Fréttablaðið - 20.07.2021, Side 19

Fréttablaðið - 20.07.2021, Side 19
FASTEIGNIR. FRETTABLADID.IS Fasteignablaðið 29. TBL. ÞRIÐJUDAGUR 20. júlí 2021 Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu mikið endurnýjaða heila húseign með þremur íbúðum auk byggingar- réttar að einni íbúð ofan á húsið á mjög fallegum og eftirsóttum stað á horni Spítalastígs og Óðinsgötu í Reykjavík. Óðinsgata, Óðinstorg og hluti Spítalastígs eru öll endurnýjuð með hitalögnum undir götum og gangstéttum og Óðinstorgið er virkilega fallega hannað með hita- lögnum undir stéttum og bekkjum og með fallegum trjágróðri. Árið 1999/2000 var íbúð á 1. hæð mjög mikið endurnýjuð, m.a. allar lagnir og útveggir einangraðir upp á nýtt. Innihurðir á miðhæð voru endurnýjaðar. Allar raflagnir, raf- magnstöflur fyrir 1. hæð og sam- eiginleg rafmagnstafla fyrir 1. hæð og ris voru endurnýjaðar. Eins voru allar vatnslagnir, hitalagnir, ofnar og frárennslislagnir endurnýjaðar á miðhæð hússins. Bárujárn á húsi var endurnýjað á suður- og vestur- hliðum þess árið 2005.  Íbúð á 1. hæð er 52,8 fermetrar að stærð, 3 herbergja með aukinni lofthæð, fallegum gifslistum og rósettum í loftum og skiptist þannig: Forstofa með fatahengi. Baðherbergi, f lísalagt gólf, sturtu- klefi, loftræsting, miklar inn- réttingar og tengi fyrir þvottavél. Svefnherbergi, parketlagt og rúmgott. Eldhús, parketlagt og með fallegum sprautulökkuðum hvítum og gráum innréttingum og góðri borðaðstöðu. Stofa, opin við eldhús, parketlögð og tengingar fyrir kamínu tilbúnar. Svefnher- bergi II, parketlagt og rúmgott með stórri rennihurð við stofu. Íbúð á efri hæð/risi hússins er 53,9 fermetrar að stærð, 3 her- bergja og með vestursvölum og skiptist þannig: Forstofa á 1. hæð um sérinngang með geymslu undir innistiga. Viðarstigi er upp á efri hæð hússins. Stiginn er nýmálaður og stigahús einnig. Stigapallur, er með fatahengi og útgengi á rúm- góðar svalir til suðurs sem eru með viðarklæddu gólfi, glerhandriði og fallegu útsýni yfir borgina og að Reykjanesi. Eldhús, parketlagt með glugga til suðurs og hvítum inn- réttingum. Stofa, rúmgóð, parket- lögð. Barnaherbergi I, parketlagt og með fataskápum. Hjónaher- bergi II, parketlagt og rúmgott með fataskápum. Baðherbergi, með glugga, allt nýendurnýjað með nýjum sturtuklefa. Linoleumdúk- lagt gólf og upp á veggi, tengi fyrir þvottavél sem fylgir. Geymsluris er yfir efri hæð hússins og er það óupphitað með rafmagni og gaflglugga til austurs. Geymsluris er ekki manngengt. Íbúð í kjallara hússins er með sérinngangi, er ósamþykkt (sam- þykkt sem hluti af íbúð á 1. hæð), er 3 herbergja 53,2 fermetrar. For- stofa, f lísalögð og með fatahengi. Stofa og eldhús eru í einu rúm- góðu flísalögðu rými með glugga til suðurs. Hvítar innréttingar í eldhúsi. Barnaherbergi, parket- lagt og rúmgott með fataskápum. Hjónaherbergi, parketlagt og rúm- gott með fataskápum og sérinn- gangi frá Spítalastíg. Baðherbergi, f lísalagt gólf, skápar, veggskápar, f lísalögð sturta, loftræsting og inn- rétting með vinnuborði og tengi fyrir þvottavél. Húsið er timburhús á hlöðnum kjallara, byggt árið 1910 og er í góðu ástandi að innan og utan. n Hús á eftirsóttum stað Húsið stendur á horni Spítalastígs og Óðinsgötu. Font: Mark Pro Corbel - Regular C 100% M 75% Y 0% K 33% Pantone #00397A C 75% M 68% Y 67% K 100% Pantone #00000 C 0% M 0% Y 0% K 75% Pantone #626366 Sigurður Samúelsson Lögg. fast. og eigandi Þórarinn Thorarensen Lögg. fast. og eigandi Þórey Ólafsdóttir Lögg. fast. og eigandi Júlíus Jóhannsson Lögg. fast. og eigandi Monika Hjálmtýsdóttir Lögg. fast. og eigandi Andri Sigurðsson Lögg. fast. og eigandi Sveinn Eyland Lögg. fast og eigandi Ingibjörg A. Jónsdóttir Löggiltur fast. Eggert Maríuson Löggiltur fast. Bryndís Bára Aðstoðarmaður fasteignasala Emil Tumi Aðstoðarmaður fasteignasala Jón Óskar Löggiltur fast. Guðrún D. Lúðvíksdóttir Löggiltur fast. Ása Þöll Ragnarsdóttir Skjalavinnsla/móttaka Herdís S. Jónsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala Hlíðasmára 2 201 Kópavogi Sími: 512 4900 www.landmark.is landmark@landmark.is Grensásvegur 3 • 2 hæð • 108 Reykjavík • Sími 530 6500 • heimili@heimili.is • heimili.is Finnbogi Hilmarsson löggiltur fasteignasali. ERT ÞÚ Í SÖLUHUGLEIÐINGUM? -örugg fasteignaviðskipti Við erum til þjónustu reiðubúin Elín Viðarsdóttir Löggiltur fasteignasali Björn Þorri Viktorsson hrl. Löggiltur fasteigna- og skipasali Jóhann Örn B. Benediktsson MIÐBORG FASTEIGNASALA - SUNDAGARÐAR 2 - 104 REYKJAVÍK - SÍMI: 533 4800 www.midborg.is Sólveig Fríða Guðrúnardó tir Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.