Fréttablaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 11
n Í dag Árni Helgason Það eru líklega um 25 ár síðan for- eldrar mínir hleyptu mér í fyrsta sinn á internetið. Í upphafi var þetta krúttlega frumstætt, nettengingin var í gegnum hávært módem sem var tengt við heimasímann. Vandinn var að síminn var upptekinn á meðan módemið mallaði með tilheyrandi núningi milli heimilismanna. Ég og faðir minn höfðum ólíkt hags- munamat að þessu leyti, hann beið eftir mikilvægum vinnusímtölum, ég vildi klára að lesa grein um gengi Liverpool þann veturinn. Þótt tæknin hafi verið skammt á veg komin fann fólk lausnir. Vinur minn sem bjó úti sendi mér stund- um tölvupósta, reyndar á netfang móður minnar því ég var ekki með netfang sjálfur. Mamma prentaði svo tölvupóstana út og afhenti mér til lestrar. Virkaði bara vel. Ég hef talað fyrir því að taka upp sama verklag á mínu heimili, til dæmis að TikTok- myndbönd og Snapchat-skilaboð til barnanna fari til mín, ég prenti þau svo út og afhendi í framhaldinu. Hugmyndin hefur ekki náð flugi, aftur er hagsmunamatið ólíkt. Óendanlegur Þegar ég var 15 ára fór ég í fyrsta sinn á Ircið. Þetta var hrátt spjallborð, vísir að því sem koma skyldi. Maður valdi sér nafn og var svo kominn í hrókasamræður við einhvern um eitthvað. Þetta var fyrir tíma mynd- birtinga á netinu þannig að samtölin hófust á eins konar vottunarferli þar sem maður krafði viðmælandann um „ask“ (aldur/staður/kyn). Þegar það lá fyrir var hægt að meta hvort tilefni væri til að halda samtalinu áfram. Irc-nafnið mitt var „Infinite“ sem er í lauslegri þýðingu „unglingur í tilvistarkreppu að reyna að hljóma djúpur“ eða þá „óendanlegt“ ef maður vill bókstaflegu þýðinguna. Bítlarnir Framan af voru skoðanaskipti ekki helsta aðdráttaraf lið á netinu. Maður fór frekar á netið til að skoða einhvern fróðleik, las kannski grein um Bítlana, hvenær fyrsta platan kom út og í hve mörgum eintökum hún seldist en ekkert endilega mikið meira. Það var enginn sem sagðist hata Bítlana, hafði fengið þúsundir annarra til að deila þeirri skoðun og stóð svo í hatrömmum deilum við þá sem voru ekki sammála. Langt og hægt Einhverjir skrifuðu vissulega póli- tískar greinar og þá í löngu máli, einn vildi lága skatta og öflugt atvinnulíf og skrifaði kannski 800 orða grein um það, sá næsti svaraði með 1.200 orðum um hærri skatta og sterkt vel- ferðarkerfi. Umræðan einskorðaðist að mestu við stjórnmálamenn og álitsgjafa, hinn almenni maður var lítið að tjá sig. Þetta var frekar leiðin- legt og framvindan hæg, eins og að fylgjast með skák í sjónvarpi. Bloggið breytti þessu aðeins, þar gátu allir skrifað langhunda um þjóðfélags- mál sjálfir. En á endanum voru það samfélagsmiðlarnir sem brutu niður alla veggi, valdefldu okkur og gáfu öllum sem vildu rödd og vettvang til að taka afstöðu til alls sem gerist í heiminum. Að tagga heiminn Þetta er ein stærsta bylting okkar tíma, hefur fært okkur stóraukið aðgengi að upplýsingum og sett mál á dagskrá sem hefðu annars Þetta byrjaði allt saman með módemi ekki fengið athygli. En þeir hafa líka gefið okkur óheft aðgengi til að vaða í annað fólk. Ég get taggað for- seta Bandaríkjanna og kallað hann fávita. Eða formann húsfélagsins. Allt eftir því í hvaða stuði ég er hverju sinni, bara partur af leiknum. Ef gamla internetið var eins og sjónvörpuð skák er það nýja líkara tölvuleik, hröðum og agressívum skotleik þar sem allir geta vígbúist og tekið þátt, kommentað og sagt einhverjum að grjóthalda kjafti, fengið nokkur læk fyrir. Ekki málið. Listin að rökræða og setja sig í spor hins hefur gefið eftir fyrir því sjónar- miði að gagnstæðar skoðanir séu svo óæskilegar að það þurfi beinlínis að berjast gegn útbreiðslu þeirra. Ólaunaðar vaktir Ég velti því stundum fyrir mér hver græðir mest á þessum löngu, ólaunuðu vöktum okkar við skjáinn í sífelldum átakaham með tilheyr- andi smánunum, niðurlægingum og ásökunum. Getur verið að þetta taki toll af okkur? Fyrirtækin sem reka miðlana og framleiða tækin græða hins vegar vel. Ekki bara hafa þau forritað græj- urnar þannig að við séum þar sem mest, heldur nýttu þau tækifærið og greindu þetta stórfljót af skoð- unum og tilfinningum og kortlögðu okkur sem neytendur, kjósendur og þjóðfélagshópa. Til varð verð- mætasta markaðstæki heimsins. Mark Zucker bergerar heimsins gáfu okkur vissulega vettvanginn en sjálfboðavinna milljarða manns um heim allan gerði þá ofurríka. Úthúðað í þágu réttlætis Við vitum að baráttan er streitu- valdandi. En það breytir því ekki að við mætum samt áfram dag eftir dag. Á meðan við trúum hugmyndinni um að tvær manneskjur, hvor við sinn skjáinn, að úthúða hvor ann- arri í þágu einhvers málstaðar geti breytt heiminum, mun þessi snjó- bolti rúlla áfram með tilheyrandi stressi og kvíða. Eitt er víst, á meðan munu ein- hverjir aðrir hagnast á streðinu. n fjölskylduna“ „Ég kem með Á ferdalag.is getur þú fundið allt það helsta um ævintýrin sem Ísland hefur upp á að bjóða. Komdu með í ferðalag! FÖSTUDAGUR 6. ágúst 2021 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.