Fréttablaðið - 20.07.2021, Page 26

Fréttablaðið - 20.07.2021, Page 26
Um þessar mundir eru vextir hag- stæðir og hægt er að tryggja fasta vexti á lánum til allt að 20-25 ára, sem auðveldar fólki kaupin og verðtryggð lán þekkjast ekki á Spáni. Höfuðstóll lánsins lækkar við hverja afborg- un og eigið fé í eigninni eykst. Sala á fasteignum á Spáni hefur verið lífleg enda góður tími til að fjárfesta um þessar mundir. Gott veðurfar og hagstætt verðlag dregur marga íbúa Norður- landa til Spánar. Þá hefur aukin fjarvinna gefið fólki kost á að starfa langt frá vinnustaðnum. Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali og framkvæmda- stjóri Spánareigna sem er íslensk fasteignasala, hefur sérhæft sig í sölu fasteigna á Spáni til Íslend- inga í tuttugu ár og er því öllum hnútum kunnug þegar kemur að slíkum kaupum. „Ljúfur lífsstíll í Spánarsólinni heillar fleiri og fleiri Íslendinga og við höfum síðustu misserin orðið vör við verulega aukinn áhuga fólks á að eignast sitt eigið heimili á Spáni, sérstaklega eftir að flestir eru fullbólusettir og þyrstir í ferðalög til heitari landa,“ segir Aðalheiður og bætir við að Íslendingar vilji í auknum mæli hafa fastan samastað á Spáni. „Með því að fara beint í eigið húsnæði getur fólk lágmarkað alla sameiginlega fleti og dregið úr áhættunni á því að smitast af covid,“ segir hún. Núna er mjög góður tími til að kaupa húseign á Spáni „Það er mjög góður tími til að kaupa fasteignir á Spáni um þessar mundir, verðin eru enn góð en við sjáum hækkanir í kortunum. Salan hefur verið lífleg að undanförnu og fer vaxandi. Fólk virðist vera að endurhugsa margt í kjölfar Covid og horfir til lífsgæða á annan hátt en áður. Fleiri og fleiri geta sinnt fjarvinnu í gegnum netið og það opnar ný tækifæri og eykur sveigjanleika í búsetu. Að eiga heimili í sólinni er orðið mun eftir- sóttara hjá íbúum Norður-Evrópu og Skandinavíu og spilar þar margt inn í, en sennilega aðallega veðrið og verðið,“ segir hún. „Íslendingar virðast vera á sömu línu og nágrannaþjóðir okkar, enda mikil lífsgæði fólgin í því að eiga heimili í sólinni. Sjálf get ég alveg tekið undir það, enda búin að njóta þess að eiga mitt annað heimili á Spáni í rúm 20 ár og hefði ekki viljað fara á mis við það, enda átt þar fjölmargar sælustundir með fjölskyldu og vinum. Verðið á allri neysluvöru er mjög hagstætt og sólin skín yfir 300 daga á ári. Mér finnst aldrei eins og ég sé í vinnunni þegar ég er með viðskiptavinum, ég hef mikla ánægju af því að deila með öðrum góðri reynslu minni af því að eiga heimili í sólinni og aðstoða fólk við að velja það sem hentar því best.“ Áralöng reynsla og traust „Við hjá Spánareignum höfum selt fasteignir á Spáni frá því 2001 og höfum því yfirgripsmikla þekk- ingu og góð sambönd sem nýtist viðskiptavinum okkar vel. Við erum með skrifstofu á Íslandi og fólki finnst þægilegt að byrja ferlið á því að koma til okkar í kaffi og persónulegt spjall og fá upplýsing- ar um hvað er í boði, eignir og stað- setningar, og hvernig kaupferlið gengur fyrir sig, áður en það bókar skoðunarferð til Spánar,“ upplýsir Aðalheiður og bætir við að það sé ekki flókið að kaupa fasteign á Spáni. „Engu að síður er afar mikil- vægt að fá aðstoð fagfólks til að allt gangi vel upp og forðast óþarfa vandamál,“ segir hún. „Við aðstoðum viðskiptavini okkar við allt kaupferlið, frá upp- hafi til enda, allt frá því að við förum yfir kaupóskir, mismunandi tegundir eigna og staðsetningu, verð, skipulag skoðunarferðar og þar til skrifað er undir kaup- samning, lyklar afhentir og afsal gefið út. Við tökum líka þátt í kostnaði við skoðunarferðina fyrir okkar viðskiptavini. Enn fremur veitum við ráðgjöf í sambandi við fjármögnun á fasteignakaupum og erum í samstarfi við góða aðila á því sviði, til að tryggja bestu lánakjörin sem í boði eru hverju sinni. Um þessar mundir eru vextir hagstæðir og hægt er að tryggja fasta vexti á lánum til allt að 20-25 ára, sem auðveldar fólki kaupin og verðtryggð lán þekkjast ekki á Spáni. Höfuðstóll lánsins lækkar við hverja afborgun og eigið fé í eigninni eykst. Einnig aðstoðum við okkar við- skiptavini við kaup á húsgögnum, útvegun á NIE-númerum (spænsk kennitala) opnun á bankareikn- ingi, beingreiðslur neyslureikninga og fleira sem þarf til að allt gangi vel fyrir sig,“ segir Aðalheiður en þannig getur fólk verið áhyggju- laust þegar það fer í fasteigna- kaupin. Persónuleg þjónusta Lögð er sérstök áhersla á persónu- lega þjónustu fyrir hvern. „Þarfir viðskiptavina eru mismunandi og við viljum sinna hverjum og einum fyrir sig. Viðskiptavinir okkar hafa verið mjög ánægðir með þjónust- una í gegnum árin, enda fáum við í dag flesta nýja viðskiptavini til okkar vegna meðmæla frá eldri viðskiptavinum. Það finnst okkur best.” Ungt fólk sækir í betri lífsgæði „Kaupendahópurinn hefur verið að breytast nokkuð síðustu árin og nú er til að mynda mun yngra fólk að kaupa sér eign í sólinni en áður. Fólk vill ekki bíða þar til það fer á eftirlaun, heldur fara í þetta strax, enda getur það þá fengið lengri og hagstæðari lán og á þá jafnvel eignina sína skuldlausa þegar það fer á eftirlaun, sem einfaldar eftir- launaárin og eykur lífsgæðin veru- lega. Þannig er líka hægt að njóta þess að vera í sólinni með börn- unum sínum á meðan þau eru enn ung, og síðan taka barnabörnin við, enda ekkert betra en að vera hjá ömmu og afa á Spáni, busla í sundlauginni eða á ströndinni og fá sér ís,“ segir Aðalheiður og talar af reynslu. „Ekki má gleyma öllum sem taka sínar fyrstu golfsveiflur í sólinni, enda hægt að spila golf í góðu veðri allt árið. Alls kyns útivera og íþróttir heilla líka marga, hjól- reiðafólk og göngugarpar finna sína paradís á Spáni. Á vissan hátt má því líta á fasteignakaup á Spáni sem langtímafjárfestingu í lífs- gæðum. Við höfum einnig orðið vör við það í auknum mæli að fólk er að kaupa fasteign á Spáni með það í huga að flytja alfarið út, lífs- gæði fyrir ungt fólk með börn eru umtalsverð. Hægt er að fá góða fasteign fyrir mun lægra verð en á Íslandi. Skólakerfið og heilbrigðis- þjónusta er mjög gott, biðlistar þekkjast varla, og auðvelt að vera með börn á Spáni. Við erum til dæmis með íslenskan starfsmann búsettan á Spáni með tvö börn, sem er öllum hnútum kunnugur þar og hefur gefið mörgum góð ráð í því sambandi. Eldra fólk flytur líka í auknum mæli alfarið til Spánar, enda finnur það vel fyrir því hversu góð áhrif hitinn hefur á kroppinn, sérstak- lega yfir vetrarmánuðina, og eftir- launin leyfa meiri lúxus. Ýmis tækifæri í sólinni Sömuleiðis færist það í vöxt að fólk kaupi fasteignir á Spáni til að fjárfesta, nýtir þá eignina sjálft hluta úr ári og leigir hana síðan út og nær þannig að reka eignina og fjármagna að miklu leyti. Í þessu sambandi eru það oftast einstakl- ingar, en líka stórfjölskyldan eða samhentir vinir, sem kaupa saman. Enn fremur höfum við í auknum mæli verið að aðstoða stórtækari fjárfesta við að setja upp fyrirtæki á Spáni til að kaupa fasteignir og Ljúfur lífsstíll í sólinni Á Las Colinas er fjölbreytt úrval af fallegum íbúðum með frábæru útsýni yfir golfvöllinn. Starfsfólk Spánareigna veitir persónulega þjónustu við kaupin. Falleg einbýlishús við La Finca golfvöllinn á frábæru verði. Stílhrein hönnun og fágaður glæsileiki. Stutt á golfvöllinn og notalegur þjónustukjarni með versl- unum og veitingastöðum í göngufæri. Hægt er að velja um mismunandi stærðir á einbýlishúsum eða íbúðum á þessu frábæra svæði. Það getur verið notalegur lífsstíll á Spáni. 10 kynningarblað 20. júlí 2021 ÞRIÐJUDAGURFASTEIGNAK AUP ERLENDIS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.