Fréttablaðið - 29.06.2021, Page 4

Fréttablaðið - 29.06.2021, Page 4
K Y N N U M N ÝJ A N J E E P® A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 VERÐ HLAÐINN AUKABÚNAÐI 6.399.000 KR.* N Á N A R I U P P LÝ S I N G A R Á J E E P. I S • STÆRRI VÉL 240 HÖ • 360° MYNDAVÉL • LÁGT DRIF • LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ • SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA • FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR N Ý H Ö N N U N N Ý I N N R É T T I N G N Ý TÆ K N I N Ý R Ö R Y G G I S B Ú N A Ð U R * S V A R T U R L I M I T E D. A Ð R I R L I T I R 6 . 5 6 2 . 0 0 0 PLUG-IN HYBRIDÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU Lýtaaðgerðum hefur fjölgað á heimsvísu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Samfélags- og efnahagskrísur leiða gjarnan af sér aukna eftirspurn eftir lýtalækn- ingum. Lýtalæknar á Íslandi segjast hafa haft nóg að gera í faraldrinum. urduryrr@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Mikil aðsókn hefur verið í lýtaaðgerðir þrátt fyrir lokanir og takmarkanir vegna kór- ónuveirufaraldursins. „Það var mjög mikið að gera,“ segir Hannes Sigur- jónsson, lýtalæknir hjá DeaMedica. Lýtalæknastofur neyddust flestar til að loka í um átta vikur árið 2020 vegna tilmæla frá landlækni. Þrátt fyrir það fundu lýtalæknar fyrir mikilli eftirspurn. „Við fundum alveg klárlega fyrir því. Lýtalæknar, og líklega aðrir læknar, hafa fundið fyrir að fólk fer að líta meira inn á við í svona krísum og vill gera eitthvað fyrir sjálft sig,“ segir Hannes. Kórónuveiran bjó til einstakar aðstæður í samfélaginu. Fólk ferð- aðist minna og hafði sumt meiri pening og tíma vegna þessa. Margt fólk vann heima eða minna en venjulega og hafði þá tækifæri til að jafna sig eftir aðgerðir án mikilla vandkvæða. „Svo má nefna Zoom-faktorinn,“ segir Hannes. „Allir voru að horfa á sig á fundum alla daga, allan daginn og fóru að sjá eitthvað sem það hafði kannski ekki veitt jafn mikla athygli áður.“ Hannes nefnir að hluti fólks frestaði stórum aðgerðum þegar faraldurinn stóð sem hæst vegna hræðslu við að veikjast stuttu eftir aðgerð. Guðmundur Már Stefáns- son, lýtalæknir hjá Domus Medica, segir sömuleiðis að dregið hafi úr stærri aðgerðum vegna kostnaðar, þó minna en búist var við. „Það hefur verið alveg fínt að gera en fólk hefur frestað að fara í stærstu og dýrustu aðgerðirnar, væntan- lega út af efnahagsástandinu,“ segir Guðmundur. Hann segir aðsóknina vera betri en búist var við en þó ekki jafn mikla og fyrir faraldurinn. „Það hefur verið hægur stígandi í þessu undanfarnar vikur,“ segir hann. Erlendir miðlar hafa greint frá aukningu í geiranum í kjölfar faraldursins. Samkvæmt The Eco- nomist má merkja 10 prósenta aukningu á lýtaaðgerðum í Banda- ríkjunum og um 20 prósent í Frakk- landi. Aðsókn í lýtalækningar eykst á heimsvísu í kjölfar krísa, sam- kvæmt formanni ítalska lýtalækna- sambandsins. Eftir hryðjuverka- árásina í New York 11. september 2001 hafi aðsókn aukist um 6 pró- sent og 10 prósent eftir efnahags- kreppuna 2007–2008. Bankahrunið virðist hafa haft sambærileg áhrif á aðsókn í lýtaað- gerðir á Íslandi en samkvæmt tölum Hagstofunnar jukust komur til lýta- lækna frá tæpum 7.000 árið 2007 í 9.887 árið 2008 og 11.647 árið 2009. Hannes segir kollega sína hafa nefnt aukna aðsókn eftir hrunið. „Það er eins og hægist á öllu í svona krísum og fólk fer að hugsa meira um sjálft sig,“ segir hann. Árið 2012 fækkar komum aftur í rúmar 7.000 og eru nokkuð stöðugar til ársins 2017. Ekki eru til tölur eftir árið 2017 en samkvæmt upplýs- ingum frá Landlækni hefur gengið erfiðlega að safna tölum frá sjálf- stætt starfandi lýtaskurðlæknum um heildarfjölda aðgerða. ■ Lýtaaðgerðir vinsælar í faraldrinum Allir voru að horfa á sjálfa sig á fundum alla daga Hannes Sigur- jónsson lýta- læknir. adalheidur@frettabladid.is DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur fallist á að taka til meðferðar mál manns sem dæmdur var til fjögurra ára fangelsisvistar í Landsrétti í febrúar fyrir að nauðga konu og fyrir að villa á sér sér heimildir í samskipt- um við hana í tæpt ár, kúga hana til kyn maka með öðrum mönnum og til að senda sér kyn ferðis legt mynd- efni. Í áfrýjunarbeiðni mannsins til Hæstaréttar er meðal annars byggt á því að Landsrétti hafi borið að vísa málinu frá héraðsdómi þar sem málið hafi ekki verið nægilega rannsakað af lögreglu og ákæra í málinu hafi ekki staðist kröfur um skýrleika. Þá byggði maðurinn einnig á því að Landsréttur hafi brotið gegn meginreglu um milli- liðalausa sönnunarfærslu með því að hafna kröfu um að teknar yrðu skýrslur af ákærða, brotaþola og öðrum vitnum fyrir Landsrétti. Hæstiréttur telur úrlausn um þessi atriði hafa verulega almenna þýðingu og féllst því á áfrýjunar- beiðnina. ■ Kúgunarmál tekið fyrir í Hæstarétti lovisa@frettabladid.is TJÓN Hreinsunarstarf stendur nú yfir í Háteigskirkju eftir að leki upp- götvaðist þar um miðjan dag í gær. Líklegast er að upptök lekans megi rekja til kyndibúnaðar kirkjunnar. „Það lak stíft úr honum í lík lega hér um bil sólar hring,“ segir Krist- ján Jón Ey steins son kirkju haldari í sam tali við Frétta blaðið.  „Það er verið að þurrka kirkjuna að innan og blásarar í gangi sem verða í gangi í nótt og á morgun,“ segir Kristján Jón og gerir ráð fyrir að hreinsunarstarfið standi út vikuna. Mesta tjónið hafi orðið í kjallaranum þar sem lekinn var mestur. ■ Hreinsunarstarf standi út vikuna Lekinn uppgötvaðist í gær. adalheidur@frettabladid.is SAMFÉLAG Lögregluembættin eru nú að leggja lokahönd á nýjar reglur sem gilda eiga um móttöku gjafa og ívilnana til starfsfólks lögreglu. Í skýrslu Greco, samtaka ríkja gegn spillingu, sem birt var um Ísland í fyrra var kallað eftir endur- skoðun á reglum um þetta efni. Helgi Valberg Jensson, aðallög- fræðingur lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, segir að reglurnar hafi verið orðnar úreldar og tæki- færið gripið þegar skýrsla Greco kom. Reglurnar eiga að setja starfs- fólki lögreglunnar skýr viðmið um móttöku gjafa, svo sem afslátta sem fyrirtæki bjóði gjarnan starfs- mannahópum, en ívilnanir geti birst í margs konar formi. Aðspurður um Félag íslenskra f ík nief nalög reglumanna, sem verið hefur í umræðunni fyrir að afla styrkja í samfélaginu og aug- lýsa gegn neyslu kannabisefna, segir Helgi að öllum sé frjálst að stofna með sér félög í lögmætum tilgangi. Félagið sé ekki á vegum lögreglunn- ar og lögregluembættin stjórni því ekki að einstaka starfsmenn ákveði að stofna með sér félög. „Hins vegar þurfa starfsmenn lög- reglu, eins og allir opinberir starfs- menn, að fara að siðareglum og ákvæðum laga sem gilda um góða starfshætti og hlutleysi. „Menn mega ekki gera neitt sem getur varp- að rýrð á starf þeirra eða skaðað það traust sem opinberir starfsmenn þurfa að njóta. Það eru viðmiðin,“ segir Helgi. ■ Nýjar reglur um gjafir til lögreglu í lokavinnslu Menn mega ekki gera neitt sem varpað getur rýrð á starf þeirra Helgi Valberg Jensson, aðal- lögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 4 Fréttir 29. júní 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.