Fréttablaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 17
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 2021
Ofnæmi fyrir grasfrjókornum yfir sumartímann er algengasta, árstíðabundna ofnæmið. Einkenni þess geta verið mjög hvimleið og valdið skertum lífs-
gæðum þann tíma sem frjókornin eru á lofti. Alvogen býður upp á úrval af lyfjum í lausasölu, sem vinna gegn þessum óþægindum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Ýmsar lausnir við ofnæmiskvefi
Alvogen býður upp á úrval af lyfjum í lausasölu sem vinna gegn árstíðabundnu ofnæmis
kvefi og einkennum þess. Ofnæmi fyrir frjókornum yfir sumartímann er algengasta orsök
árstíðabundins ofnæmiskvefs, sem getur skert lífsgæði. 2
Minningarathöfn um fórnarlömb
voðaverkanna í Ósló árið 2011 fer
fram árlega. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
elin@frettabladid.is
Í næstu viku, eða þann 22. júlí,
verða tíu ár liðin frá harmleikjunum
í Útey og miðborg Óslóar sem seint
gleymast. Norðmenn minnast þessa
atburðar með miklum hryllingi en
engu að síður hefur hatursorðræða
í Noregi stóraukist á undanförnum
árum. Hatursorðræðan hefur þau
áhrif að ungt fólk þorir ekki að
taka þátt í stjórnmálum þar í landi.
Hótanir gegn stjórnmálamönnum
hafa stóraukist, sýna rannsóknir
sem Tore Bjørgo prófessor hefur
unnið að.
Alls fórust 77 í voðaverkunum í
Noregi, 69 í Útey og 8 í sprengingu í
Ósló. Alls voru 700 ungmenni í Útey
þegar hryðjuverkin voru framin, en
eyjan er í eigu ungliðahreyfingar
norska verkamannaflokksins.
Þróun á netinu
Tore Bjørgo segir að reiðin og
hótanirnar hafi farið vaxandi og
þeir sem standa á bak við þær „feli
sig“ gjarnan á bak við skjáinn. „Það
er sérstaklega á samfélagsmiðlum
sem við sjáum þessa þróun,“ bendir
hann á. Rannsóknir Tore sýna að
meira en helmingur þingmanna
norska Stórþingsins og sveitar-
stjórnarmanna hafa orðið fyrir
alvarlegum ógnunum. Margir
íhuga að hverfa úr stjórnmálum eða
telja sig þurfa að vera afar varkára í
umræðum um umdeild málefni. Þá
hafa stjórnmálamenn með dökkt
hörund lýst rasisma í sinn garð,
að því er fram kemur í grein á vef-
ritinu forskning.no. Bæði konur og
karlar verða fyrir hatursorðræðu,
en konur fá frekar athugasemdir er
varða líkama, útlit og húðlit.
Hatursorðræða
eykst í Noregi
KOMIN
AFTUR!