Fréttablaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 8
Strand-
veiðar upp-
hefja karl-
mennsk-
una í
nútíma
sem
hefur gert
óþarfan
hinn öldu-
stígandi,
íslenska
sjómann.
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
n Halldór
n Frá degi til dags
Trú á fólk,
frelsi og
framfarir.
Þannig
byggjum
við saman
enn sterk-
ara Ísland.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur
@frettabladid.is
www.lyfsalinn.is
OPIÐ
9.00 - 17.30
virka daga
Verið hjartanlega velkomin
GLÆSILEGT APÓTEK
Í ORKUHÚSINU
URÐARHVARFI 8
Það ríki er vandfundið þar sem jöfnuður er meiri
en á Íslandi. Þetta kemur skýrt fram í alþjóðlegum
mælingum, þar sem lágtekjuhlutfall hefur mælst
hvað lægst hér af evrópskum samanburðarríkjum og
jöfnuður einna mestur.
Ekki er nóg með að jöfnuður sé meiri hér en í
samanburðarríkjum, heldur sýna álagningarskrár
að bilið milli þeirra sem eiga mest og minnst verður
sífellt minna. Í svari við nýlegri fyrirspurn frá for-
manni Samfylkingarinnar kemur fram að hlutfall
eigna efnuðustu prósenta landsmanna af heildar-
kökunni fer minnkandi. Þessi þróun hefur verið
nokkuð stöðug undanfarin ár, en nú hefur hlutur
þeirra ríkustu ekki verið lægri frá því í kringum
síðustu aldamót.
Með þessu er ekki sagt að „réttu hlutfalli“ sé náð eða
ekki þurfi að vinna áfram að bættum kjörum þeirra
sem minnst hafa. Alltént er þó orðræða þeirra sem
stöðugt tala um séríslenska misskiptingu og óréttlæti
nokkuð sérkennileg þegar staðreyndir málsins eru
skoðaðar.
Það hefur verið keppikefli okkar Íslendinga um ára-
bil að byggja hér samfélag þar sem allir geta freistað
gæfunnar og náð árangri á eigin forsendum, en halda
á sama tíma úti þéttu velferðarneti sem grípur þá sem
þurfa. Við viljum virkja kraftinn í einstaklingnum
og skapa jarðveg þar sem fólk með góðar hugmyndir
og framtakssemi að vopni getur blómstrað. Mark-
miðið er að stækka sífellt kökuna, frekar en að hugsa
bara um hvernig á að sneiða hana niður. Við aukum
ekki hagsæld með því að jafna alla niður með hærri
sköttum og útþenslu hins opinbera, eins og sumir
flokkar tala ítrekað fyrir.
Við siglum nú út úr tímabili heimsfaraldurs sem
hefur sett mark sitt á flest svið samfélagsins. Það er
samdóma álit f lestra að hér hafi náðst afburða góður
árangur, bæði heilsufars- og efnahagslega. Ísland
stóðst COVID-storminn betur en flestar þjóðir. Næstu
misseri þurfum við að halda áfram fast við sömu gildi.
Jöfn tækifæri umfram jafna útkomu. Trú á fólk, frelsi
og framfarir. Þannig byggjum við saman enn sterkara
Ísland. n
Jöfn tækifæri
Bjarni
Benediktsson
fjármála- og
efnahagsráðherra
og formaður
Sjálfstæðis-
f lokksins
toti@frettabladid.is
X-faktorinn
Gunnar Smári Egilsson efndi til
„samkvæmisleiks“ í Facebook-
hópi flokksins með spurningu
um hvaða flokka fólk vilji sjá
í næstu ríkisstjórn? Af níu
svarmöguleikum þarf varla að
koma á óvart að Sósíalistar hafi
fengið flesta smelli, 323. Píratar
virðast höfða ágætlega til þeirra
sem venja komur sínar í hópinn
og fengu 237 stig. Eðli málsins
samkvæmt ráku Miðflokkur
og Sjálfstæðisflokkur lestina
og náðu hvorugur tíu stigum.
Stærsti x-faktorinn í óvísinda-
legri rannsókninni er síðan
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn
hans Guðmundar Franklíns sem
var skilinn útundan.
Línan er laus
Gunnar Smári hjó þarna í sama
knérunn og Gallup, MMR og
Maskína, sem Guðmundur hefur
þegar æðrast yfir að hafi „ekki
fyrir því að bæta einni línu við
lista stjórnmálaflokkanna“ og
gefa Frjálslynda lýðræðisflokk-
inn upp sem valkost. Guð-
mundur segir þetta dæmigert
fyrir vinnubrögð þeirra sem
vilja hafa stjórn á skoðunum
fólks og vísar í „okkar innri
kannanir“ sem mæli flokk hans í
7% og virðist alveg óbrenndur af
vefkönnunum Útvarps Sögu þar
sem hann komst meðal annars
upp í 75,2% daginn fyrir forseta-
kjördag 2020. n
?Sum fyrirbæri eru þannig að þótt öllu hugsandi fólki hljóti að vera ljóst að um fullkomna vitleysu sé að ræða, dettur fáum í hug að færa þann sannleika í orð. Eitt þessara fyrirbæra eru strandveiðar. Þær eru rómantískar og upphefja
karlmennskuna í nútíma sem hefur gert óþarfan hinn
raunverulega, öldustígandi, íslenska sjómann.
Eða hvor er meiri holdgervingur karlmennskunnar:
skeggjaði trillukarlinn eða hipsterinn sem stýrir
hvalaskoðunarbátnum? Hið sanna er að viðskipta-
vinur hipsterans er margfalt verðmætari fyrir íslenskt
samfélag. Ekki aðeins í krónum talið, því á meðan við-
skiptavinur hipstersins yfirgefur landið uppnuminn af
því sem landið okkar hefur upp á að bjóða – sem hvergi
er fegurra en undan ströndum landsins – fær viðskipta-
vinur trillukarlsins ormétinn þorsktitt og skilur ekkert
í upphafningunni á íslenskum sjávarafurðum.
Strandveiðar komust í tísku meðal íslenskra stjórn-
málaflokka þegar fólkið í landinu fór að krefjast upp-
stokkunar á kvótakerfinu. Sumir flokkar virðast halda
í þá von að kjósendur trúi að strandveiðiflotinn geti
tekið yfir allar fiskveiðar við landið og það sé beinlínis
ákjósanlegt vegna þess hve vondar stórútgerðirnar
eru. Aðrir halda því enn fram að strandveiðar séu lífæð
hinna dreifðu strandbyggða, þrátt fyrir að veita örfáum
atvinnu yfir blásumarið.
Sannleikurinn um strandveiðar hefur hins vegar
verið flestum kunnur lengi. Fyrir áratug lýstu nokkrir
hagfræðingar strandveiðum sem ólympskum veiðum
sem leiddu til kapphlaups um afla sem hækki sóknar-
kostnað, lækki verðmæti afla og hvetji til brottkasts.
Síðan þessi greining birtist árið 2011 hefur lítið farið
fyrir vönduðum rannsóknum á strandveiðum, hver
raunverulegur ávinningur þeirra sé fyrir atvinnu-
líf á þeim landsvæðum þar sem þær eru stundaðar, á
gæðum og verðmætum aflans og hvort strandveiðar
séu í raun jafn umhverfisvænar og margir halda fram.
Með uppgangi ferðaþjónustunnar hafa hinar dreifðu
byggðir fengið vettvang sem þéttbýlið keppir ekki við.
Austurvöllur selur ekki kaffi við heimskautsbaug og
enginn stenst staðkunnugum snúning við að fylgja
ferðamönnum um náttúruperlur í sinni heimabyggð.
Fyrir framtíðina er svo miklu meira vit í að byggja
öflugri innviði fyrir ferðaþjónustu um allt land en að
viðhalda trúarbrögðum um úreltan atvinnurekstur
sem enginn trúir á í raun og veru.
Önnur bylting styður einnig þessa ályktun. Sú kyn-
slóð sem nýtir kosningarétt sinn í fyrsta skipti næsta
haust hefur mun sterkari ábyrgðartilfinningu gagnvart
umhverfinu en eldri kynslóðir. Hún er margfalt líklegri
til að taka afstöðu með umhverfinu í öllum neyslu-
háttum. Æ fleiri munu gerast vegan á næstu árum og
neytendum fisks og kjöts mun halda áfram að fækka.
Þessi þróun mun augljóslega hafa áhrif á landbúnað
og sjávarútveg og þar með atvinnuvegi á landsbyggð-
inni og byggðaþróun í landinu. Stjórnmálaflokkar
verða að horfast í augu við þetta við útfærslu stefnu-
mála sinna fyrir komandi kosningar.
Sóknarfæri landsbyggðarinnar liggja í fegurðinni
og sérstöðunni sem gestir okkar sækja í. Þar á lands-
byggðin framtíðina, enda óumdeilt að flestir staðir
landsins eru fegurri en Reykjavík. n
Strandveiðar
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 14. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR