég ætla að byrja klukkan tíu í fyrra- málið hjá bílastæðinu við Morgun- blaðshúsið. Ef fólk vill koma með er líka hægt að hafa samband við mig í gegnum Facebook-síðu göngunnar, sem er hægt að finna undir heitinu Gengið til góðs,“ segir Pernille. „Það væri bara frá- bært að fá fleiri með, því fleiri, því betra.“ Pernille segist ekki hafa neinar ákveðnar væntingar til söfnunar- innar í ár. „Það er ómögulegt að segja hvernig þetta gengur og ég hef ekkert verið að ýta á fólk að styrkja. En auðvitað vonast maður til að ná að safna svipaðri upphæð og í fyrra eða meira,“ segir hún. „Maður sér líka hvað það er mikið af útköllum hjá sveitinni. Þetta fólk hefur staðið vaktina í eldgosinu og veturinn er fram undan. Það geta líka allir snúið sig eða dottið og meitt sig og þurft á aðstoð að halda, líka fólk sem er vant því að fara á fjöll. Hjálparsveitin vinnur þetta allt í sjálfboðavinnu og til að þau geti hjálpað okkur þurfum við að hjálpa þeim.“ Verður vonandi árlegt Pernille útilokar ekki að halda áfram að ganga fyrir Tintron. „Vonandi nær þetta að vaxa og verða árlegur viðburður. Það væri gaman, en það er ekkert ákveðið,“ segir hún. „Það væri líka gaman ef aðrir taka sig til og styrkja aðrar hjálparsveitir. Það verður hægt að fylgjast með göngunni á Facebook-síðunni, svona eins og netsamband leyfir,“ segir Pernille og hlær. „Þar er líka hægt að finna skjal með upp- lýsingum um hvernig er hægt að styðja söfnunina, en allar inn- lagnir til Tintrons eiga að vera merktar „Ganga 2021“, svo að hægt sé að fylgjast með því hversu mikið kemur úr þessu.“ n Hægt er að finna Facebook-síðu göngunnar hennar Pernille undir heitinu „Gengið til góðs“. Þar eru nánari upplýsingar um fyrirkomu- lagið og hvernig hægt er að styrkja söfnunina. 2 kynningarblað A L LT 6. ágúst 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.