Fréttablaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 2
Mótmæltu bólusetningum barna Tugir söfnuðust saman fyrir framan heilbrigðisráðuneytið í gær og mótmæltu bólusetningum barna með skilaboð um þau væru ekki tilraunadýr. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Aðalfundur Samtaka lungnasjúklinga verður haldinn mánudaginn 23. ágúst klukkan 17:00 í Sal 4 á Hotel Natura (Hótel Loftleiðum) Nauthólsvegi 52, 102 Reykjavík Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum samtakanna. 2. Tillaga að breytingu á heiti samtakanna. 3. Lagabreytingar. 4. Önnur mál. Vonumst til að sjá ykkur sem flest. Stjórnin. Aðalfundur Samtaka lungnasjúklinga Með fyrirvara um ástandið á covidfaraldrinum. Úlfar Lúðvíks- son, lögreglu- stjóri á Suður- nesjum. arnartomas@frettabladid.is ELDGOS Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu ítrekað á Facebook-síðu sinni hve hættu- legt það sé að stíga á hraunið á gos- svæðinu. Úlfar Lúðvíksson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, segir lítið hægt að gera til að koma í veg fyrir það. „Það eru alltaf einhverjir sem fara út á hraunið. Það verður seint komið alveg í veg fyrir það,“ segir hann. „Það eru kannski helst þeir sem eru næst vettvangi sem þurfa að hafa afskipti af þeim, en það hefur svo sem ekkert farið úrskeið- is.“ Úlfar telur að algengara sé að ferðamenn hætti sér út á hraunið en heimamenn en lítið sé við því að gera. „Við erum ekki að sekta fólk,“ segir hann. „Þetta tekur yfir- leitt hratt af og ef einhver verður vitni að þessu þá er viðkomandi einfaldlega beðinn um að fara af hrauninu.“ ■ Ekki sektað fyrir að stíga á hraunið thorvaldur@frettabladid.is ÍSLENSKA Kynhlutlausa persónufor- nafninu hán verður bætt við orða- bækur Stofnunar Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum en það hefur hingað til ekki verið að finna í orðabókum stofnunarinnar. Þórdís Úlfarsdóttir, rit stjóri vef orða bóka, staðfestir þetta og segir málið vera í vinnslu. Þórdís segist ekki geta svarað því hvenær hán muni bætast við orða- bækur Árnastofnunar enda taki þau inn ný orð í holskeflum, oftast á bilinu 20 til 100 orð í einu. Þórdís segir að ákvörðunin um að taka inn nýtt persónufornafn hafi ekki verið auðveld. „Við vitum að þetta er umdeilt ekki bara hjá stofnuninni heldur víða í samfélaginu. Af því að fornöfn eru svokölluð kerfisorð í málinu og maður leikur sér ekki að því að bæta við kerfisorðum bara einn góðan veðurdag,“ segir hún. Árnastofnun heldur úti ýmsum orðabókum og orðasöfnum á netinu og má þar til dæmis nefna Beygingarlýsingu íslensks nútíma- máls, Íslenska nútímamálsorðabók og Íslenskt orðanet. Gera má ráð fyrir því að persónufornafnið hán muni bætast við þessar orðabækur á næstu misserum. ■ Hán skráð í orðabækur Árnastofnunar Þórdís Úlfars- dóttir, rit stjóri vef orða bóka hjá Stofnun Árna Magnús sonar. Skipulags- og umhverfisnefnd hefur veitt leyfi fyrir eld- flaugaskoti frá Brimnesi. Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækniskrifstofu Íslands vonast til þess að eldflauga- geirinn hefji varanlegt starf á Íslandi. thorgrimur@frettabladid.is VÍSINDI Undirbúningur fyrir annað eldflaugaskot frá Brimnesi stendur nú yfir, en heimild þess efnis var veitt af skipulags- og umhverfis- nefnd Langanesbyggðar í júlí. Eldf laugin tilheyrir fyrirtækinu Skyrora, sem vinnur með Geim- vísinda- og tækniskrifstofu Íslands, eða Space Iceland, við eldflaugaskot frá Íslandi. Skyrora skaut síðustu flaug sinni af Langanesi í ágúst í fyrra. Líkt og þá er nú um að ræða tilraunaskot en lokamarkmiðið með eldflaug- unum er að bera gervihnetti á spor- baug. „Við erum núna farin í f laug sem heitir Skylark L,“ segir Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækni- skrifstofunni. „Hún er tólf metrar á hæð og getur flutt farm, sem hin gat ekki.“ Atli Þór segir að þrátt fyrir vinda- samt veðurfar geri ýmsir þættir Ísland ákjósanlegt fyrir eldflauga- skot. „Þegar maður er að velja skot- stað fyrir eldf laug þarf að hugsa um milljón hluti. Hér er auðvelt að finna staði sem eru með tiltölulega góða innviði en eru samt ekki inni í byggð. Loftrýmislöggjöf er líka til- tölulega þróuð og góð. Veðráttan hérna er náttúrlega eins og hún er. Það sem kemur á móti er að við eigum rosalega góð veðurgögn á Íslandi – bæði söguleg og erum með góða veðurþjónustu.“ Að sögn Atla áætlar Skyrora að skjóta flaugum nokkuð reglulega á loft að loknum tilraunaskotum en óljóst er hvort það verður á Íslandi. „Þess vegna erum við í Space Iceland með þessum aðilum, til þess að þeir komi með viðvarandi starfsemi hingað. Það er ákvörðun sem yfir- völd verða að taka og hvort þau vilji hafa svona starfsemi til frambúðar.“ „Ég held að yfirvöld séu hvorki mótfallin né virk í að laða þennan geira að,“ bætir Atli við. „Okkar upplifun hefur verið sú að þær stofnanir sem við vinnum með séu mjög hjálpsamar, en nýsköpunar- og atvinnustefnan á Íslandi er yfir- valda að ákveða.“ Atli segir eldflaugarnar umhverf- isvænar og leggur fram að gervi- hnettirnir verði nýttir í þágu umhverfisverndar. „Eldflaugarnar nota umhverfisvænt eldsneyti úr endurunnu plasti. Þær nota þotu- eldsneyti að einhverju leyti og nokkuð sem kallast HTP. Eldflaug- arnar eru úr evrópskum iðnaði, en ekki amerískar sem skilja eftir sig eiturský. Bíll eyðir meira á einu ári en svona eldflaug. Þær eru notaðar til að koma gervihnöttum á spor- baug sem við notum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og eiga að veita okkur gögn um loftslagsbreyt- ingar, súrnun sjávar og þannig.“ ■ Út í geim frá Langanesbyggð Síðustu tilraunaeldflaug Skyrora var skotið frá Langanesi í ágúst árið 2020. Næsta eldflaugaskot er einnig í tilraunaskyni en í þetta sinn mun eldflaugin geta borið farm. MYND/AÐSEND Ég held að yfirvöld séu hvorki mótfallin né virk í að laða þennan geira að. Atli Þór Fanndal hjá Geimvísnda og tækniskrif- stofunni. 2 Fréttir 6. ágúst 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.