Fréttablaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 16
Við teljum
að fram til
ársins
2023, og
jafnvel
lengur,
muni
sérhæfðar
ferðaskrif-
stofur með
stað-
bundna
þekkingu
taka stærri
hluta af
kökunni.
Markaðs-
hlutdeild
þeirra mun
aukast á
kostnað
beinna
bókana.
Samruni Nordic Visitor og
Iceland Travel er sá umfangs
mesti sem sést hefur í íslenskri
ferðaþjónustu í seinni tíð.
Ásberg Jónsson, forstjóri
Nordic Visitor kallar eftir
samstilltu átaki til að leysa úr
skuldavanda greinarinnar.
Saman verða ferðaskrifstofurnar
Nordic Visitor, Iceland Travel og
Terra Nova þriðja stærsta ferða
þjónustufyrirtæki landsins, þegar
kaup Nordic Visitor á Iceland Travel
ganga í gegn. Ef miðað er við veltu
félaganna árið 2019 er yfirtakan
sú umfangsmesta sem sést hefur
í íslenskri ferðaþjónustu í seinni
tíð. Ásberg Jónsson, forstjóri og
stofnandi Nordic Visitor, segir að
samstillt átak þurfi til að leysa úr
ósjálfbærri skuldastöðu ferðaþjón
ustunnar ella nái greinin sér ekki
almennilega á strik.
Nordic Visitor, sem var stofnað
árið 2002, keypti Iceland Travel,
dótturfélag Icelandair, fyrir 1,4
milljarða króna. Kaupin eru háð
samþykki Samkeppniseftirlitsins og
endanlegt söluverð er háð árangri
og afkomu Iceland Travel árin 2022
og 2023.
Nordic Visitor hefur sérhæft sig í
að selja ferðir beint til einstaklinga
en árið 2019 var ákveðið að auka
við þjónustuframboð fyrirtækisins
með sölu ferða í heildsölu til ferða
skipuleggjenda og annarra fyrir
tækja.
Fyrsta skrefið voru kaup Nordic
Visitor á Terra Nova sem var hluti
af TravelCo sem stofnað var í kjöl
far gjaldþrots Primera Travel Group
og kaupin á Iceland Travel eru enn
stærra skref í þessa átt.
„Við vissum af því að Icelandair
Group hafði áhuga á að selja Ice
land Travel en sýndum því ekki
mikinn áhuga til að byrja með. Á
þeim tíma var fyrirtækið með vel á
annað hundrað starfsmenn og yfir
taka myndi því hafa uppsagnir í för
með sér. Það er mun skemmtilegra
að byggja upp heldur en að skala
niður,“ segir Ásberg, en viðhorfið
breyttist með tilkomu kórónuveir
unnar.
„Ég tel að nú sé mjög ákjósanlegur
tími til að kaupa Iceland Travel.
Seljandinn vildi selja og verðið var
ásættanlegt fyrir báða aðila miðað
við aðstæður.“
Um leið og ákveðið var að setja
Iceland Travel í opið söluferli fyrr
á þessu ári var ákveðið að skila inn
bindandi tilboði af hálfu Nordic
Visitor. Morgunblaðið greindi frá
því að Kynnisferðir, Keahótel og
sjóður á vegum Landsbréfa hefðu
einnig gert tilboð í Iceland Travel.
„Við töldum að af öllum tilboðs
gjöfum hefðum við mesta sam
legð með þessum rekstri og ættum
þannig auðveldast með að bæta
afkomu félagsins án þess að skera
niður almennt í rekstrinum,“ segir
Ásberg.
Hugmyndin á bakvið kaup Nor
dic Visitor á Iceland Travel er tví
þætt. Annars vegar sér Ásberg mikil
samlegðartækifæri þrátt fyrir að
fyrirtækin verði áfram rekin sem
sjálfstæðar einingar. Í haust verður
stofnað móðurfélag fyrir samstæð
una sem mun sjá um meðal annars
stoðþjónustu rekstrarins.
„Hins vegar sjáum við fram á að
ferðamenn séu tilbúnir að borga
aukalega fyrir öryggið sem ferða
skrifstofur veita. Margir sem skipu
lögðu ferðalag árið 2020 lentu í því
að eiga erfitt með að fá upplýsingar
og endurgreiðslur frá hinum og
þessum. Ef þú bókar beint hjá hót
eli þá færðu ekki endurgreitt ef hót
elið fer á hausinn. Sama gildir um
bílaleigur, afþreyingu og svo fram
vegis. Ef þú bókar beint og f lugið
þitt frestast þá ertu í þeirri stöðu
að þurfa að endurbóka ferðina og
hugsanlega fæst hluti af henni ekki
endurgreiddur,“ útskýrir Ásberg.
Annað gildir um bókanir hjá ferða
skrifstofum.
„Ef þú bókar hjá ferðaskrifstofu
þá veistu að hún hefur gjaldþrota
tryggingu. Ef f lugið frestast þá sér
ferðaskrifstofan um endurbókanir
og ef það eru kvaðir um skimanir
þá sér ferðaskrifstofan um að upp
lýsa þig um þær. Hún ber ábyrgð á
þér. Við teljum að fram til ársins
2023, og jafnvel lengur, muni sér
hæfðar ferðaskrifstofur með stað
bundna þekkingu taka stærri
hluta af kökunni. Markaðshlut
deild þeirra mun aukast á kostnað
beinna bókana.“
Þá nefnir Ásberg að Iceland
Travel hafi verið leiðandi í ferða
þjónustu hér á landi í langan tíma,
ímynd félagsins sé sterk og starfs
fólkið reynslumikið. „Ég vona að
vinna Samkeppniseftirlitsins taki
ekki mjög langan tíma því ég er
spenntur fyrir því að geta hafið störf
og kynnst starfsmönnum Iceland
Travel.“
Alfa fær 26 prósent
Framtakssjóðurinn Alfa framtak
stóð að fjármögnun kaupanna fyrir
hönd Nordic visitor. Spurður um
aðkomu Alfa framtaks segir Ásberg
að sjóðurinn hafi fjármagnað kaup
verðið að stórum hluta gegn því að
Skuldastaðan í ferðaþjónustu er ósjálfbær
Ásberg byrjaði að reka eigið ferðaþjónustufyrirtæki um tvítugt, þegar ferðamenn á Íslandi voru færri en 300 þúsund á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
thorsteinn
@frettabladid.is
Nordic Visitor 4,1 milljarður
Terra Nova 1,8 milljarðar
Iceland Travel 8,5 milljarðar
Samanlögð velta 14,4 milljarðar
✿ Velta fyrirtækjanna árið
2019
Ásberg Jónsson 51,7 prósent
Alfa framtak 26,1 prósent
Davíð Harðarson 14,9 prósent
Beint og óbeint eignarhald
✿ Stærstu hluthafar eftir
samruna
MARKAÐURINN4 14. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR