Fréttablaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 32
Ef maður lítur vel í
kringum sig þá sér
maður að það er fleira
list en listaverkið sjálft.
Ívar Valgarðsson.
Efnisgerð augnablik er sam-
sýning fjögurra listamanna í
Nýlistasafninu. Blaðamaður
náði tali af tveimur þeirra,
Ívari Valgarðssyni og Ingunni
Fjólu Ingþórsdóttur.
kolbrunb@frettabladid.is
Ívar Valgarðsson hefur starfað við
myndlist í áratugi og hefur haldið
einkasýningar hér á landi og erlend-
is og tekið þátt í fjölda samsýninga.
Á sýningunni í Nýlistasafninu
sýnir hann tvö aðskilin verk. Ann-
ars vegar verk á vegg sem heitir
„Veggirnir á milli málverkanna“ og
samanstendur af fjórum ljósmynd-
um og svo verk á gólfi sem heitir:
„Rökkurgrátt - Sólgult - Ísblátt“,
þrír um það bil meters háir stöplar
úr MDF. Saman mynda bæði verkin
vissa heild í huga Ívars.
Ljósmyndirnar minna í f ljótu
bragði á abstrakt málverk og
tengjast reyndar málverkum því
þær fjalla um rýmið á milli mál-
verka. „Þær voru teknar í Listasafni
Íslands á sýningu á verkum eftir
Kjarval, Þórarin B. Þorláksson, Nínu
Tryggvadóttur, Júlíönu Sveinsdótt-
ur og fleiri listmálara og sýna vegg-
bilið á milli málverkanna segir Ívar.
Greina má endurkast af römmunum
á ljósmyndunum.
Fjarvera listaverksins
Í gólfverkinu nýtir Ívar sér skáldleg
verksmiðjuheiti hefðbundinnar
innanhússmálningar og setur
Rökkurgrátt á hlið og gólf sem snýr
frá glugga á einn stöpulinn. Sólgult
á eina hlið sem snýr að glugga ann-
ars og Ísblátt ofan á þann þriðja
sem myndar þar þykkt lag líkt og
ís. „Ég málaði lag fyrir lag um 400
umferðir þar til tiltekinni þykkt
var náð.
Spurður um hugsunina sem liggi
að baki þessu verki hans segir Ívar:
„Hugmyndin að báðum verkunum
fjallar á vissan hátt um fjarveru
listaverksins. Ef maður lítur vel í
kringum sig þá sér maður að það er
fleira list en listaverkið sjálft.
Mondrian, abstraktmálarinn
kunni, hafði stórar útópískar hug-
myndir. Ein var sú að þegar fólk
færi að upplifa veruleikann sem
listaverk, þá væri ekki lengur þörf
fyrir málverk eða annað þess háttar.
Mér finnst svona vangaveltur mjög
áhugaverðar.“
Tíminn og vitar
Í verki Ingunnar Fjólu veltir hún
fyrir sér stöðu málverksins. „Í öllu
sem ég geri er ég að hugsa um mál-
verkið,“ segir hún. „Verkið á þessari
sýningu er gert úr bómullarþráðum
sem ég málaði á með akrílmáln-
ingu. Þræðirnir eru keyrðir af
mótorum og hreyfast. Hreyfingin
er sífelld og jöfn. Á sitt hvorum
veggnum við verkið eru risastórir
málaðir f letir, annar rauður og
hinn grænn, sem mynda samspil
milli þráðanna og myndflatanna.
Það má horfa verkið sem málverk
í rými sem áhorfandinn gengur
inn í og í kringum og sjónarhornið
breytist eftir því hvar hann stend-
ur.“
Ingunn Fjóla segist við gerð
verksins mikið hafa hugsað um
starfsemina í húsinu og umhverfi
þess, en höfnin er í nánd við
Nýlistasafnið. „Í þessu húsi var
fiskverksmiðja og ég fór að hugsa
um siglingar, skipin og siglingaljós.
Litirnir á stóru f lötunum á veggj-
unum, rauður og grænn, tákna sigl-
ingaljós Þá er grænt ljós á stjórn-
borða hægra megin og rautt ljós á
bakborða vinstra megin. Eins er
með hafnarvita, þar er rautt öðru
megin og grænt hinu megin. Þetta
eru manngerð kerfi sem hjálpa
okkur við að rata um heim sem er
alltaf á hreyfingu. Þannig að ég var
að hugsa um tímann og vita sem
hjálpa okkur að rata.“
Kýs að þenja út málverkið
Ingunn Fjóla segist stöðugt vera
að hugsa um sambandið milli
áhorfandans og verksins. „Ég geri
oft verk þar sem áhorfandinn þarf
að hreyfa sig um og skoða þau frá
mismunandi sjónarhornum. Ég vil
draga áhorfandann inn í samtal
við verkið, sem er á einhvern hátt
líkamlegt af því hann þarf að hreyfa
sig. Það er ekki bara sjónin heldur
líka önnur skynfæri sem færa hann
nær verkinu.“
Verk Ingunnar Fjólu hafa verið
sýnd víða í söfnum og galleríum
hér á landi og erlendis. Þótt hún hafi
brennandi áhuga á málverkinu þá
málar hún ekki hefðbundin mál-
verk. Hún hefur bæði unnið stórar
innsetningar og minni verk, eins-
konar lágmyndir eða þrívíð mál-
verk, þar sem hún blandar saman
máluðum flötum og þráðum.
„Málverkið hefur alltaf verið mér
hugleikið en þessi tvívíði f lötur
hefur ekki nægt mér. Ég hef kosið
að þenja út málverkið,“ segir hún.
Ingunn Fjóla segir að í verkum
sínum á þessari sýningu séu þau
Ívar ekki á ósvipuðum slóðum og
bendir á að hann hafi á ferlinum
gert ýmis verk sem fjalla um mál-
verkið. n
Á svipuðum slóðum
Ívar Valgarðsson og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir eiga verk í Nýlistasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Verk Ingunnar á sýningunni.
Listamennirnir á sýning-
unni í Nýlistasafninu
Ívar Valgarðsson
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Baldur Geir Bragason
Inga Þórey Jóhannsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Þjóðleik húsið frumsý nir glæ-
nýjan söngleik, Sem á himni, á
næsta leikári. Nú er verið að ljúka
mönnun leikhópsins sem leikstjór-
inn Unnur Ösp Stefánsdóttir mun
stýra í þessari metnaðarfullu upp-
setningu. Meðal þeirra sem verða
í aðalhlutverkum eru Elmar Gil-
bertsson og Salka Sól, en aðrir leik-
arar eru meðal annars Valgerður
Guðnadóttir, Guðjón Davíð Karls-
son og Katrín Halldóra Sigurðar-
dóttir en alls mun sýningin skarta
25 leikurum og söngvurum á sviði
og 12 manna hljómsveit í gryfju.
Elmar tekur nú í fyrsta sinn þátt
í uppsetningu í Þjóðleikhúsinu,
en hann hefur notið mikillar vel-
gengni jafnt innanlands sem utan
á liðnum árum og sungið aðalhlut-
Elmar og Salka Sól í Sem á himni
kolbrunb@frettabladid.is
Sýning Höddu Fjólu Reykdal,
Ljósmosagrár út í hvítt stendur yfir
í NORR11 á Hverfisgötu.
Í verkum sínum skoðar Hadda
blæbrigði litanna í náttúrunni og
hvernig þeir breytast eftir birtu og í
mismunandi veðrabrigðum. Leiðar-
stefið í verkum hennar eru fínlegar
doppur í láréttum og lóðréttum
línum eða hringir lag ofan á lag svo
úr verður þéttur vefur lita og forma.
Hadda Fjóla Reykdal (f. 1974)
útskrifaðist úr Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands árið 1998. Hún
hefur haldið fjölda sýninga hér-
lendis sem og í Svíþjóð þar sem hún
bjó í tíu ár. n
Blæbrigði litanna
Hadda Fjóla sýnir verk sín í NORR11.
Elmar tekur í fyrsta sinn þátt í uppsetningu í Þjóðleikhúsinu.
kolbrunb@frettabladid.is
Á tónleikum Jazzklúbbs Múl-
ans, f immtudaginn 15. júlí kl.
20 í Flóa, Hörpu, kemur fram
pí a nól e i k a r i n n A g n a r M á r
Magnússon ásamt tríói sínu .
Agnar Már fagnar 20 ára afmæli
fyrstu plötu sinnar með útgáfu á
nótnabók. Agnar hefur gefið út
fjölda platna á ferli sínum og er
þeim öllum gerð skil í bókinni. Á
tónleikunum verður rifjað upp efni
af fyrstu plötunni 01. Ásamt Agnari
koma fram bassaleikarinn Nicolas
Moreaux og Matthías M. D. Hem-
stock sem leikur á trommur. n
Tríó Agnars Más
í Múlanum
Agnar Már verður í Hörpu.
kolbrunb@frettabladid.is
Á fimmtu tónleikum sumarjazztón-
leikaraðar veitingahússins Jómfrú-
arinnar við Lækjargötu, laugardag-
inn 17. júlí, kemur fram söngkonan
Unnur Birna Björnsdóttir ásamt
hljómsveit gítarleikarans Björns
Thoroddsen. Sigurgeir Skafti Flosa-
son leikur á bassa og Skúli Gíslason
á trommur. Þau munu f lytja fjöl-
breytta og skemmtilega efnisskrá.
Tónleikarnir fara fram utandyra á
Jómfrúartorginu. Þeir hefjast kl. 15
og standa til kl. 17. n
Unnur og Bjössi
Thor á Jómfrúnni
Unnur Birna ásamt hljómsveit.
Elmar tekur nú í fyrsta
sinn þátt í uppsetn-
ingu í Þjóðleikhúsinu,
en hann hefur notið
mikillar velgengni
jafnt innanlands sem
utan á liðnum árum.
verk í virtum óperuhúsum og tón-
leikasölum víðs vegar um Evrópu.
Elmar hefur tvívegis hlotið bæði
Grímuverðlaunin og Íslensku tón-
listarverðlaunin sem söng vari
ársins. n
16 Menning 14. júlí 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 14. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR