Fréttablaðið - 23.07.2021, Síða 12
Fylgis-
menn
Vinstri
grænna
hafa með
afstöðu
sinni tjáð
sig með
skýrum
hætti um
það að
svona
ríkisstjórn
vilji þeir –
sennilega
aldrei –
aftur sjá.
Velferðaryfirvöld sendu frá sér yfir-
lýsingu um daginn þar sem þau full-
yrtu að borgin stæði sig óaðfinnan-
lega í þjónustu sinni við fatlað fólk
á sama tíma og hún tapaði máli í
héraðsdómi vegna rolugangs við
þjónustu fatlaðra!
Eru borgaryfirvöld vísvitandi að
slá ryki í augu okkar eða er sá sem
samdi yfirlýsinguna nýbyrjaður í
vinnunni og veit ekki betur?
Raunin er sú að yfirvöld standa
sig skammarlega í þjónustu við
fatlaða og hafa nánast gert upp á
bak í búsetumálum þeirra. Þessu
til staðfestingar má vísa í úrskurði
dómstóla og úrskurðarnefndar vel-
ferðarmála auk ótal hryllingsfrá-
sagna fatlaðs fólks og aðstandenda
þeirra.
Þegar borgin hreykir sér af því
að svo og svo margir hafi komist í
búsetuúrræði hjá borginni, hljómar
það eins og foreldri sem hreykir sér
af því að vera gott foreldri af því það
vanræki ekki öll börnin sín, bara
sum.
Borgarmeirihlutinn svífst einskis
í viðleitni sinni til að blekkja okkur.
Nýjasta útspilið var að skella skuld-
inni á LSH en þar á bæ virðast vera
„bófar“ sem benda fólki af lands-
byggðinni á að f lytja til Reykja-
víkur til að fá þjónustu. Það kemur
ekki á óvart að borgin skilji ekki
gildismat þeirra sem setja velferð
fólks ofar öðru og veiti leiðbeining-
ar eftir bestu getu. Borgin er nefni-
lega ekki örlát á leiðbeiningar fyrir
fatlaða og það eru fjölmörg dæmi
þess að fólk fær ekki upplýsingar
um þá þjónustu sem það á rétt á og
þarfnast.
Afsakanir borgarinnar fyrir van-
rækslu sinni eru margar og margvís-
legar en eiga það sammerkt að þær
halda ekki vatni.
Þegar barn fæðist með líkamleg
eða vitsmunaleg frávik eru talsverð-
ar líkur á því að það muni þurfa á
aðstoð að halda allt sitt líf. Um fimm
ára aldur er orðið nokkuð ljóst hver
þjónustuþörf barnsins verður og
hvort það muni þurfa á búsetuúr-
ræði og þjónustu borgarinnar að
halda. Borgin hefur því nægan tíma
til að undirbúa móttöku þess við 18
ára aldur eins og henni ber.
Borgin er þó algerlega óundirbúin
en það er vegna þess, að sögn borg-
arinnar, að fjöldi fatlaðra barna sem
fæðast á Íslandi er ekki endilega sá
sami og átján árum síðar. Sum þess-
ara barna gætu hafa f lutt í annað
bæjarfélag eða til útlanda eða jafn-
vel dáið. Þá stæði borgin uppi með
of margar íbúðir fyrir fatlaða! Þessi
rök eru varla svaraverð. Guð forði
okkur frá offramboði á þjónustu-
íbúðum fyrir fatlað fólk!
Aðrar álíka rökleysur og réttlæt-
ingar fyrir úrræðaleysi borgarinnar
eru skortur á fjármagni og skortur á
verktökum til að byggja fyrir fatlað
fólk. Það liggur við að ég finni til
með fólkinu sem þarf að finna upp
á svona vitleysu fyrir hönd borgar-
innar. Kannski heldur borgin að við
sem berjumst fyrir réttindum fatl-
aðs fólks, séum öll greindarskert og
þess vegna hægt að bjóða okkur upp
á hvað sem er.
Við vitum hvenær verið er að
reyna þagga niður í okkur og
kúga okkur til undirgefni. Það
gerir borgin með því að reyna að
fá okkur til að finnast við vera til-
ætlunarsöm, frek og ósanngjörn.
Til að gera okkur tortryggileg og
vanþakklát þegar við kvörtum,
bendir borgin á þjónustu eins og
liðveislu, stuðningsfjölskyldur og
skammtímavistun sem við eigum
að vera þakklát fyrir. Eftir 18 ára
aldur eiga þessi úrræði að vera
tímabundin meðan beðið er eftir
húsnæði en geta varað árum saman
og það eru ekki boðlegt fyrir full-
orðið fólk. Þetta eru ekkert annað
en skítareddingar og ekki til að
hreykja sér af.
Við 18 ára aldur ber fólk ábyrgð
á sjálfu sér og ábyrgð foreldra eða
annarra forráðamanna rennur út.
Borgin tekur við ábyrgð á því fólki
sem fötlunar sinnar vegna getur
ekki séð um sig á sama hátt og ófatl-
aðir.
Ég vildi óska að borgaryfirvöld-
um væri ekki, afsakið orðbragðið,
drullusama um fatlað fólk og sæju
sóma sinn í að axla ábyrgð sína og
veita þá þjónustu sem þeim ber
samkvæmt lögum í stað þess að
klóra yfir áhugaleysi sitt og van-
rækslu með lygaþvælu og þvaðri.
Ég veit að ég tala fyrir munn
margra sem eru langþreyttir á
óhóflegri bið eftir þjónustu og hafa
fengið sig fullsadda af froðusnakki
og innihaldslausum loforðum.
Hugur minn er hjá þeim sem eru
að ganga sín fyrstu skref með fötl-
uðu barni sínu. Álagið við að eignast
og annast fatlað barn er gríðarlegt
og ekki á það bætandi. Það er ein-
læg von mín að næsta kynslóð muni
ekki þurfa að ganga sömu þrauta-
göngu og við sem eldri erum. n
Bull borgaryfirvalda
Ásta Kristrún
Ólafsdóttir
foreldri,
sálfræðingur og
kennari.
Margt gerist undarlegt í stjórn-
málum. Það verður þó að teljast hátt
stig undarlegheitanna, þegar fylgis-
menn Vinstri grænna eru nánast
upp til hópa, 71% þeirra, óánægðir
með og á móti ríkisstjórn, sem
þeirra eigin formaður, Katrín Jak-
obsdóttir, leiðir.
Á sama hátt er það auðvitað meira
en óvenjulegt, að 88% Sjálfstæðis-
manna og 82% Framsóknarmanna,
en þetta fólk, ásamt með Miðflokks-
mönnum, verður að teljast langt
til hægri, úti á íhaldsjaðrinum,
skuli vera ánægt með og styðja
ríkisstjórn, sem formaður Vinstri
grænna, sem á að vera einna lengst
úti á vinstri vængnum, leiðir.
Ofangreindar staðreyndir um
óvinsældir og vinsældir ríkisstjórn-
ar Katrínar Jakobsdóttur byggjast
á skoðanakönnun Maskínu, fyrir
fréttastofu Sýnar frá 6. júlí sl.
Hvað skýrir þessa bráðundarlegu
og óvenjulegu stöðu?
Menn þurfa ekki að kafa djúpt í
skilningarvitin til að átta sig á, að
til að Sjálfstæðismenn og Fram-
sóknarmenn, nánast upp til hópa,
séu ánægðir með tiltekna ríkis-
stjórn, hljóti hún að uppfylla þeirra
hugmyndir og óskir um stefnumál
og pólitík. Hafa stefnumál þessara
manna í háum heiðri.
Á sama hátt er það sjálfgefið,
að óánægja fylgismanna Vinstri
grænna með sömu ríkisstjórn, líka í
yfirgnæfandi mæli, hljóti að stafa af
því, að þessi ríkisstjórn hafi virt að
vettugi, eða skort vilja og getu, til að
koma þeirra stefnumálum á dagskrá,
og, það sem meira er, í framkvæmd.
Ég taldi upp í grein hér í blaðinu
24. júní sl. fimm megin stefnumál
Vinstri grænna, sem áttu að komast
í framkvæmd í þessari ríkisstjórn,
en fóru öll í vaskinn:
Friðun hvala, þjóðgarður á mið-
hálendinu, friðun villtra spendýra
og fugla, stórt skref í loftslagsvernd
og endurskoðun stjórnarskrár. Allt
í lok dags bara sápukúlur, sem svifu
upp í háloftin.
Fylgismenn Vinstri grænna hafa
með afstöðu sinni tjáð sig með
skýrum hætti um það, að svona
ríkisstjórn vilji þeir – sennilega aldr-
ei – aftur sjá.
En hver er afstaða prímadonn-
unnar sjálfrar, Katrínar? Lengst af
og, þegar ég heyrði síðast til hennar
með þetta, virtist hún vera hin
hressasta og ánægðasta með þessa
ríkisstjórn og alveg til í annan svona
ríkisstjórnardans.
Já, það er margt skrýtið í kýr-
hausnum.
Ofangreint er auðvitað meira
innlegg í hugleiðinguna um stöðu
formanns Vinstri grænna gagnvart
sínum flokks- og fylgismönnum, og,
þá um leið, stöðu þeirra gagnvart
formanni. Getur hér verið mikið eða
nokkuð eftir af gagnkvæmum skiln-
ingi, harmóníu og trausti, má spyrja.
Nú kunna ýmsir að hugleiða
og vilja velta upp, af hverju nefnir
maðurinn ekki „góðu mál“ for-
sætisráðherra, Vinstri grænna og
ríkisstjórnarinnar, í stað þess að
tönglast bara á vanhöldum, stuðn-
ingssveiflum og sundurþykkju.
Í huga undirritaðs eru tvö stór-
mál, sem f lokka má sem „góðu
málin“: Stjórn efnahagsmála og
bólusetningarátak og -árangur. Það
er þá sjálfsagt, að líta yfir þau líka.
Hvoru tveggja eru þetta stór mál
og góð, en spurningin verður: Voru
hér einhver sérstök afrek unnin,
sem tilefni gæfu til sérstaks hróss
eða vinsælda?
Ríkisstjórnin tók umfangsmikil
lán, innanlands og erlendis – þau
erlendu með gengisáhættu – fyrir
samtals um 500 milljarða. Þessu
fé var svo miðlað til fyrirtækja og
almennings, líka til sveitarfélaga
og annarra aðila í þjóðfélaginu til að
gera þeim kleift að komast í gegnum
og lifa af þau vandræði, sem Covid
olli.
Þetta var gert með nokkuð skyn-
samlegum og skipulegum hætti,
þannig, að aðgerðir tókust vel. Þetta
er þó ekkert meira eða merkilegra
heldur en það, sem nánast allar
aðrar ríkisstjórnir hins vestræna
heims gerðu; lán voru tekin til að
halda mönnum og málefnum gang-
andi meðan pestin varði.
Lausnin var lántaka, sem við og
komandi kynslóðir þurfum svo að
standa skil á. Að mestu tilfærsla
vandans.
Reyndar gerði ríkisstjórn Íslands
það, sem engin önnur ríkisstjórn lét
sér einu sinni detta í hug: Hún verð-
launaði fyrirtæki í stórum stíl, ekki
fyrir að ráða menn í vinnu, heldur
fyrir að segja þeim upp. Undirrit-
aður kann að vera tregur, en þessa
aðferð skildi hann aldrei vel.
Varðandi bólusetningar og góðan
árangur í þeim, þarf tvennt til: Bólu-
efnið og heilbrigðiskerfi og starfs-
menn þar, sem geta bólusett hratt,
skipulega og vel.
Þökk sé því, að ESB gekk strax í
það að fjármagna þróun og fram-
leiðslu bóluefnis, vorið 2020, um
leið og sambandið tryggði sér fyrsta
aðgang að bóluefni fyrir ESB-ríkin
27, svo og Ísland og Noreg, hjá sex
leiðandi lyfjafyrirtækjum, með
milljarða fjárframlagi í evrum, og
þökk sé vinarhug Ursulu von der
Leyen, forseta ráðherraráðs ESB,
gagnvart Íslandi og Íslendingum,
tókst að útvega bóluefni fyrir meg-
inþorra þeirra, sem bólusetja átti,
f ljótt og vel.
Hér valdi ríkisstjórnin leiðina, þá
einu réttu, með ESB, og hafði milli-
göngu um samskiptin og viðskiptin,
sem var allt gott og þakka má fyrir,
en hér voru heldur engin afrek
unnin af hálfu ríkisstjórnarinnar.
Stýring og aðgerðir í faraldrinum
voru í höndum sóttvarnalæknis
og heilbrigðisyfirvalda, embættis-
manna og starfsliðs, og komu til-
lögur um framgang og aðgerðir á
hverjum tíma frá þeim, sem ríkis-
stjórn lagði svo blessun sína mest
yfir.
Þetta tókst allt vel, en megin
þakklætinu fyrir árangurinn verð-
ur þó að beina að stjórnendum og
starfsmönnum heilbrigðiskerfisins;
hlutur forsætisráðherra og ríkis-
stjórnar er hér nokkur, en ekki í
þeim mæli, að hann verðskuldi
þreföld húrrahróp. n
71% Vinstri grænna styður ekki ríkisstjórn síns eigin formanns
Ole Anton
Bieltvedt
alþjóðlegur kaup-
sýslumaður og
stjórnmálarýnir.
Nú hefur Ísland mótað sér gervi-
greindarstefnu. Hvernig henni skal
hrundið í framkvæmd er í vinnslu
í forsætisráðuneytinu. Vegna þessa
áttu fulltrúar frá Mænuskaða-
stofnun Íslands fund með Katrínu
Jakobsdóttur forsætisráðherra og
óskuðu eftir að hún tilnefndi leit
að lækningu á mænuskaða/lömun
sem eitt af gervigreindarverk-
efnum Íslands. Í því fælist að tölvu-
keyra rannsóknargagnabanka um
mænuskaða og annað skráð efni um
grunnrannsóknir í mænu með hag-
nýtingu gervigreindar. Markmiðið
væri að finna sameiginleg munstur
og annað í rannsóknunum sem
hjálpar heiminum nær lækningu.
Forsætisráðherra tók vel í þetta og
mæltist til þess við nærstadda emb-
ættismenn að beiðni Mænuskaða-
stofnunar yrði skoðuð í þessu ljósi.
Um eða eftir næstu áramót ætti að
verða ljóst hvort þetta verður að
veruleika.
Undanfarin ár hefur Mænuskaða-
stofnun Íslands, Guðlaugur Þór
Þórðarson utanríkisráðherra, Diljá
Mist Einarsdóttir aðstoðarmaður
hans og Lilja Dögg Alfreðsdóttir vís-
indamálaráðherra ásamt embættis-
mönnunum Maríu Mjöll Jónsdóttur
og Önnu Lilju Gunnarsdóttur og
sendiráðum Íslands í Genf og New
York unnið ötullega að því að vekja
athygli háttsettra aðila innan Sam-
einuðu þjóðanna og Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar WHO
á að hrinda þurfi af stokkunum
fjölþjóðlegu átaki í þágu lækninga í
taugakerfinu. Því hefur ofangreint
fólk komið orðunum lækning og
möguleg lækning á mænuskaða og
í taugakerfinu inn í samþykktir og
stefnuyfirlýsingar beggja stofnan-
anna ásamt orðum eins og hag-
nýting gervigreindar og f leiru. Nú
er svo komið að á næsta ári stendur
til að WHO ýti úr vör áratugar átaki
í þágu taugakerfisins og er þá allt
innifalið, forvarnir, umönnun, með-
ferðir og lækning. Er það óþrjótandi
vinnu Íslands að þakka að lækning í
taugakerfinu er þar með.
Nú er að hugsa stórt, Íslendingar,
og ráðast á garðinn þar sem hann
er hæstur. Nú er rétti tíminn til
að fylgja því eftir með athöfnum
sem við höfum komið á blað hjá
WHO. Gerum allt sem í okkar valdi
stendur til að loksins verði hægt að
lækna lama manninn. Fyrsta skrefið
er að samþykkja að leit að lækn-
ingu við mænuskaða/lömun verði
útnefnd sem eitt af gervigreindar-
verkefnum Íslands. Síðan þarf við-
eigandi stjórnvald að leita eftir því
við stjórn WHO að hún hvetji aðrar
þjóðir til að taka aðra sjúkdóms-
flokka í taugakerfinu og gera það
sama og við. Þannig gæti tekist að
ná fram þeirri samstöðu heimsins
sem þarf til að finna lækningu við
lömun og öðrum meinum í hinu ill-
viðráðanlega taugakerfi.
Greinarhöfundur þakkar þeim
tugum þúsunda Íslendinga sem
veitt hafa mænuskaðaverkefninu lið
í gegnum árin og sem er undirstaða
þess árangurs sem nú hefur náðst. n
Hugsum stórt Íslendingar
Auður
Guðjónsdóttir
stjórnarformaður
Mænuskaðastofn-
unar Íslands.
Þegar borgin hreykir
sér af því að svo og
svo margir hafi komist
í búsetuúrræði hjá
borginni, hljómar það
eins og foreldri sem
hreykir sér af því að
vera gott foreldri af því
það vanræki ekki öll
börnin sín, bara sum.
Nú er að hugsa stórt,
Íslendingar, og ráðast á
garðinn þar sem hann
er hæstur.
12 Skoðun 23. júlí 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ