Fréttablaðið - 20.07.2021, Side 27
Armani-villan Morning Breeze, á Las Colinas-golfvellinum, hönnuð af Monicu Armani. Fullkominn glæsileiki sem
vakið hefur mikla athygli. Las Colinas var valinn besti golfvöllur á Spáni árið 2020.
Fallegar íbúðir og glæsileg sameign í Flamenca Village njóta mikilla vinsælda. Sundlaugargarður með mörgum sundlaugum, heitum pottum, leiksvæði fyrir
börnin, göngu- og skokkleiðum, veitingastöðum og verslunum inni á lokuðu svæði. Örstutt göngufæri á ströndina, La Zenia Boulevard og laugardagsmarkað-
inn á Playa Flamenca. Hagstæðir húsgagnapakkar eru í boði fyrir viðskiptavini Spánareigna. Verðið á allri neysluvöru er mjög hagstætt og veðrið frábært.
Íbúðir og sérbýli með tveimur eða þremur svefnherbergjum, tveimur eða
þremur baðherbergjum og sameiginlegum sundlaugargarði njóta mikilla
vinsælda um þessar mundir. Spánareignir bjóða upp á gott úrval eigna á
ýmsum stöðum á mjög hagstæðu verði, alveg niður í 25-30 milljónir.
Aðalheiður Karlsdóttir er löggiltur
fasteignasali og eigandi Spánareigna.
MYNDIR/AÐSENDAR
reka þær í atvinnuskyni, enda
ýmis spennandi tækifæri fólgin
í því. Íslensk fyrirtæki, starfs-
mannafélög og orlofssjóðir hafa
líka verið að kaupa hjá okkur
eignir fyrir sitt fólk og opnar það
ný tækifæri fyrir launafólk að geta
eytt sumarleyfinu sínu á Spáni
án þess að það kosti of mikið. Í
því felst mikil kjarabót sem skilar
ánægðara starfsfólki til fyrirtækis-
ins.“
Rétt eign skiptir öllu máli
„Góð staðsetning skiptir ekki
minna máli en góð fasteign og
leggjum við mikla áherslu á að
ráðleggja fólki vel í því sambandi.
Eignir við strönd eða golfvelli eru
alltaf vinsælar, og margir vilja
vera í göngufæri við verslanir og
veitingastaði, en það er samt alls
ekki krafa frá öllum. Sumir velja
rólega staði og vilja vera meira út
af fyrir sig. Margir kjósa að láta
eignina snúa á móti sól, aðrir kjósa
skuggann. Það er því mikilvægt að
geta boðið upp á fjölbreytni í gerð
fasteigna og ýmsar staðsetningar.
Íbúðir, lítil sérbýli og stærri ein-
býlishús eru það sem fólk er helst
að kaupa og nýjar eignir eru mun
vinsælli en endursölueignir, þó
þær seljist alltaf líka, ef þær eru í
góðu ástandi og vel staðsettar.
Góðar eignir á golfvöllum hafa
verið að seljast vel að undanförnu,
til dæmis við Las Colinas, La Finca
og Vistabella golfvellina. Margir
kjósa að vera nálægt strönd og þar
erum við með sérlega vandaðar
og góðar íbúðir, meðal annars í
Flamenca Village sem er í örstuttu
göngufæri við fallega strönd,
vinsælu verslunarmiðstöðina, La
Zenia Boulevard, og laugardags-
markaðinn á Playa Flamenca.
Einnig erum við með frábærar
íbúðir og lítil sérbýli við strend-
urnar í Mil Palmeras og Dehesa de
Campoamor, svo eitthvað sé nefnt.
Villamartin og Cabo Roig eru einn-
ig vinsælir staðir og þar er hægt að
velja úr fjölbreyttu úrvali eigna.
Smábæir líka vinsælir
Við verðum líka vör við að fólk
kýs í auknum mæli að kaupa
fasteignir í spænskum smábæjum,
eins og Benijofar, Dona Pepa,
Ciudad Quesada, Los Alcazares eða
Daya Nueva. Einnig hefur Torre-
vieja-borgin sjálf verið að aukast
í vinsældum og getum við boðið
upp á mjög skemmtilegar mið-
borgaríbúðir á góðum verðum,
alveg við ströndina þar. Einnig má
nefna glæsilegar nýjar íbúðir við
ströndina í Benidorm fyrir þá sem
vilja vera í smáfjöri, og notalegar
íbúðir á góðu verði við ströndina
í Almeria fyrir þá sem kjósa meiri
rólegheit og góða aðstöðu til úti-
veru og íþróttaiðkunar,“ bendir
Aðalheiður á.
„Það er því úr mörgu að velja og
við leggjum áherslu á að fara vel
yfir hvað hentar hverjum við-
skiptavini best. Aukið framboð
á beinu flugi á milli Íslands og
Alicante hefur líka mikið að segja
um áhuga fólks á fasteignakaupum
á Costa Blanca svæðinu og við
höfum tekið eftir því að fólk er í
auknum mæli að selja eignirnar
sína á Flórída og færa sig yfir til
Spánar.“
Ný vefsíða
„Nýlega settum við í loftið nýja
heimasíðu, spanareignir. is, þar
sem við leggjum áherslu á að
kynna fjölbreytt úrval af sér-
völdum eignum og skoðum vel
allar eignir sem þar fara inn til
að tryggja að þær standist okkar
kröfur um það sem við viljum
bjóða viðskiptavinum okkar. Við
staðsetjum líka eignirnar inn á
kort af svæðinu, þannig að við-
skiptavinurinn sjái staðsetning-
una.
Spánareignir eru í samstarfi
við alla helstu byggingaraðilana
á svæðinu og tryggir það við-
skiptavinum okkar góða yfirsýn
yfir allt það helsta sem er í boði
hverju sinni. Það er nauðsynlegt til
að hægt sé að velja bestu eignina
fyrir hvern og einn. Viðskiptavinir
okkar kaupa eignina beint af bygg-
ingaraðilanum, en ekki í gegnum
breskar eða spænskar fasteigna-
sölur sem milliliði, það tryggir
hagstæðasta verðið og bestu
þjónustuna.
Góðar upplýsingar
Á heimasíðunni okkar er einnig að
finna góðar upplýsingar um kaup-
ferlið, lánamöguleika og hvernig
best er að vinna það. Við aðstoðum
viðskiptavini okkar í gegnum allt
það ferli, greiðslumat og fleira og
erum í samstarfi við góða lög-
fræðistofu á Spáni sem gætir hags-
muna viðskiptavina okkar í einu
og öllu. Það er líka ákveðið öryggi
í því að hafa löggiltan íslenskan
fasteignasala sér við hönd í ferlinu.
Við laumum líka stundum inn á
heimasíðuna ýmsum áhugaverð-
um fréttum, ábendingum um góða
veitingastaði, golfvelli eða jafnvel
spænskum mataruppskriftum.
Þarna nýtist menntun og áralöng
reynsla starfsfólks Spánareigna,
fagmennska og traust, viðskipta-
vinum okkar vel enda eru ánægðir
viðskiptavinir okkar besta aug-
lýsing,“ segir Aðalheiður og ítrekar
að fasteign á Spáni sé langtímafjár-
festing í lífsgæðum. n
Nánar upplýsingar má skoða á
www.spanareignir.is
Góðar eignir á
golfvöllum hafa
verið að seljast vel að
undanförnu, til dæmis
við Las Colinas, La
Finca og Vistabella
golfvellina.
kynningarblað 11ÞRIÐJUDAGUR 20. júlí 2021 FASTEIGNAK AUP ERLENDIS