Fréttablaðið - 23.07.2021, Page 10

Fréttablaðið - 23.07.2021, Page 10
Það er líka óþarfi að láta eins og það sé nán- ast guðlast að vera ósammála sóttvarna- lækni. ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Halldór n Frá degi til dags Ástand biðlista í geðheil- brigðis- kerfinu er ólíðandi í dag. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Almenningi var á sínum tíma sagt að aðgerðir á Covid-tímum miðuðu að því að sjúkrahús fylltust ekki af alvarlega veikum einstakl-ingum. Þjóðin tók því hertum aðgerðum stjórnvalda með samþykki. Síðan var almenningi sagt að leiðin út úr Covid væri bólusetning. Fyrir vikið streymdi fólk í bólusetningu. Nú er sagt að bólusetningar dugi ekki nægilega vel. Á sama tíma eru sjúkrahús ekki að fyllast af Covid-sjúklingum, fólk er ekki að deyja úr pestinni og langflestir sem veikjast finna fyrir litlum ein- kennum. Samt þarf að herða aðgerðir. Um leið má búast við mun meiri mótþróa hjá almenningi en áður. Fólk þarf að sjá vit í boðum og bönnum, ef það sér það ekki þá brýtur það reglur sem því finnst vera ósanngjarnar. Það er algjörlega ljóst að skerðingar á frelsi fólks í Covid-fárinu verða að vera eins vægar og mögu- legt er. Það er síðan ekki verjandi að viðhalda þeim þegar smitum fækkar og veikindi eru ekki alvarleg. Ekki sakar að hafa í huga að sjúkdómalaust samfélag verður aldrei til. Vonandi þykir það svo ekki dæmi um harðlyndi þegar bent er á að dauðinn er óum- flýjanlegur hluti af lífinu en ekki nýtilkomin ógn. Á undanförnum dögum hefur ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um sóttvarnaaðgerðir verið blásinn upp. Það er ofureðlilegt að þar séu skiptar skoðanir um þessi mál. Hér skal því haldið fram að það sé beinlínis æskilegt að einhugur ríki ekki. Hinar heftandi aðgerðir á Covid-tímum hafa tak- markað mannréttindi og athafnafrelsi fólks. Engin ástæða er til að því sé tekið með þögninni einni. Það er líka óþarfi að láta eins og það sé nánast guðlast að vera ósammála sóttvarnalækni. Á sínum tíma sagði þríeykið að gagnrýni væri nauðsynleg, ekki væri gott ef hætt væri að spyrja um nauðsyn aðgerða. Vonandi er þríeykið enn þessarar skoðunar. Einkennilegt er að horfa upp á það að viðhorf stjórnmálamanna til takmarkana og frelsissviptinga í Covid skuli fara eftir f lokkslínum. Sjálfstæðis- menn hafa verið ötulastir við að minna á mikilvægi einstaklingsfrelsisins. Í öðrum flokkum hafa menn varla leyft sér að efast og spurt fárra spurninga. Satt best að segja hefur verið ömurlegt að horfa upp á það gagnrýnisleysi. Þegar réttindi almennings eru skert eins og gerst hefur í Covid þá á fólk um leið rétt á að vita hversu lengi höft verði viðvarandi; sem sagt hvaða aðstæður þurfi að skapast til að þeim sé aflétt. Engin tegund hafta á síðan að festa sig í sessi og vera f lokkuð sem „eðlilegt ástand“. Íslenskir stjórnmálamenn hafa verið værukærir þegar kemur að því að huga að mannréttindum almennings á Covid-tímum. Frá þessu eru undan- tekningar og beinast þá augu fyrst og fremst að Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, sem stendur mannréttindavaktina af röggsemi. Á dögunum sagði hún: „Markmiðunum má ekki breyta í sífellu.“ Einmitt það hefur gerst, þjóðinni er sagt eitt í dag og annað á morgun. Slíkt dregur mjög úr vilja fólks til að fylgja reglum enda eru þær að taka stöð- ugum breytingum og verða æ mótsagnakenndari. n Gagnrýnisleysi LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook Líð á frettabladid.is allar um fólk, tísku menningu, heilsu og margt eira. Fylgstu með á frettabladid.is/lid Við höfum öll heyrt sögur af metnaðarfullum náms- mönnum sem sátu við lestur kvölds og morgna þar til að bækurnar gleyptu þá. Ungt fólk sem er sagt hafa orðið truflað á geði af of miklu námi. Talað er um að það hafi lært yfir sig eða lesið yfir sig. Það er að sjálfsögðu engin stoð fyrir þessum sögum. Lærdómur gerir fólk ekki veikt á geði. Aftur á móti er sumt fólk útsett fyrir geðsjúkdómum og algengast að þeir komi í ljós frá táningsaldri og fram að þrítugu, sem er sá tími sem fólk er gjarnan í námi. Rót vandans Þegar fólk er útsett fyrir geðsjúkdómi kunna ytri áhrif, á borð við álag og streitu, að koma einkennum af stað. Lestur er ekki sjálfstæður áhættuþáttur. Aftur á móti kann skortur á aðgengilegri þjónustu að seinka greiningum og gera tilvikin f leiri og alvar- legri. Þar komum við að rót vandans, að geðheil- brigðisþjónusta verði að vera tiltæk fyrir fólk sem þarf á henni að halda þegar það þarf á henni að halda. Ástand biðlista í geðheilbrigðiskerfinu er ólíðandi í dag. Sá vandi var meginstef í erindum á síðasta geðheilbrigðisþingi. Sérfræðingar eru meðvitaðir um vandann en geta ekki leyst hann, geta ekki veitt snemmtæka skilvirka þjónustu, án stuðnings stjórn- valda. Sálfræðiþjónusta er einnig aðgengilegri fólki á vinnumarkaði en í námi. Á námsárum, á áhættu- aldri, er fólk bæði tekjulægra en aðrir hópar og nýtur ekki niðurgreiðslu stéttarfélaga. Þess vegna er nauð- synlegt fyrir þennan hóp að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd af Sjúkratryggingum, líkt og Viðreisn lagði til og fékk samþykkt, en ríkisstjórnin hefur ekki fylgt eftir. Undirliggjandi vandi Nemandinn las því ekki yfir sig. Hann var með undirliggjandi geðsjúkdóm og á tímabili í lífinu þar sem þeir koma vanalega fram. Það hefði skipt hann sköpum að hafa greiðan aðgang að geðheilbrigðis- þjónustu. n Hann las ekki yfir sig Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson frambjóðandi Við- reisnar í Reykja- víkurkjördæmi suður. toti@frettabladid.is Steinskráin Hreinsun og viðhaldi stein- gerðu karlanna Kristjáns IX og Hannesar Hafstein, sem hafa lengi staðið vaktina fyrir framan stjórnarráðshúsið við Lækjartorg, miðar vel. Dana- konungur hefur þegar verið afhjúpaður en enn er verið að sinna fyrsta ráðherranum undir grænu neti. Engum sögum fer af því hvort skipt hafi verið um stjórnarskrá í framréttri hönd konungs enda harla ólíklegt að sú sem er klöppuð í stein og ekkert hefur hingað til fengið haggað hafi vikið fyrir þeirri nýju við þessa uppfærslu. Hitler milli vina Mark Zuckerberg hefur ansi hreint góða stjórn á mál- og tjáningarfrelsi þeirra milljóna sem framleiða fyrir hann efni í sjálf boðavinnu sem Facebook- notendur. Fátt sleppur í gegnum nálaraugu algrímahers Zucker- bergs og þannig lenti Illugi Jök- ulsson í skammarkróknum og stuttu banni fyrir að hafa birt mynd af Adolf Hitler í athuga- semd hjá fornvini sínum Agli Helgasyni. Vera, dóttir Illuga, upplýsti þetta þegar hún deildi vinsælli spurningaþraut föður síns í þvingaðri fjarveru hans. Betur fór þó en á horfðist þar sem Illugi losnaði um svipað leyti úr prísundinni. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 23. júlí 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.