Fréttablaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 10
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Eftir bólu- setningu lands- manna á ekki lengur að einblína á smit. Stefna Íslands er einföld: Allir eiga að njóta mann- réttinda og frelsis, óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, kynein- kennum og kyntján- ingu. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Sóttvarnayfirvöld og stjórnmálamenn verða að gæta þess að tala ekki niður bólusetningar við Covid. Of oft hafa heyrst setningar eins og: „Við höfum orðið fyrir vonbrigðum með bólusetningarnar,“ og: „Bólsetningar hafa því miður ekki skilað því sem við bjuggumst við.“ Þessi orð eru eins og hunang á vörum andstæðinga bólusetninga sem margsmjatta á þeim. „Bólusetningar virka ekki, sjáið bara öll smitin,“ gelta afneitunarsinn- arnir. Margir þeirra halda því síðan fram, rétt eins og það sé hver önnur staðreynd, að bóluefnin hafi valdið meiri skaða en Covid. Í símatíma útvarpsstöðvar hélt einn hlustandi því fram, og sagðist hafa eftir erlendum lækni, að innan sex ára yrðu allir þeir sem fengið hefðu bólsetningu látnir. Þetta hljómar eins og krassandi söguþráður í metsölubók eftir meistara hryllingsins, Stephen King, en í raunveruleikanum ganga svona full- yrðingar engan veginn upp. Hlustandinn á útvarps- stöðinni var samt sannfærður, en rétt er að taka fram að umsjónarmaður þáttarins tók ekki undir þessa skoðun hans. Annar hlustandi hélt því síðan fram að erlendis hefðu bólusettar ófrískar konur í stórum stíl hnigið örendar niður. Sú sem þetta skrifar heyrði á dögunum konu fullyrða staðfastlega að í bólusetningu í Laugardalshöllinni hefði þríeykinu og Kára Stefánssyni verið gefin lyf- leysa. Kenningin er sú að Kári og þríeykið geri sér fulla grein fyrir því að bóluefnin séu stórhættuleg og því ekki látið sér detta í hug að láta sprauta sig með þeim og hætta eigin lífi. Ekki fylgdi þessari sömu sögu af hverju þessar þjóðhetjur væru svo miskunnarlausar að þær væru reiðubúnar að teyma þjóð sína nánast út í opinn dauðann. Og nú berast fréttir af nýjasta útspili andstæðinga bólusetninga, en þeir halda því fram að til standi að eitra fyrir börnum með því að bólusetja þau. Bólusetningarnar eru leið út úr Covid. Eftir bólu- setningu landsmanna á ekki lengur að einblína á smit heldur skoða alvarleg veikindi og dauða. Þarna er valt að treysta á mat fjölmiðla því þeir hafa unun af hasar og því fleiri smit sem greinast dag hvern, því meira áberandi verður fréttin um þau. Þá er ekki skrýtið að fólk fái á tilfinninguna að stórhætta sé á ferðum, þótt svo sé ekki. Enn á ný skal svo minnt á að við erum dauðlegar verur. Við veikjumst á ævinni, mismikið þó, en öll deyjum við á endanum. Það er vissulega hægt að vera í stöðugu tilfinningauppnámi vegna þeirrar staðreynd- ar, en það breytir engu um hina endanlegu niðurstöðu. Bólusetningarnar eru mikil blessun því þótt bólu- sett fólk smitist þá fær það vægari einkenni en ella og afar litlar líkur eru á andláti. Þessari staðreynd eiga sóttvarnayfirvöld að halda á lofti. Hún er öflugt vopn í baráttunni við hinn glórulausa en um leið hættu- lega áróður andstæðinga bólusetninga. Svo væri einnig ráð að sóttvarnayfirvöld og einstaka stjórnmálamenn létu af þeim hræðsluáróðri sem verið er að demba yfir þjóðina þessa dagana. Það er ekki innistæða fyrir honum, þótt almenningur sé farinn að trúa öðru. Enn á ný sannast hversu auðvelt er að hræða fólk. ■ Bólusetningar Brautirnar eru fáanlegar með mjúklokun Mikið úrval rennihurðabrauta frá Þýsk gæðavara. Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Hinsegin dagar á Íslandi eru lifandi vitnisburður um baráttu framsýnna eldhuga hér á landi og þá sigra sem unnist hafa í okkar heimshluta. Þar hefur Ísland verið í fremstu röð, þótt enn sé verk að vinna. Sums staðar í nálægum löndum á sér hins vegar stað hrein öfugþróun og höfum við ítrekað varað við henni. Það er hreinlega sorglegt að fylgjast með vest- rænum lýðræðisríkjum taka slík skref til baka þegar kemur að mannréttindum fólks. Í starfi mínu sem utanríkis- og þróunarsam- vinnuráðherra hef ég lagt ríka áherslu á að Ísland láti ekki sitt eftir liggja í baráttunni fyrir mannrétt- indum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Við gerum afdráttarlausar kröfur um að hvarvetna skuli virða réttindi hinsegin fólks. Við fylgjumst náið með og greinum það sem okkur þykir ábótavant og notum öll tækifæri til að koma að aðfinnslum. Því miður er ekki vanþörf á því, en í yfir sjötíu aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna er enn litið á samkynhneigð sem glæp. Þegar Ísland tók sæti í mannréttindaráði Sam- einuðu þjóðanna árið 2018 voru málefni hinsegin fólks sett á oddinn. Ísland er stofnfélagi í vinahópi um vernd gegn ofbeldi og mismunun á grundvelli kynhneigðar og kynvitundar. Á yfirstandandi mann- réttindaráðsþingi munu þrjár mikilvægar yfirlýsingar koma frá hópnum, þar á meðal um réttindi trans- kvenna. Ísland vinnur sömuleiðis náið með frjálsum félaga- samtökum við að standa vörð um mannréttindi hinsegin fólks, til dæmis í Equal Rights Coalition, bandalagi ríkja sem beitir sér fyrir réttindum hinsegin fólks. Á þessu ári verður beinn stuðningur Íslands til slíkra samtaka aukinn, en þau starfa meðal annars í samstarfslöndum okkar í þróunarsamvinnu þar sem mannréttindi hinsegin fólks eru víða fótum troðin, þar á meðal í Úganda og Palestínu. Stefna Íslands er einföld: Allir eiga að njóta mann- réttinda og frelsis, óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Því fjölbreytni er styrkur og allir litir regnbogans eiga að fá að ljóma. ■ Allir litir regnbogans Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarmála- ráðherra. RÚV-samningurinn góði Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV, upplýsti í vefþætti mbl.is að hann hefði fengið drauma- samning eftir að hafa verið rekinn sem framkvæmdastjóri. Páll Magnússon hafði nýtekið við sem útvarpsstjóri og byrjað að taka til á ríkisfjölmiðlinum. Hann rak alla framkvæmda- stjóra en samningur þulsins geð- þekka hljómaði þannig að hann mætti bara gera það sem hann vildi. Ef hann vildi skrifa fréttir væri það frábært en ef ekki væri það líka frábært. Ef hann mætti og gerði ekki neitt. Frábært. RÚV fær 4,5 milljarða á ári en tapaði samt 209 milljónum á síðasta ári. Spurning hvort margir séu enn á þessum samningum þar sem starfsmenn mega bara ráða því hvað þeir gera í vinnunni. Velkomin, Devos Betsy Devos, fyrrverandi menntamálaráðherra Banda- ríkjanna, hefst nú við á glæsi- snekkju sinni utan Akureyrar og lætur líða úr sér eftir stritið í ríkisstjórn Donalds Trump. Ólíkt ríkjandi stjórnvöldum í Bandaríkjunum, sem keppast nú við að afmá öll ummerki um Devos í menntakerfinu, er hún aufúsugestur hér á landi, enda stefnan að laða að eins auðuga ferðamenn og kostur er. Skiptir þá engu þótt hún ferðist á eigin samgöngutæki og hóteli, hafi sinn einkakokk og þjón og komi aldrei í land. ■ SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 6. ágúst 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.