Fréttablaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 40
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Arnars Tómasar Valgeirssonar n Bakþankar Verslaðu á 66north.is Fylgdu okkur á Instagram @66north Hafandi piprað síðan í sjöunda bekk er ég fyrst á fertugsaldrinum byrjaður að finna fyrir því að ég þrái að komast í samband. Það hefur ekkert að gera með við- varandi skort á tilfinningalegri eða líkamlegri nánd. Mig langar bara að geta keypt mér brauð án þess að hafa áhyggjur af því hvernig ég ætla að borða það. Hálfur poki af samlokubrauði í íslenskri matvöruverslun inniheld- ur um það bil 15 brauðsneiðar. Ég taldi. Brauðið er sjaldnast nýbakað og síðasti neysludagur stundum ekki nema þrjá daga fram í tímann. Að þremur daglegum máltíðum gefnum hefur maður oft ekki nema níu máltíðir til stefnu til að klára pakkann. Það borðar samt enginn brauð í kvöldmatinn nema endur sem fengu ekki memóið um berin og fræin. Máltíðirnar eru því stundum ekki nema sex. Það er tæknilega séð gerlegt að fá sér eina samloku og hálfa sprota- brauðsneið í þessi mál ef ströngu brauðskipulagi er fylgt. Hlutirnir eru þó því miður sjaldnast svona einfaldir. Bröns með vinnufélög- unum eða hádegisboð hjá mömmu getur riðlað allri dagskránni svo að eftir stendur stútfullur poki af brauði í dauðateygjunum og tár- votur draugur matarsóunar með ásakandi augnaráð. Það þýðir ekkert að leita ráða hjá vinafólki í sambúð sem segir alla- jafna eitthvað á borð við „af hverju frystirðu ekki bara brauðið?“ eða „af hverju borða þau ekki bara kökur?“ Að deyja einn ætti að vera nægileg refsing fyrir að hafa ekki fundið ástina – einhleypt fólk ætti ekki líka að umbera frosið eða niðursoðið brauð. n Brauð FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.