Fréttablaðið - 20.07.2021, Side 6
Þróun á viðhorfum til verkaskiptingar á heimilum
Þvo þvott Fjármál heimilisins
1992 19922006 20062014 2014
Spurt var hver ætti að sjá um tiltekin verk, þegar bæði kynin eru útivinnandi.
n Stelpur n Strákar
46
,5
% 57
,3
%
42
,1
%
34
,7
%
64
,5
%
53
,2
%
0,
3% 5
,5
%
0,
6%
0,
8%
7,
6%
6,
0%
28
,6
% 44
,7
%
54
,8
%
24
,6
%
75
,0
%
71
,2
%
0,
2% 3
,1
%
0,
5%
0,
4%
5,
5%
3,
4%
58
,3
%
76
,0
%
5,
5%
3,
1%
20
,9
%
27
,9
%
36
,2
%
15
,1
%
50
,7
%
41
,6
%
66
,2
%61
,0
%
33
,5
%
81
,5
%
LYFSALINN GLÆSIBÆ Opið 8.30 - 18.00 Sími 517 5500 / glaesibaer@lyfsalinn.is
LYFSALINN VESTURLANDSVEGI Opið 9.00 - 22.00 Sími 516 5500 / vesturlandsvegur@lyfsalinn.is
LYFSALINN URÐARHVARFI Opið 9.00 - 17.30 Sími 516 5505 / urdarhvarf@lyfsalinn.is
Glæsibær Vesturlandsvegur Urðarhvarf
www.lyfsalinn.is
APÓTEK LYFSALANS
gar@frettabladid.is
ÁRNESHREPPUR Breytingar á aðal
skipulagi og deiliskipulagi opna
fyrir sumarhús á fjórtán nýjum
lóðum á eyðijörðinni Dröngum í
Árneshreppi.
Í umf jöllun hreppsnef ndar
Árneshrepps segir að Náttúrufræði
stofnun telji þetta fela í sér umfangs
mikla breytingu á landnotkun.
„Þessu mun f ylgja töluverð
ásýndarbreyting og aukin umsvif
sem geta falið í sér hættu á raski
og mengunaróhöppum. Að mati
stofnunarinnar hefði mátt stíga var
færnari skref, til dæmis með því að
leyfa færri hús til að byrja með þar
sem lítið er um mannvirki á svæð
inu í dag,“ er vitnað til sjónarmiða
Náttúrufræðistofnunar í fundar
gerð sveitarstjórnar.
Hreppsnefndin segir hins vegar
að svæðið sé skilgreint fyrir frí
stundabyggð. „Auk þess vekur
nefndin athygli á því að við hönn
un byggðarinnar var leitast við að
halda áhrifum á ásýnd í lágmarki og
þá metur nefndin að lítil hætta sé á
raski og mengunaróhöppum með
tilliti til þess að umferð ökutækja
verður mjög takmörkuð,“ segir
hreppsnefndin.
Þá segja heimamenn uppbygging
una dreifast yfir margra ára tímabil.
Ein lóðin er umhverfis súrheys
turn sem breyta á í frístundahús.
„Einnig er gert ráð fyrir að endur
byggja gömlu fjárhúsin í upp
runalegri mynd og nýta þau sem
sameiginlegt gistirými og sam
komustað. Auk þess er gert ráð
fyrir að endurbyggja og lagfæra
hesthús og skemmu.“ n
Heimila lóðir fyrir fjórtán sumarhús á eyðijörðinni Dröngum
Drangar í Árneshreppi.
Íslenskir unglingar verða jafn
réttissinnaðri með ári hverju
hvað varðar verkaskiptingu á
heimilum. Árið 2006 sker sig
þó úr þegar bakslag varð.
urduryrr@frettabladid.is
JAFNRÉTTISMÁL Viðhorf ungmenna
á Íslandi gagnvart verkaskiptingu
inni á heimilunum virðast verða
jafnréttissinnaðri með tímanum en
þróunin er ekki línuleg, samkvæmt
Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur,
lektor í félagsfræði við Háskólann
á Akureyri.
Andrea vann rannsókn ásamt
Einari Baldvin Þorsteinssyni, dós
ent í sálfræði, og Þóroddi Bjarna
syni, prófessor í félagsfræði, sem
birtist í gær í tímaritinu Adolesc
ents. Í rannsókninni eru borin
saman gögn um viðhorf tíundu
bekkinga frá árunum 1992, 2006 og
2014.
Andrea segir niðurstöður á svip
uðu róli árin 1992 og 2014 en árið
2006 skar sig úr. Þá voru viðhorf
íhaldssamari og f leirum fannst
til dæmis að konur ættu að sjá um
hefðbundin heimilisstörf eins og að
þvo þvott og þrífa.
Þótt ekki sé hægt að staðhæfa
neitt telur Andrea ekki ólíklegt að
viðhorf krakkanna endurspegli að
einhverju leyti þær fyrirmyndir
sem þeir hafa á heimilum sínum.
Þá telur hún líklegt að bakslagið
tengist stemningunni á Íslandi
stuttu fyrir hrun. „Það var gríðarleg
áhersla á samkeppnisumhverfi
og einstaklingshyggju en minni á
sameiginlega baráttu,“ segir hún.
Stemningin sem skapaðist á þessum
tíma í samfélaginu hefur að hennar
sögn smitað frá sér í alla kima en
eftir hrun hafi það breyst og meira
pláss hafi þá skapast fyrir sameigin
lega baráttu.
Þá segir hún að eitt af því sem
hafi komið fram í rannsókninni sé
að stelpur hafi á öllum tímabilunum
haft jafnréttissinnaðri viðhorf en
Jafnréttisviðhorf tóku dýfu fyrir hrun
Andrea Sigrún
Hjálmsdóttir,
lektor við hug-
og félags-
vísindasvið
Háskólans á
Akureyri.
strákarnir og svari oftar að hjón eigi
að skipta með sér verkum. „Það er í
samræmi við erlendar rannsóknir
að stelpur eru almennt jafnréttis
sinnaðri en strákar,“ segir Andrea.
Nýrri tölur eru ekki aðgengilegar
ennþá en Andrea vonast til að geta
borið þær saman við rannsóknina
þegar að því kemur. „Núna er rosa
margt að gerast í samfélaginu, eins
og MeToo til dæmis, sem er ekki
ósennilegt að muni hafa heilmikil
áhrif,“ segir Andrea. Hún er bjart
sýn á að byltingar síðustu mánaða
og ára leiði af sér enn sterkari kröfu
um aukið jafnrétti.
Nú þegar hafi miklar fram
farir orðið í jafnréttisbaráttunni en
áherslan sé mest á opinbera rýmið
og heimilið hafi oft gleymst, sér
staklega hefðbundin heimilisverk.
Þó sé áberandi að karlar hafa verið
að koma sterkir inn hvað varðar
uppeldi barna.
„Svo má ekki gleyma því að jafn
rétti er ekki línuleg þróun heldur
þarf alltaf að halda baráttunni lif
andi,“ segir Andrea.
Unnið var með gögn úr rannsókn
sem heitir Heilsa og lífskjör skóla
nemenda. Viðhorfin virtust ekki
hafa breyst mikið á árunum 1992
til 2014. Á niðurstöðunum má sjá að
krakkarnir tengdu það að þvo þvott,
elda mat, þrífa og kaupa í matinn
mest við konur.
Það að huga að litlum börnum á
nóttunni, fara á foreldrafundi og
vaska upp var tengt við bæði kynin
nokkuð jafnt en þó aðeins meira
við konur. Að huga að fjármálum og
gera við hús og bíla var í mun meiri
mæli tengt við karla. n
thorgrimur@frettabladid.is
HOLLAND Að minnsta kosti 195 hafa
látist í hamfaraflóðum í VesturEvr
ópu undanfarna viku. Hollendingar
hafa sloppið betur en nágranna
ríkin og hafa engin dauðsföll vegna
flóða verið tilkynnt þar.
„Við sáum bylgjuna betur fyrir
og hvert hún stefndi,“ sagði Jeroen
Aerts, sérfræðingur við Fríháskól
ann í Amsterdam, í viðtali við CNN
en vatnsvarnir Hollands þykja með
þeim bestu í heimi.
Jeff Da Costa, vatnsveðurfræð
ingur við Háskólann í Reading,
segir viðbrögðin í Þýskalandi hafa
einkennst af skipulagsleysi og fálæti
gagnvart viðvörunum. Viðbún
aður Hollendinga kunni að reynast
öðrum löndum fyrirmynd á kom
andi árum þar sem hamfarir vegna
úrkomu muni aukast á næstu árum
sökum loftslagsbreytinga. n
Varnir Hollands
stóðust raunina
Bærinn Bromme í Hollandi er illa
farinn eftir flóðin. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
thorgrimur@frettabladid.is
HAÍTÍ Claude Joseph, starfandi for
sætisráðherra Haítí mun víkja úr
embætti fyrir Ariel Henry, sem hafði
verið útnefndur forsætisráðherra
af Jovenel Moïse forseta tveimur
dögum áður en hann var myrtur.
Joseph varð starfandi forseti Haítí
eftir morðið á Moïse 8. júlí. n
Ariel Henry tekur
við stjórn á Haítí
Skoðuð voru viðhorf 10. bekkinga frá 1992, 2006 og 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
6 Fréttir 20. júlí 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ