Fréttablaðið - 20.07.2021, Page 11

Fréttablaðið - 20.07.2021, Page 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 20. júlí 2021 Eva segir að mikill árangur hafi náðst í baráttunni gegn kynferðisofbeldi síðan fyrsta Druslugangan fór fram árið 2011 og þolendur fái nú miklu meiri stuðning og bjóðist fleiri úrræði en nokkru sinni. En hún segir umræðuna líka sýna að það sé enn mikil þolendaskömmun og gerendameðvirkni í samfélaginu og hana þurfi að uppræta. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Enn þörf fyrir Druslugönguna Druslugangan fer fram í tíunda sinn á laugardag. Eva Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda, segir að þó að mikill árangur hafi náðst í baráttunni gegn kynferðisofbeldi sé enn mikil ger- endameðvirkni og þolendaskömm í samfélaginu og því sé enn þörf fyrir Druslugönguna. 2 Gangan hefst við Hallgrímskirkju. sandragudrun@frettabladid.is Vesenisferðir hafa í sumar boðið upp á léttar síðdegisgöngur í mið­ borg Reykjavíkur í samstarfi við Sumarborgina. Göngurnar eru síðdegis á þriðjudögum og byrjuðu í júní en í kvöld er næstsíðasta gangan að þessu sinni. Í kvöld verður lögð áhersla á byggingar­ listina í borginni og stoppað verður hjá nokkrum af þeim byggingum sem arkitektinn Guðjón Samúels­ son teiknaði, en hann teiknaði margar af helstu byggingum mið­ borgarinnar. Lagt verður af stað frá Hall­ grímskirkju klukkan 18.00 en tíu mínútum fyrir brottför verða gerðar nokkrar Müllersæfingar. Gangan endar í Lækjargötu. Hreyfing og fræðsla Guðjón Samúelsson var skipaður í stöðu húsameistara ríkisins árið 1920 og gegndi embættinu í þrjátíu ár. Hann teiknaði á þeim tíma flestar opinberar byggingar ríkisins og kom að skipulagsmálum í fjölda bæja á Íslandi. Meðal þekktustu bygginga hans í Reykjavík eru aðal­ bygging Háskóla Íslands, Eimskipa­ félagshúsið, Hallgrímskirkja, aðal­ bygging Landspítalans, Sundhöllin og Hótel Borg. Byggingarnar eru of margar til að hægt sé að stoppa við þær allar í stuttri gönguferð en fyrir þau sem hafa áhuga á byggingarlist og sögu borgarinnar er tilvalið að skella sér í létta göngu í kvöld. n Fræðandi kvöldganga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.