Fréttablaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 10
Þegar um er að ræða félagslegan vanda þá þarf að bregðast við sem fyrst áður en vand- inn þróast og verður illviðráðanlegur. Í ára- tugi hafa pólskir vís- indamenn haldið áfram þessum ágætu hefðum. Aðeins 20 lönd reka vísindarann- sóknarstöðvar allt árið um kring á Suðurheimskautinu, sem veitir þeim aðgang að þessari stærstu náttúrulegu „rannsóknarstofu nátt- úrunnar“ með möguleika á metnað- arfullum rannsóknaráætlunum og alþjóðlegu samstarfi. Öfgakenndu veðurfarsskilyrðin sem ríkja á Suð- urheimskautinu, strangar kröfur um umhverfisvernd og gífurlegar skipulagslegar kröfur sem fylgja því að viðhalda rannsóknarstöðvum og rekstri vísindaáætlana, gera þetta landsvæði einnig að prófunarstað fyrir nýja tækni. Suðurskautslandið er nú einnig orðið eitt mikilvægasta svæðið fyrir rannsóknir á umhverf- isbreytingum á jörðinni. Pólskir vísindamenn sem voru meðal brautryðjenda rannsókna á Suðurskautssvæðinu, fetuðu í fótspor samlanda síns Henryk Arctowski, ferðalangs, jarðeðlis- fræðings og landfræðings. Eftir nám í Belgíu, aðeins 26 ára gamall, tók Arctowski þátt í að skipuleggja leiðangur á Suðurheimskautið árið 1897 og hóf þar með áralangt heimskautarannsóknarævintýri. Leiðangurinn sigldi á fyrirhugaðan stað og mun vera sá fyrsti til að hafa vetursetu á ís Suðurheimskautsins. Rannsóknir Arctowski gátu af sér margar nýjar og afhjúpandi vísinda- legar tilgátur, þar á meðal tilgátuna um Antarctandes fjallgarðinn, sem nú hefur verið staðfest af nútímavís- indum, það er fjallakerfi sem tengir saman einkenni jarðfræðilegrar uppbyggingar Andesfjallanna í Suður-Ameríku og Graham Lands fjallanna á Suðurskautsskaganum. Kenningin um ölduhrey f ingu fellibylja var einnig sett fram, sem og kenningin um orsakir þess að umgjörð Suðurheimskautssyll- unnar er dýpri en fannst á ystu mörkum annarra meginlanda. Á seinni árum tók Arctowski þátt í rannsóknarverkefni um Svalbarða og gegndi ýmsum mikilvægum störfum á náttúrufræðisöfnum og við háskóla í Belgíu, Bandaríkjunum og Póllandi. Hann hefur lánað nafn sitt til skaga og jökulskers á Suður- skautslandinu, fjalls og jökuls á Svalbarða og til Pólsku suðurheim- skautsvísindastöðvarinnar á Suður- Hjaltlandseyjum. Í áratugi hafa pólskir vísinda- menn haldið áfram þessum ágætu hefðum og stundað umfangsmiklar rannsóknir á heimskautasvæðum þar sem starfræktar eru bæði heils- ársstöðvar og árstíðabundnar stöðvar. Heilsársstöðvar eru sér- staklega mikilvægar og Pólland er með eina á suðurhveli og aðra á norðurhveli jarðar: Henryk Arc- towski pólska Suðurskautsstöðin og Stanisław Siedlecki pólska Heim- skautastöðin, Hornsund, á sunnan- verðum Svalbarða. Henryk Arctowski pólska Suður- skautsstöðin var stofnuð 1977 og er vísinda- og rannsóknarstofa sem er stjórnað af Lífefnafræði- og eðlis- fræðistofnunar pólsku vísindaaka- demíunnar. Stöðin, sem er stað- sett í meira en 14.000 km fjarlægð frá Póllandi, á King George-eyju, tekur þátt í vísindarannsóknum á sviðum haffræði, jarðfræði, jökla- fræði, landmótunarfræði, lofts- lagsfræði, örverufræði, grasafræði, vistfræði, fuglafræði, erfðafræði, sjávarlíffræði, efnafræði og korta- gerð, auk þess að bera ábyrgð á áframhaldandi átaki í umhverfis- mælingum. Rannsóknarmenn sem vinna við stöðina líta á breytileika vistkerfa heimskautanna, þróun, samsetningu og hreyfiöfl líffræði- legs fjölbreytileika og áhrif lofts- lagsbreytinga sem mælanlegar eru á Suðurskautsskaganum á virkni vistkerfa sjávar og jarðar. Efnið og gögnin sem safnað hefur verið í yfir 40 ár af samfelldum rannsóknum eru til að mynda virt framlag til vís- inda í heiminum. Frá sjónarhóli dagsins í dag fela sumar sérlega mikilvægar rann- sóknir í sér upplýsingaöf lun sem skiptir máli fyrir hnattrænar lofts- lagsbreytingar, umhverfismæl- ingarnar á stærð og ásigkomulag sjófugla og hreifadýrastofna veitir aftur mikilvæga innsýn í ástand alls vistkerfisins og vöktun kol- efnisstyrks í úrkomu, í öllum sínum myndum (svo sem regn eða snjór), til að ákvarða mögulegt innstreymi mengunarefna frá bæði fjarlægum og staðbundnum f lutningi and- rúmslofts. Samk væmt bók u ninni u m umhverfisvernd við Suðurskauts- sáttmálann er allt Suðurheimskautið náttúrufriðland tileinkað friði og vísindum. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga ástandið á hinum pól jarðarinnar okkar, á Norðurheim- skautinu. Þrátt fyrir áhyggjur af ein- stöku umhverfi sínu keppast lönd svæðisins um áhrif og hvetja námu- fyrirtækin sín til að leita að olíu og gasi. Ógnvekjandi sjónarmið um eyðingu náttúruauðlinda jarðarinn- ar hafa heyrst að minnsta kosti frá því að fyrsta skýrsla Rómarklúbbs- ins var gefin út árið 1972. Vissulega, þegar umræðan um framtíðarað- gengi að orku á jörðinni magnast, mun freistingin til að kanna svæði sem ekki ennþá hafa verið nýtt, aðeins magnast. Hin mikilvægasta pólska Heim- skautastöð, það er Stanisław Sied- lecki pólska Heimskautastöðin, Hornsund, á Norðurheimskaut- inu, byrjaði sem árstíðabundin starfsemi árið 1957 og framlengdi starfsemina í heilsársstarfsemi árið 1978. Henni er stjórnað af Jarðeðlis- fræðistofnun pólsku vísindaaka- demíunnar. Rannsóknirnar sem þar eru gerðar miða að betri skiln- ingi á náttúrlegu kerfi Norðurheim- skautsins og þeim breytingum sem verða á því, aðallega í tengslum við loftslagsbreytingar. Það má með ánægju álykta að rannsóknir sem gerðar hafa verið frá pólsku Heimskautastöðvunum hafi notið verðskuldaðs alþjóðlegs orðspors og veitt mikilvægt framlag til rannsókna á heimsvísu á land- svæði sem skiptir sköpum fyrir framtíð plánetu okkar. n Textinn er birtur samtímis í pólska mánaðarlega tímaritinu „Wszystko Co Najważniejsze“ sem hluti af verkefni sem unnið var með Þjóðar- minningarstofnuninni (the Institute of National Remembrance) og Seðla- banka Póllands (Narodowy Bank Polski. Pólverjar voru brautryðjendur í heimskautarannsóknum Michał Kleiber prófessor við Pólsku vísinda- akademíuna. Það er gleðiefni að íslenskt samfélag virðist vera að ná tökum á COVID-19 faraldrinum og hafa bólusetningar gengið vel hér á landi, en um 80% íbúa 16 ára og eldri eru fullbólusettir og 8,7% hálf bólusettir. Jafnframt dregur úr atvinnuleysi en skráð atvinnuleysi mældist samkvæmt bráðabirgðatölum 7,3% í júní en var 9,1% í maí. Þá bendir ný skýrsla Efna- hags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland til þess að vel hafi gengið í baráttunni við faraldurinn og að viðsnúningur sé framundan í efnahagslífinu. En f leiru þarf að huga að því sálfélagslegar af leið- ingar faraldursins eiga enn eftir að koma fram og því er mikilvægt að tryggja í tíma viðeigandi stuðning til þeirra sem þess þurfa. Tryggja þarf viðeigandi þjónustu Kvíði, streita, samskiptavandi og félagsleg einangrun er ein af afleiðingum COVID-19 faraldurs- ins sem skapaðist vegna óvissu og samkomu banns. Félagsráðgjafar sinna mikilvægu hlutverki til að tryggja lögbundna þjónustu. Í far- aldrinum leituðu þeir leiða til að tryggja að viðkvæmir hópar fengju nauðsynlega þjónustu, svo sem mat, félagsskap og aðhlynningu. Þegar Landlæknir sendi út þau skilaboð að fólk ætti að halda sig heima til að fyrirbyggja smit þurfti að leita leiða til að tryggja þjónustu fyrir heim- ilislausa, fatlaða, aldraða og aðra viðkvæma hópa. Einnig þurfti að finna leiðir til að rjúfa félagslega ein- angrun. Þegar um er að ræða félags- legan vanda þá þarf að bregðast við sem fyrst áður en vandinn þróast og verður illviðráðanlegur. Tölur sýna að tilkynningum til barna- verndarnefnda fjölgaði í faraldr- inum, heimilisof beldi jókst, bið- listar eftir sérfræðiþjónustu skóla lengdust og sama er að segja um bið eftir þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga Félagsráðgjafafélag Íslands fagnar því áformum Reykjavíkurborgar að efla sálfræði- og talmeinaþjónustu í skólum borgarinnar eins og fram kemur í grein Þórdísar Lóu Þór- hallsdóttur þann 2. júní sl. á visi. is. Félagið fagnar einnig áformum borgarinnar að fara í samstarf við einkareknar stofur til að tryggja þjónustu og vill í því sambandi vekja athygli á því að margir félags- ráðgjafar bjóða upp á þjónustu á einkareknum stofum með viðtölum við einstaklinga, pör og fjölskyldur sem þurfa á margvíslegri aðstoð að halda. Það er mikilvægt að tryggja aðgengi að viðeigandi þjónustu fyrir alla aldurshópa og því er brýnt að ríkið geri samninga við félagsráð- gjafa um niðurgreiðslu á þjónustu þeirra. Félagið skorar á heilbrigðis- ráðherra og fjármálaráðherra að grípa inn í og tryggja fjármagn í því skyni að sálfræðiþjónusta og önnur klínísk viðtalsmeðferð, meðal annars félagsráðgjafa, falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygg- inga, líkt og Alþingi samþykkti sam- hljóða fyrir rúmu ári síðan. n Aðgengi að þjónustu sjálfstætt starfandi félagsráðgjafa Steinunn Bergmann formaður Félags- ráðgjafafélags Íslands. 10 Skoðun 14. júlí 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.