Fréttablaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 26
Tryggja þarf að hag- kvæm uppbygging eigi sér stað fyrir almenna íbúðamarkaðinn en verði ekki aðeins í gegnum óhagnaðar- drifin leigufélög. Ófremdarástand í Suður-Afríku Óeirðir ríkja í Suður-Afríku eftir að fyrrverandi forseti landsins, Jacob Zuma, var handtekinn fyrir viku og dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar fyrir að van- virða dómstól í landinu og að mæta ekki þegar átti að spyrja stjórnmálamanninn um spillingu á þeim níu árum sem hann stýrði landinu. Á myndinni má sjá fjölda fólks ræna verslun í Durban, sem er þriðja stærsta borg landsins á eftir Jóhannesarborg og Höfðaborg. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA n Skotsilfur Skortur á framboði íbúða hefur skaðleg áhrif. Því er mikill ávinn- ingur af umbótum á íbúðamarkaði bæði fyrir almenning og atvinnu- líf. Í nýlegri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að uppsöfnuð íbúðaþörf hafi verið tæplega 4.000 íbúðir í upphafi þessa árs. Skýrist það af því að ekki hefur tekist að mæta þeirri miklu þörf sem hefur verið fyrir framboð á nýjum íbúðum á síðustu árum. Samtök iðnaðarins hafa hvatt til þess að íbúðauppbygging verði jöfn og stöðug til að mæta þörfum íbúa landsins hverju sinni. Á sama tíma og þörfin fyrir nýjar íbúðir er mikil hefur verulegur sam- dráttur mælst í íbúðum í byggingu. Samkvæmt nýjustu talningu Sam- taka iðnaðarins voru íbúðir í bygg- ingu 4.610 og fækkaði þeim um 1.131 á milli ára. Samdráttur hefur verið í fjölda íbúða í byggingu síðan í febrúar 2019 og nemur samdráttur- inn 29 prósentum. Mjög fáar íbúðir eru á fyrstu byggingarstigum og er það áhyggjuefni vegna væntanlegs framboðs á fullbúnu íbúðarhúsnæði á næstu árum en gert er ráð fyrir að tæplega 3.000 íbúðir þurfi að bætast við á ári til að mæta þörf. Samkvæmt spá Samtaka iðnaðarins munu rétt ríflega 2.100 fullbúnar íbúðir koma inn á markaðinn á höfuðborgar- svæðinu og í nágrannasveitarfélög- um á þessu ári og rétt tæplega 1.800 íbúðir á næsta ári. Þó um sé að ræða nokkra aukningu frá því sem hefur verið á síðustu árum er ljóst að enn vantar mikið upp á að byggt sé í takt við íbúðaþörf. Það er hægt að taka undir orð seðlabankastjóra þegar hann segir að verðhækkanir á íbúðamarkaði undanfarið séu til merkis um að framboð hafi ekki í við eftirspurn, það er að ekki sé nægjanlega mikið byggt af íbúðum. Réttilega bendir hann á að ástæðan liggi í ónægu framboði lóða, ekki síst af hálfu stærsta sveitarfélags landsins, Reykjavík. Það blasir við að lóðaframboð þarf að vera meira og fjölbreyttara. Mikilvægt er að markaðurinn mæti þörfum íbúa á hverjum tíma en áhersla á uppbyggingu þéttingar- reita í Reykjavík hefur ekki skilað möguleikum á hagkvæmri upp- byggingu fyrir almennan markað. Tryggja þarf að hagkvæm uppbygg- ing eigi sér stað fyrir almenna íbúða- markaðinn, en verði ekki aðeins í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög. Úrræðin til að bregðast við þess- um vanda eru fyrst og fremst á valdi sveitarfélaganna sem spila stórt hlutverk þegar kemur að þróun íbúðamarkaðar. Að mati Samtaka iðnaðarins er mikilvægt að þau axli ábyrgð og bregðist við með auknu og fjölbreyttara framboði lóða og geri þannig sitt til að þörfum íbúa landsins fyrir íbúðarhúsnæði sé mætt. n Sveitarfélög axli ábyrgð á íbúðauppbyggingu  Jóhanna Klara Stefánsdóttir sviðsstjóri mann- virkjasviðs Sam- taka iðnaðarins. Ristir grunnt Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Miðað við væntingar um framtíðararðsemi Íslandsbanka þá var eignarhlutur ríkissjóðs í bankanum seldur á nánast sama verði og ætla mætti með hliðsjón af markaðsvirði fjölda annarra banka í Evrópu sem eru að skila sambærilegri arðsemi. Meintur afsláttur, eins og fram kemur í samantekt Markaðarins, nam aðeins 2 prósentum miðað við evrópska banka og 6,5 prósentum miðað við norræna. Ólíklegt er að þeir sem hafa farið mikinn um undirverðlagningu bankans hafi gert ítarlega greiningu á verðinu. Þeir sáu einfaldlega bréfin hækka og nýttu tækifærið til þess að koma höggi á stjórnvöld. Greiningin risti ekki dýpra en það. En þess eðlis er pólitíkin. Ásýndin vegur þyngra en staðreyndir. n Fjárfestar sallarólegir Stefán Gunnarsson framkvæmdastjóri Solid Clouds. Það var kærkomið að fá metnaðarfullt sprotafyrirtæki, Solid Clouds, á First North markað Kauphallarinnar. Vonandi munu fleiri áhugaverð fyrirtæki fylgja í kjölfarið. Þrátt fyrir rífandi stemningu á hlutabréfamarkaði og umframeftirspurn eftir bréfum í hlutafjárútboði tölvuleikjaframleiðandans, hefur gengið lækkað um 19 prósent frá skráningu. Það er svo sem ekkert til að hafa áhyggjur af, að svo stöddu, því markaðsvirðið mun ráðast af því hvort næsti leikur slái í gegn eða ekki. Það má þó segja fjárfestum til hróss að þegar skortur er á fjárfestingarkostum og vextir lágir að gengi sprotans hafi ekki skotist upp eftir skráningu. Enda er gríðarleg óvissa um hvernig tölvuleiknum muni vegna. n Drifkraftur biðlista Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fjöldi fram bjóð enda til Alþingis næsta haust hefur gert biðlista í heilbrigðiskerfinu að umfjöllunarefni. Í öllum tilfellum snýr gagnrýnin að því að ekki sé nægu fjármagni veitt í heilbrigðismál í víðu samhengi. Hins vegar er það svo að útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist ár frá ári síðastliðna tvo áratugi, að undanskildu tímabilinu sem AGS réði hér ríkjum. Getur verið að ríkisvæðing og aukin miðstýring heilbrigðiskerfisins undir forystu Svandísar Svavarsdóttur sé drifkraftur biðlistanna? n MARKAÐURINN6 14. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.