Fréttablaðið - 20.07.2021, Page 4

Fréttablaðið - 20.07.2021, Page 4
Allt er þetta gert í samráði við sérfræð- inga sem meta áhættu og slíkt og auðvitað kom þetta öllum á óvart. Gísli Sigurðs- son, formaður byggðarráðs Skagafjarðar. Sérfræðingur hjá Veður- stofunni hafði sagt mikla hættu til staðar í Varmahlíð áður en aurskriðan féll þar fyrir þremur vikum, segja íbúar sem telja „yfirvofandi hættuástand“ vera á svæðinu. Formaður byggðarráðs segir skriðuna hafa komið öllum á óvart. gar@frettabladid.is VARMAHLÍÐ „Nokkrir íbúar hafa ítrekað verið í sambandi við starfsmenn sveitarfélagsins vegna ástandsins, en lítil viðbrögð fengið,“ segir í bréfi íbúa níu húsa í Varma- hlíð þar sem aurskriða féll 29. júní síðastliðinn. Aurskriðan olli talsverðu tjóni og var ráðist í aðgerðir til að koma í veg fyrir vatnsaga í hlíðinni þar sem skriðan féll. „Íbúar Varmahlíðar eru afar slegnir yfir þessum atburðum, ekki síst vegna þess að búið er að benda á að ástand jarðvegs og vatns- mála á svæðinu hefur ekki verið í lagi mánuðum saman,“ segir í bréfi íbúanna sem skrifað er til sveitar- stjórnar Skagafjarðar Segjast íbúarnir vilja að sveitar- stjórnin komi til fundar við þá „vegna þess neyðarástands sem ríkir í norðurhluta Varmahlíðar“. Gefið er til kynna í bréfi íbúanna að aurskriðan hefði ekki átt að koma mönnum í opna skjöldu. Þannig hafi sérfræðingur frá Veðurstofu Íslands „talið mikla hættu til staðar“, eins og segir í bréfinu. Með því fylgir afrit af samskiptum þessa starfsmanns Veðurstofunnar við sveitarfélagið. „Íbúar líta svo á að um yfirvof- andi hættuástand sé að ræða, þó búið sé beisla eitthvað af vatninu á svæðinu. Ljóst er að enn er mik- ill vatnsagi víða í umhverfinu og óvissa um hvaða aðgerða þarf og á að grípa til, svo tryggja megi öryggi íbúa og fyrirbyggja frekara tjón, svo ekki sé talað um slys á fólki,“ segir í bréfi íbúanna. Gera þurfi nákvæmar jarðvegsrannsóknir og kortleggja hættur sem kunni að „ógna mann- virkjum og setja um leið líf íbúa í hættu“. Byggðarráð Skagafjarðar tók bréf íbúanna fyrir í síðustu viku og ákvað að haldinn yrði fundur með þeim í þessari viku en af honum verður þó ekki fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. „Það er enn verið að vinna úr gögnum í málinu og ekki vit í að vera með fund nema vera með almenni- legar upplýsingar,“ segir Gísli Sig- urðsson, formaður byggðarráðs, sem tekur ekki undir að sveitarfélag- ið hafi flotið sofandi að feigðarósi. „Allt er þetta gert í samráði við sérfræðinga sem meta áhættu og slíkt og auðvitað kom þetta öllum á óvart. Það er verið að reyna að beisla þetta jarðvegsvatn sem er þarna og menn eru lítið farnir að geta horft á uppbygginguna,“ segir Gísli. Segjast íbúarnir vilja vita hvaða áætlun sveitarfélagið hafi til að bregðast við því neyðarástandi sem sé uppi. „Það hlýtur að vera for- gangsverkefni hvers sveitarfélags að tryggja öryggi íbúa sinna.“ Samkvæmt fyrrgreindum sam- skiptum starfsmanns Veðurstof- unnar við sveitarfélagið er ástandið enn varhugavert. Myndast hafi um eins metra hátt jarðvegs-brotstál, sem muni ekki geta staðið þannig lengi. „Bakkinn fyrir ofan mun því síga fram þar til halli brekkunnar hefur náð jafnvægi á nýjan leik,“ segir í tölvuskeyti sérfræðingsins. „Lík- legast finnst mér að þetta gerist fremur hægt og rólega en mikill vatnagangur gæti þó hraðað ferlinu mjög og þetta fallið fram í einni skyndingu.“ n Íbúar segja hættuástand yfirvofandi Á Laugavegi er gatan farin að síga verulega ofan Laugahlíð- ar við Sauðár- króksbraut, segja íbúar í Varmahlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK. 9.202.300 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 thg@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Aflabrögð í Barents- hafinu hafa verið undir væntingum þetta sumarið, að því er kom fram á vefsíðu Síldarvinnslunnar í gær. Rætt er við Bjarna Ólaf Hjálmarsson, skip- stjóra frystitogarans Blængs NK, er skipið sneri til baka úr 40 daga veiði- ferð í Barentshafið síðustu helgi. „Fiskgengd í Barentshafinu virðist einfaldlega vera mun minni en hefur verið á þessum árstíma undanfarin ár. Eins er fiskurinn sem veiðist mun smærri en áður,“ er haft eftir Bjarna Ólafi. Íslensk skip sækja fyrst og fremst þorsk í Barentshafið. Aflaverðmætið í veiðiferð Blængs í Barentshafið var 256 milljónir, en á síðustu árum er algengt að slíkir túrar hafi skilað yfir 400 milljónum. n Döpur veiði í Barentshafi Barentshafsþorskurinn er smærri þetta árið en vaninn er. hjorvaro@frettabladid.is COVID-19 „Við erum ekki að finna fyrir því að okkar viðskipta- vinir sem eru staddir erlendis séu óánægðir með þá ákvörðun sem til- kynnt var um í gær. Það sem er verst eru dagarnir þar sem óvissa er um hvort herða eigi aðgerðir eður ei,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar, um hertar reglur á landamærum sem taka eiga gildi í næstu viku. Þær reglur kveða á um að bólu- settir einstaklingar sem koma hing- að til lands þurfi að framvísa gildu neikvæðu PCR-prófi við komuna til landsins. Fólk getur annaðhvort fram- vísað PCR-prófi eða hraðprófi og taka nýju reglurnar gildi 26. júlí, á mánudag í næstu viku. Covid- prófin mega ekki vera eldri en 72 tíma gömul. „Við finnum alveg mælanlegan mun á bókunum hjá okkur á meðan óvissa ríkir um takmarkanir annars vegar og eftir að ákvarðanir liggja fyrir hins vegar. Bókanir í ferðir tóku til að mynda mikinn kipp eftir að ákvörðunin lá fyrir í gær. Það er óvissan sem er okkar versti óvinur,“ segir Þórunn. Sömu reglur verða áfram í gildi um óbólusetta, það er að þeir þurfa að fara í skimun á f lugvelli, í fimm daga sóttkví og svo í skimun. Enn fremur verður mælst til þess, það verður ekki skylda, að þeir sem eru með tengslanet hér á landi fari í skimun innan sólarhrings frá komu til landsins. „Við hjá Úrval Útsýn munum í framhaldinu kynna þær reglur sem taka gildi í næstu viku vel fyrir þeim sem bóka ferðir hjá okkur. Svo er það bara eins og áður að við brýnum fyrir þeim sem ferðast á okkar vegum að fara varlega og gæta að persónubundnum sótt- vörnum,“ segir forstjórinn um fram haldið. n Óvissan verri en ákvörðunin um framvísun neikvæðs prófs Hertar aðgerðir fæla ekki ferða- þyrsta Íslendinga frá plönum sinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR mhj@frettabladid.is VESTMANNAEYJAR Þjóðhátíðarnefnd hefur ekki áhyggjur af því að farald- urinn eyðileggi Þjóðhátíð. Nefndin er undir allt búin, einnig möguleg smit meðal gesta. Nefndin fundaði síðast með þar til bærum yfirvöldum í gær og Hörður Orri Grettisson, formaður nefndar- innar, segir hana undir allt búna. n Smit munu ekki stöðva Þjóðhátíð 4 Fréttir 20. júlí 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.