Fréttablaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 24
Svæðisskipulag
1. Samkvæmt 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt lýsing
svæðisskipulags fyrir suðurhálendið.
Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis vinnur nú að gerð
nýs svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið sem nær til eftirtalinna sveitarfélaga:
Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ása-
hreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð,
og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þessara taka sveitarfélögin Flóa-
hreppur og Árborg þátt í verkefninu.
Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal samvinnunefnd sem vinnur
að gerð nýs svæðisskipulags „… taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar
sem gerð er grein fyrir hvaða áherslur nefndin hefur við gerð skipulagsins, for-
sendum þess og fyrirliggjandi stefnu og hvernig kynningu verði háttað gagnvart
íbúum og öðrum hagsmunaaðilum”.
Skipulagslýsing þessi ásamt fylgigögnum liggur nú fyrir og geta þeir sem áhuga
hafa á kynnt sér hana á heimsíðu verkefnisins, www.sass.is/sudurhalendi
Þeir sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir um fyrirliggjandi gögn
eða efni skipulagslýsingar geta skilað þeim til svæðisskipulagsnefndar á net-
fangið sudurhalendi@sass.is
Auglýsing vegna lýsingar var birt á heimasíðu SASS þann 2. júlí 20221.
Frestur til athugasemda er gefinn til og með 15. ágúst nk.
Aðalskipulagsmál
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðalskipu-
lagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana :
2. Skollagróf, L166828 – Efnistaka – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundum sínum þann 24. júní 2021
að kynna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í
breytingunni felst að landbúnaðarland á lóð Eyjarlands er breytt í iðnaðarsvæði
til samræmis við núverandi notkun lóðarinnar. Á lóðinni er starfrækt seiðaeldis-
stöð með framleiðslugetu fyrir um 20 tonn af seiðum.
3. Skálholt L167166 – Aðalskipulagsbreyting – Úr landbúnaðarsvæði í skóg-
ræktarsvæði
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundum sínum þann 6. maí 2021 að
kynna skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins að
Skálholti. Í breytingunni felst breytt landnotkun á landbúnaðarlandi í skógrækt
innan jarðarinnar.
4. Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki á fundi sínum þann 7. júlí
2021 að auglýsa til kynningar heildar endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og
Grafningshrepps 2020-2032 . Framlögð gögn til kynningar er greinargerð aðal-
skipulags, forsendu- og umhverfisskýrsla, sveitarfélagsuppdráttur, uppdráttur
af Grímsnesafrétti og þéttbýlisuppdrættir ásamt skýringauppdráttum sem taka
til vega í náttúru Íslands, flokkun landbúnaðarlands, vistgerðarkorta, verndar-
svæða og minja. Kynningargögn má nálgast rafrænt á meðfylgjandi hlekk og á
heimasíðu UTU og sveitarfélagsins.
Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur eftirfarandi
deiliskipulagsáætlana:
5. Hamar land 2, 212450 – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundum sínum þann 6. júlí 2021 að kynna
tillögu að deiliskipulagi sem tekur til Hamars land 2. Í deiliskipulaginu felst
m.a. skilgreining á byggingarheimildum innan lands Hamars 2 þar sem gert er
ráð fyrir núverandi aðstöðuhúsi, tveimur reið- / vélaskemmum allt að 800 fm,
tveimur einbýlishúsum með bílskúr allt að 200 fm, auk fjögurra gestahúsa allt að
50 fm. Heildarstærð landsins er um 110 ha.
6. Skógsnes 2, L229833 og Lauftún, L230656 – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundum sínum þann 6. júlí 2021 að kynna
tillögu að deiliskipulagi sem tekur til Skógsness 2 og Lauftúns úr landi Skógs-
ness í Flóahreppi. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að á hvorum stað rísi íbúðarhús,
gestahús, reiðhöll-/skemma og vélaskemma. Hvort land fyrir sig er um 60 ha.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftir-
farandi deiliskipulagsáætlana:
7. Efra-Langholt L166738 – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. júlí 2021 að
auglýsa nýtt deiliskipulag í landi Efra- Langholts. Í deiliskipulaginu felst skipu-
lagning 10 frístundalóða sem eru hver um 1 ha að stærð.
8. Efri-Kisubotnar Hrunamannaafrétti – Fjallaskáli – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. júlí 2021 að
auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Efri-Kisubotna á Hrunamannaafrétti skv.
1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um
rúmlega 4 ha lóð. Innan hennar er núverandi hús. Heimilt er að byggja allt að
150 fm hús og vera með gistingu fyrir allt að 30 gesti. Gert er ráð fyrir salerni í
húsinu. Gerð verður grein fyrir fráveitu og vatnsbóli.
Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel
á afþreyingar- og ferðamannasvæði.
9. Svínárnes Hrunamannaafrétti – Fjallaskáli – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. júlí 2021 að
auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Svínárnes á Hrunamannaafrétti skv. 1.mgr.
41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um 9 ha lóð. Innan hennar eru núverandi
mannvirki. Heimilt er að stækka/fjölga húsum fyrir gistingu, veitingasölu og
vera með tjaldsvæði. Hámarks byggingamagn á svæðinu verður allt að 950 fm.
Heimilt er að vera með gistingu fyrir 85 gesti. Gerð verður grein fyrir fráveitu,
vatnsbóli og aðkomu. Í aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið
skilgreint sem skálasvæði á afþreyingar- og ferðamannasvæði.
10. Fosslækur Hrunamannaafrétti – Fjallaskáli – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. júlí 2021 að
auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Fosslækjar á Hrunamannaafrétti skv. 1.mgr.
41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Deiliskipulagstillagan tekur til afmörkunar á um 14 ha lóð. Innan hennar eru nú-
verandi mannvirki, hestagerði og vatnsból og vatnsleiðsla frá því að húsunum.
Heimilt er að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 fm og byggja nýtt
hús allt að 100fm. Gisting verður fyrir allt að 50 gesti.
Í aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel
á afþreyingar- og ferðamannasvæði.
11. Grákollur Hrunamannaafrétti – Fjallaskáli – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. júlí 2021 að
auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Grákolls á Hrunamannaafrétti skv. 1.mgr. 41
.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um 8 ha lóð. Heimilt er að byggja allt að
150 fm hús og vera með gistingu fyrir allt að 30 gesti. Gerð verður grein fyrir
fráveitu, vatnsbóli og aðkomu. Í aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er
svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.
12. Miklöldubotnar Hrunamannaafrétti; Fjallaskáli; Deiliskipulag
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. júlí 2021 að
auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Mikluöldubotna á Hrunamannaafrétti skv.
1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Deiliskipulagstillagan tekur til afmörkunar á um 5 ha lóð. Innan hennar eru
núverandi mannvirki og gerði fyrir fé/hross. Heimilt er að stækka núverandi
gistiaðstöðu um allt að 100 fm og byggja nýtt hús allt að 100 fm. Gisting verður
fyrir allt að 30 gesti.
Einnig er gert ráð fyrir salerni, fráveitu og vatnsbóli.
Í aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel
á afþreyingarog ferðamannasvæði.
13. Helgaskáli Hrunamannaafrétti – Fjallaskáli – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. júlí 2021 að
auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Helgaskála á Hrunamannaafrétti skv. 1.mgr.
41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um 15 ha
lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki, hestagerði, vatnsból og fráveita.
Heimilt er að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 fm og byggja nýtt
hús allt að 100 fm. Heimilt er að stækka hesthús í allt að 100 fm. Gisting verður
fyrir allt að 50 gesti. Í aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið
skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.
14. Heiðará Hrunamannaafrétti – Fjallaskáli – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. júlí 2021 að
auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Heiðará á Hrunamannaafrétti skv. 1.mgr. 41.gr.
skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um 7 ha lóð.
Innan hennar eru núverandi mannvirki. Staðurinn er hugsaður sem áningar-
staður á göngu- og reiðleið með Stóru-Laxá. Ekki er gisting á staðnum. Heimilar
eru endurbætur/viðhald á núverandi mannvirki. Þá er gert ráð fyrir salerni,
fráveitu og vatnsbóli. Í aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið
skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.
15. Leppistungur L166846 – Fjallaskáli – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. júlí 2021
að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Leppistungna á Hrunamannaafrétti
skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið tekur til um 5 ha
svæðis. Á staðnum er 70 fm hús sem byggt var árið 1987. Einnig er þar gamalt
leitarmannahús. Þessi hús eru notuð sem leitar-mannahús og fyrir ferðafólk
á sumrin. Einnig er á staðnum 36 fm hesthús og hestagerði við það. Gisting er
fyrir um 24 gesti. Aðkoma er af vegslóða sem liggur um Hrunamannaafrétt.
Mannvirki eru í eigu Hrunamannahrepps. Starfsemi er aðallega yfir sumar-
tímann. Innan lóðar/afmörkunar svæðis eru núverandi mannvirki, hestagerði
og vatnsból. Heimilt verður að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 fm
og byggja nýtt hús allt að 100fm. Heimilt er að stækka hesthús í allt að 100 fm.
Gisting verður fyrir allt að 50 gesti. Í aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-
2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.
16. Reykjabakki L166812, Reykjalaut – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. júlí 2021 að
auglýsa deiliskipulagstillögu í landi Reykjabakka. Í deiliskipulaginu felst m.a.
skilgreining
byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, gestahúsi og landbúnaðarhúsnæði.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulags-
fulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt
að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is .
Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna:
https://www.asahreppur.is/ , https://www.blaskogabyggd.is/ ,
https://www.floahreppur.is/, https://www.fludir.is/, https://www.gogg.is/ og
https://www.skeidgnup.is/
Svæðisskipulag fyrir suðurhálendið, mál nr. 1 er kynnt með athugasemdafrest
til 15. Ágúst. Aðalskipulagsbreytingar mál nr. 2, 3 og 4 er kynnt frá 14. 7. 2021 til
og með 6. 8. 2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 6. 8.
2021. Deiliskipulagstillögur í lið 5 og 6 eru kynntar frá 14. 7. 2021 til og með 6. 8.
2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 6. 7. 2021. Deili-
skipulagsmál í liðum 7 – 16 eru auglýst með athugasemdafresti frá 14. 7. 2021 til
og með 27. 8. 2021. Athugasemdir og ábendingar við auglýst skipulagsmál skulu
berast eigi síðar en 27. 8. 2021.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut
12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is
Skrifstofa Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. mun loka í tvær vikur í
sumar, frá 26. júlí til og með 6. ágúst 2021, vegna sumarleyfa starfsfólks.
Við opnum síðan aftur mánudaginn 9. ágúst, hress og endurnærð.
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Útboð
Skagafjarðarveitur óska eftir tilboðum í verkið
Skagafjörður ljósleiðari 2021
Um er að ræða 4 svæði í Skagafirði.
1. Vatnsskarð, lögn ljósleiðara 14,5 km 9 tengistaðir
2. Skagi, lögn ljósleiðara 36,9 km 23 tengistaðir
3. Hjaltadalur, lögn ljósleiðara 30,9 km 26 tengistaðir
4. Deildardalur, lögn ljósleiðara 10,1 km 10 tengistaðir
Verkinu skal lokið fyrir 31. desember 2021.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt hjá Stoð ehf. verkfræðistofu Aðalgötu 21
Sauðárkróki frá og með miðvikudeginum 14. júlí. stod@stodehf.is
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Skagafjarðarveitna ehf. Borgarteigi 15 Sauðárkróki,
kl. 11.00 fimmtudaginn 29. júlí 2021.
Skagafjarðarveitur
Útboð
Skagafjarðarveitur óska eftir tilboðum í verkið
Skagafjörður ljósleiðari 2021
Um er að ræða 4 svæði í Skagafirði.
1. Vatnsskarð, lögn ljósleiðara 14,5 km. 9 tengistaðir
2. Skagi, lögn ljósleiðara 36,9 km. 23 tengistaðir
3. Hjaltadalur, lögn ljósleiðara 30,9 km. 26 tengistaðir
4. Deildardalur, lögn ljósleiðara 10,1 km. 10 tengistaðir
Verkinu skal lokið fyrir 31. desember 2021.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt hjá Stoð ehf. verkfræði-
stofu Aðalgötu 21 Sauðárkróki frá og með miðvikudeginum
14. júlí. stod@stodehf.is
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Skagafjarðarveitna ehf.
Borgarteigi 15 Sauðárkróki, kl. 11.00 fimmtudaginn 29. júlí
2021.
Skagafjarðarveitur
Útboð
Tilkynningar
RÁÐNINGAR
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu, getu og reynslu
starfsmanna. Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting
og er hagur bæði fyrirtækis og viðkomandi einstaklings
að vel takist til.
8 SMÁAUGLÝSINGAR 14. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR