Fréttablaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 6
Tæplega 2,4 milljarðar manna höfðu ekki aðgengi að næringar- ríkum mat í fyrra. Það er reynt að sporna við þessu með því hafa lokað frá miðnætti til morguns á veitinga- og skemmtistöðum. Það er það sama og var gert síðast og þá fór þetta niður. Þórunn Reynis- dóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar Íslenskir ferðalangar á Tenerife una sér vel þótt hert hafi verið á sóttvarnarreglum. Forstjóri Úrvals-Útsýnar segist vonast til þess að Spánverjar ná að stöðva nýja smitbylgju með því að loka fyrir skemmtana- lífið að næturlagi líkt og áður hafi gefið góða raun. gar@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA „Þetta er eins og í draumi, geggjað veður hérna og við erum á stóru og góðu hóteli,“ segir Magnús Sigurðsson, sem nú dvelur með fjölskyldunni á Tenerife. Þar, eins og á f leiri stöðum á Spáni, hefur aftur verið hert á sóttvarnar- reglum vegna fjölgunar COVID-19 smita. Magnús  og fjölskylda pöntuðu hótelið sjálf  á netinu og f lugu til Tenerife með áætlunarf lugi  Play. Hann segir aðeins um helming hót- elsins nú nýttan og því sé rúmt um mannskapinn. Allar máltíðir séu innifaldar. Stemningin er afar góð að sögn Magnúsar þrátt fyrir hertar aðgerð- ir, enda sé hugsað afar vel um sótt- varnir. „Þú ferð ekkert í morgun- verð án þess að það sé starfsmaður sem sótthreinsar á þér hendurnar áður þú gengur og tekur þér disk. Þú réttir fram hendurnar og hann sprittar. Það eru allir starfsmenn með grímu,“ segir hann. Þá segir Magnús grímuskyldu fyrir alla yngri en sex ára á sam- eiginlegum svæðum eins og til dæmis veitingastöðum og göngum hótelsins. „Þegar þú liggur eða ert í sundlauginni þarf ekki að vera með grímu og eiginlega ekki úti því úti- svæðið er það stórt,“ segir hann. Takmarkanir eru í gildi á veit- ingastöðum og sumar verslanir eru lokaðar. Verslunarmiðstöðvar eru opnar og sama gildir um dýragarða og skemmtigarða. Njóta sólarinnar þótt aftur hafi verið hert á sóttvarnarreglunum á Tenerife Emilía Björt Magnús- dóttir, Magnús Sigurðsson, Kristófer Örn Magnússon og Jóhanna Dögg Olgeirsdóttir eru ánægð á Tenerife. FRÉTTABLAÐIÐ/ EINAR ÞÓR SIGURÐSSON thorvardur@frettabladid.is SAMKEPPNISMÁL Franska sam- keppniseftirlitið hefur sektað bandaríska tæknirisann Google um 593 milljónir dala, tæpa 74 milljarða króna, fyrir að fylgja ekki fyrir- mælum stjórnvalda um viðræður við fréttamiðla og áætlanagerð um hvernig greiða skuli fyrir efni sem þeir framleiða. Samkeppniseftirlitið hefur auk þess fyrirskipað Google að skila slíkri áætlun innan tveggja mánaða, ellegar verða sektað um eina milljón dala, rúmlega 124 milljónir króna, á dag. Þrýstingur hefur aukist víða um heim á tæknifyrirtækin að greiða fyrir efni. Nýleg, áströlsk lög skylda fyrirtækin til að borga fyrir frétta- efni og Google og bandaríski fjöl- miðlarisinn News Corp. hafa gert með sér samning um greiðslur frá Google fyrir fréttaefni. n Google sektað vegna fréttaefnis Macron Frakklandsforseti hefur fundað með forstjóra Google. mhj@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Kristófer O livers- son, for maður FHG – Fyrir tækja í hótel- og gisti þjónustu og fram - kvæmda stjóri CenterHotels, segir að mannekla sé helsta ástæðan fyrir því að hægar gengur að opna hótelin í höfuðborginni að nýju. Bókanir erlendra ferðamanna séu hins vegar framar vonum. „Við erum í talsverðum vand- ræðum vegna manneklu en við erum búin að opna fimm hótel og erum að opna það sjötta í vikunni, á fimmtudaginn,“ segir Kristófer. „Við erum með alla mögulega og ómögulega anga úti að reyna að ná okkur í starfsfólk,“ bætir hann við. CenterHotels starfrækir átta hótel í Reykjavík en hótelkeðjan lokaði öllum hótelum sínum nema einu í faraldrinum. „Okkur vantar þernur, gestamót- tökustarfsfólk, barþjóna og í eld- hús,“ segir Kristófer. Skortur á þernum og barþjónum hægir á opnun hótela Kristófer Oliversson, for maður Fyrir - tækja í hótel- og gisti þjónustu. Bókanir erlendra ferðamanna ganga ljómandi vel þessa dagana og segir Kristófer að það væri hægt að opna hótelin hraðar ef betur gengi að ráða í störfin. „Þetta er mikið álag á það fólk sem fyrir er.“ Kristófer segir hótelkeðjuna hafa rætt við fyrrverandi starfsmenn strax og það fór að rofa til eftir Covid og er nú með öll net úti að reyna fá til sín fólk. „Einnig ráðum við mikið í gegn- um Vinnumálastofnun og svo hefur hver sínar aðferðir til þess að reyna að finna fólk, hér og erlendis,“ segir Kristófer. „Við þurfum samt líka að vera sanngjörn í því að þetta er svo mikið af fólki sem við erum að ráða á mjög skömmum tíma til að manna heila atvinnugrein upp á nýtt. Þetta er ekki bara það að fá fólk til að vilja vinna. Það þarf mikla þjálfun til að vinna á nútíma hóteli sem tekur sinn tíma.“ n arib@frettabladid.is SUÐUR-AFRÍKA Tugir liggja í valnum eftir óeirðir í Suður-Afríku í gær. Ástandið í landinu er viðkvæmt eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti landsins, hóf afplánun á 15 mánaða dómi fyrir óvirðingu eftir að hann mætti ekki í skýrslutöku vegna rannsóknar á spillingu í em- bættistíð sinni. Spennan í landinu er sú mesta í landinu frá lokum aðskilnaðar- stefnunnar fyrir 27 árum. Dómurinn yfir Zuma hefur vakið upp mikil mótmæli sem hafa leitt af sér óeirðir sem beinast gegn mis- skiptingu á milli þjóðfélagshópa. Cyril Ramaphosa, forseti landsins, gaf það út í gær að herinn myndi aðstoða lögreglu við að koma á friði í landinu á ný. n Tugir látnir eftir miklar óeirðir Hermenn voru kallaðir út vegna óeirða í verslun í Soweto í gær. kristinnpall@frettabladid.is ALÞJÓÐAMÁL Hungursneyð á heims- vísu hefur aukist verulega í COVID- 19 heimsfaraldrinum og mældist aukningin á síðasta ári sú sama og á árunum fimm þar áður. Sam- kvæmt nýrri skýrslu matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna er veruleg hætta á því að markmiðið um að útrýma hungurs- neyð á heimsvísu fyrir árið 2030 náist ekki. Heilt yfir hafi á bilinu 720 til 811 milljónir á heimsvísu glímt við hungursneyð á síðasta ári, en til samanburðar glímdu 650 milljónir við hungursneyð á heimsvísu árið 2019. Skýrslan sem er unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unina, WHO, sýnir fram á það að af þeim 720 til 811 milljónum sem glímdu við hungursneyð á síðasta ári, komu f lestir frá Asíu eða 418 milljónir og kom Afríka næst með 282 milljónir. Hlutfallslega glíma f lestir við fæðuskort í Afríku þar sem 21 pró- sent glíma við skort, en í Asíu eru það níu prósent, örlítið lægra en í Mið- og Suður-Ameríku þar sem 9,1 prósent glíma við hungursneyð. Um leið kemur fram að tæplega 2,4 milljarðar manna á heimsvísu hafi ekki öruggt aðgengi að nægi- lega næringarríkum mat á síðasta ári, sem er aukning um 320 milljónir milli ára eða um fimmtán prósenta aukning. Þar telur meðal annars inn í að 370 milljónir barna hafi ekki haft aðgang að skólamáltíðum þar sem skólastarf hefur víða legið niðri í heimsfaraldrinum. Þá er þess getið í skýrslunni að áhrif hnatthlýnunar sé aðeins til að auka áhrif hungursneyðar í fátæk- ari löndum heimsins, þrátt fyrir að þau séu ekki með sömu mengun og stærri og ríkari þjóðir. n Hungursneyð aukist verulega í heimsfaraldrinum Fæðuástandið í Jemen er sérstak- lega slæmt. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Aðspurður segir Einar aðstæður á Tenerife ekki hafa komið á óvart. „Við vorum búin að kynna okkur þetta vel áður en við fórum út og mér finnst við vera mjög örugg hér. Það er fínt að vera ekki inni í ein- hverju kraðaki þar sem er mikið um smit.“ Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar, segist ekki hafa orðið vör það að fólk sé orðið smeykt við utanlandsferðir þótt bakslag hafi komið víða í bar- áttunni við kórónaveiruna, meðal annars á Spáni, þangað sem flestir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar stefni núna. „Eins og staðan er núna þarf bara að fara varlega,“ segir Þórunn. „Þetta var svona í vor líka þannig að þetta er í sjálfu sér ekki mikil breyting. Það er komið í hærra áhættustig en það er reynt að sporna við þessu með því hafa lokað frá miðnætti til morguns á veitinga- og skemmti- stöðum. Það er það sama og var gert síðast og þá fór þetta niður. Það er vonandi að það gerist aftur.“ Þórunn segir skiljanlegt að hnökrar hafi verið á Kef lavíkur- f lug velli, eins og um síðustu helgi þegar margmenni var í f lug- stöðinni. Farþegar þurfi að mæta vel tímanlega og hafa öll skjöl í lagi. Fólk þurfi að hafa með sér bólusetn- ingarskírteini eða mótefnavottorð til að þurfa ekki að framvísa PCR- skimunarprófi. „Þeir sem hafa ekki fyllt út papp- íra og eru ekki tilbúnir, tefja fyrir innritun,“ segir Þórunn og á þá við skjöl sem þurfa að vera fyllt út fyrir yfirvöld á Spáni – líkt og gera þurfi þegar f logið sé til baka til Íslands. „Mér finnst fólk búið að kynna sér hlutina vel og vera meðvitað um aðstæður á áfangastað. Yfirhöfuð gengur þetta mjög vel.“ n 6 Fréttir 14. júlí 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.