Fréttablaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 27
Á nánast einni nóttu
urðu félögin tekjulaus
og eftir því sem leið á
ljóst að standa þurfti
skil á fyrirfram-
greiðslum vegna ferða
sem ekki yrðu farnar.
Ársreikningur Eldeyjar 2020.
Það má líkja þessu við
gróðurhús þar sem
einungis eru tíndir
rauðir, þroskaðir
tómatar en beðið með
að taka þá litlu og
grænu.
Hjörtur Erlendsson, forstjóri
Hampiðjunnar.
Það skiptir miklu máli fyrir
umhverfið og umgengni um
fiskistofna að geta hugsan-
lega valið í framtíðinni þann
fisk sem á að veiða og sleppa
öðrum.
helgivifill@frettabladid.is
Hampiðjan vinnur að því að þróa
tækni ásamt Stjörnu-Odda sem
gerir það að verkum að hægt verði
að veiða einungis tiltekna tegund
af fiski af tiltekinni stærð en ekki
taka við öllu því sem fer í trollið.
„Þetta verður bylting í veiðum,“
segir Hjörtur Erlendsson, forstjóri
Hampiðjunnar, í samtali við Mark-
aðinn. „Vonandi verðum við komin
með frumgerð eftir þrjú til fimm ár.
Þetta er langhlaup.“
Hjörtur segir að það sem hafi
staðið tækni sem þessari fyrir þrif-
um sé hve flutningsgeta gagnakapla
sem nýttir hafi verið á sjó sé lítil.
Þeir hafi verið úr kopar og það taki
nokkrar mínútur fyrir óskýra svart-
hvíta mynd að komast upp í brúna.
„Skipstjórnarmenn sjá því ekki
hvað veitt er í rauntíma. Hampiðjan
hefur þróað ljósleiðarakapal sem
getur flutt heila bíómynd á tveimur
til þremur sekúndum. Það er því
hægt að hafa margar myndavélar og
sjá nákvæmlega hvað kemur í trollið
í rauntíma,“ segir hann og nefnir að
kapallinn beri nafnið DynIce Opti-
cal Data.
„Fyrir skemmstu hófum við til-
raunaveiðar með Frá VE-78 í Vest-
mannaeyjum. Það var fyrst og fremst
gert til að sjá hve góðum myndum af
fiskum við næðum neðansjávar svo
hægt væri að þróa áfram búnað til
að tegundagreina þá. Það er komin
mikil þekking á myndgreiningar-
tækni. Við viljum beita henni til
þess að greina fisktegundir. Í ljósi
stóraukins samskiptahraða á kapl-
inum verður hægt að senda mynd-
skeið um borð í skipið þar sem tölvan
ákveður hvaða fisk eigi að veiða og
hverjum eigi að sleppa. Þau skila-
boð verða send samstundis í trollið,“
segir hann.
Það hefur tekið töluverðan tíma
að þróa kapal sem ræður við mikið
gagnamagn. „Ljósleiðari er glerþráð-
ur, gjarnan klæddur í stífa stálkápu
svo það komi ekki beygja á hann
því þá brotnar hann. Alla jafna eru
þeir plægðir í jörðina og þar haldast
þeir kyrrir í áratugi,“ segir Hjörtur
og nefnir að aðstæður á sjó séu allt
aðrar og erfiðari.
„Við setjum ljósleiðara á spil um
borð í skip sem nær niður í trollið.
Ljósleiðarinn getur því titrað eftir
því hvernig hafstraumar liggja og
hann þarf að þola stöðugt átak.
Stundum lítið og stundum mikið.
Það er einstakt að okkur hafi tekist
að þróa ljósleiðarakapal sem getur
ráðið við þessar aðstæður,“ segir
hann og nefnir að Hampiðjan hljóti
að teljast sá kaðlaframleiðandi sem
búi yfir mestri tæknilegri getu og að
kapallinn sé einkaleyfisvarinn.
Ljósleiðarakapallinn hefur verið
prófaður í samstarfi við Síldar-
vinnsluna um borð í uppsjávarskip-
inu Beiti og þær tilraunir hafa leitt
í ljós að nauðsynlegt er að hanna
sérstakar vindur fyrir kapalinn,
því ljósleiðarakaplar þola það illa
að þeim sé vafið í mörgum lögum
á spil. „Vindurnar þurfa því að vera
öðruvísi útbúnar og vera breiðari og
með stærri kjarna,“ segir Hjörtur.
Hafið þið tilfinningu fyrir því hver
eftirspurn eftir vörunni verður í
framtíðinni?
„Það fást mikilvægar upplýsingar
fyrir skipstjórnarmenn með því að
sjá hvaða fiskur er að koma inn í
trollin í rauntíma. Þá vita þeir til
dæmis hvort ýsa hafi veiðst, hvort
mikið af smáfiski sé með aflanum
eða jafnvel hvort ekkert hafi fiskast.
Þessi tækni mun gera það að verk-
um, eins og með annan tölvubúnað,
að um leið og hún er komin til sög-
unnar mun skapast veruleg eftir-
spurn eftir henni. Tæknin mun auka
hagræði í rekstri útgerða verulega.“
Skiptir það máli fyrir umhverfið
að ekki sé verið að veiða fisk sem á
ekki að veiða og f leira?
„Það skiptir miklu máli fyrir
umhverfið og umgengni um fiski-
stofna að geta hugsanlega valið
í framtíðinni þann fisk sem á að
veiða og sleppa öðrum, til dæmis
þeim sem enn eru of litlir. Það má
líkja þessu við gróðurhús þar sem
einungis eru tíndir rauðir, þrosk-
aðir tómatar en beðið með að taka
þá litlu og grænu. Því væri hægt að
bíða með að veiða minni fiskana þar
til þeir hafa vaxið nægilega þannig
að þeir séu hæfir til nýtingar og eins
yrði hægt að sleppa þeim tegundum
sem ekki er vilji til að taka.“ n
Mun valda byltingu í veiðum
Hjörtur Erlendsson segir að myndgreiningu verði beitt til að greina fisktegundir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Fengu styrk frá Tækniþróunarsjóði
Hafrannsóknastofnun, ásamt Stjörnu-Odda og Hampiðjunni fékk
styrk frá Tækniþróunarsjóði til að þróa myndgreininguna og Hamp-
iðjan sér um að hanna veiðarfærið utan um Fiskvalann, en það
nefnist búnaðurinn sem notaður er við myndatökuna. „Við höfum
í áratugi unnið með Hafró og þekkt Stjörnu-Odda frá stofnun þess
félags og dáðst að þeirra tæknilegu getu og það er ánægjulegt að
vinna með þeim að þessu metnaðarfulla verkefni,“ segir Hjörtur.
Hampiðjan er skráð á First North-hliðarmarkað Kauphallarinnar.
Hlutabréfin hafa hækkað um 90 prósent á tólf mánuðum og 24 pró-
sent það sem af er ári.
helgivifill@frettabladid.is
Jakobsson Capital verðmetur trygg-
ingafélagið VÍS á 15 krónur á hlut
en markaðsvirðið var 19,2 krónur á
hlut í gær. Markaðsgengið er því 28
prósentum hærra en verðmatið.
Greinandi Jakobsson Capital
man ekki eftir öðru eins sumri á
hlutabréfamarkaði á yfir 20 ára
ferli. Frá 1. apríl hefur hlutabréfa-
verð tryggingafélagsins hækkað
um 28 prósent. „Tryggingafélögin
voru mjög vanmetin á markaði
fyrir nokkrum árum síðan og átti
greinandi erfitt með að skilja verð-
lagninguna. Í tilfelli VÍS á hann
erfitt með að skilja hækkanir síð-
ustu vikna en tryggingarekstur
eða grunnrekstur VÍS hefur verið
nok k uð brok kgeng ur undan-
farin misseri. Í fyrsta skipti í mjög
langan tíma er verðmatsgengi VÍS
vel undir gengi á markaði,“ segir
í verðmatinu sem Markaðurinn
hefur undir höndum.
Samsett hlutfall VÍS, það er
hvernig tryggingafélaginu gekk
að láta að iðgjöld mæta útgjöldum
vegna vátrygginga, var 108 prósent
á fyrsta ársfjórðungi. Hallarekstur-
inn má einkum rekja til veitutjóns á
Háskólatorgi. „Það er því erfitt að sjá
hvernig VÍS ætlar að vera með 97 til
98 prósent samsett hlutfall í ár,“ segir
í verðmatinu. Í því er gert ráð fyrir að
hlutfallið verði 99,5 prósent í ár og
verði 97,8 prósent við lok spátímans.
Rekstur tryggingafélaga er tví-
þættur. Annars vegar hefðbundinn
tryggingarekstur og hins vegar er
fjárfest fyrir iðgjöldin. Ávöxtun
fjáreigna var 5,8 prósent á fyrsta
ársfjórðungi. Kvika er stærsta hluta-
bréfaeign VÍS. „Ef sjón greinanda
bregst honum ekki virðist VÍS hafa
örlítið létt á stöðunni á fyrsta árs-
fjórðungi. Næststærsta eign VÍS
er Arion banki sem hækkaði einn-
ig mikið og hélt áfram að hækka
mikið á öðrum ársfjórðungi. VÍS á
stóra stöðu í Akta-hlutabréfasjóði
sem hefur gefið mjög góða ávöxtun,“
segir verðmatinu.
VÍS á nokkrar stórar stöður í
óskráðum bréfum, þar vegur þyngst
Coripharma, Miðborg 105 og hlutur
í Bláa lóninu. n
Á erfitt með að skilja verðlagningu VÍS
Helgi Bjarnason,
forstjóri VÍS.
helgivifill@frettabladid.is
Fjárfestingafélagið Eldey, sem stýrt
var af Íslandssjóðum og fjárfesti
í ferðaþjónustu, tapaði 598 millj-
ónum króna árið 2020, sem rekja
má til virðisrýrnunar eignarhluta
og lána. Árið áður nam tapið ríflega
milljarði króna. Þetta kemur fram í
nýbirtum ársreikningi.
Eldey átti meðal annars í Norður-
siglingu, Arcanum fjallaleiðsögu-
mönnum og Dive.is. Bókfært viðri
eigna þess var 1,1 milljarður króna
við árslok 2020. Verðmætasta eignin
var Arcanum, sem metin var á hálf-
an milljarð.
Samkeppniseftirlitið samþykkti
samruna Eldeyjar og Kynnisferða
í maí. Við það lauk Eldey hlutverki
sínu. Eldey var í eigu lífeyrissjóða,
einkafjárfesta og Íslandsbanka.
Hluthafar voru 26. Frá árinu 2015
nam bókfært tap félagsins 2,1 millj-
arði króna.
„Árið 2020 byrjaði ágætlega og
var rekstur félaganna í takti við
væntingar eftir umfangsmiklar
hagræðingaraðgerðir síðasta árs og
bókanir til lengri tíma litu vel út. Í
mars 2020 komu upp fordæmalaus-
ar aðstæður sem engan hafði órað
fyrir, þegar gripið var til aðgerða til
að sporna við útbreiðslu COVID-19
sem varð að heimsfaraldri.x,“ segir
í ársreikningnum. Saga Travel var
eina félagið í eignasafninu sem varð
gjaldþrota í kjölfar heimsfarald-
ursins.
Viðræður við hluthafa um
stækkun Eldeyjar höfðu staðið
yfir í nokkurn tíma áður en heims-
faraldur COVID skall á. Þegar
heimsfaraldurinn hófst breyttist
forgangsröðunin þannig að í stað
þess að auka við hlutafé til að hefja
uppbyggingu og styrkja félögin til
frekari sóknar var nú horft til þess
hversu mikla fjármuni þyrfti til að
koma félögunum í skjól miðað við
12-18 mánaða tekjuleysi. Hluthafar
samþykktu að leggja Eldeyju til
500 milljónir króna og tóku flestir
þátt í aukningunni. „Á árinu voru
dregnar 221 milljón króna hluta-
fjárloforð vegna forgangshlutabréfa
auk 257 milljón króna aukningar á
hefðbundnu hlutafé úr fyrri hluta-
fjárloforðum,“ segir í ársreikningi. n
Eldey tapaði 600
milljónum
Hrönn Greipsdóttir, framkvæmda-
stjóri Eldeyjar.
Ljósleiðari Hampiðjunnar er settur á spil sem nær niður í troll. MYND/AÐSEND
7MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 2021 MARKAÐURINN