Fréttablaðið - 29.06.2021, Síða 6
kristinnhaukur@frettabladid.is
LANDBÚNAÐUR Sveitarstjórnir Dala-
byggðar, Strandabyggðar, Húna-
þings vestra og Reykhólahrepps
skora á afurðastöðvar að gefa út
verðskrá fyrir komandi sláturtíð um
mánaðamót og þá næstu ekki seinna
en um áramót. Ófyrirsjáanleikinn sé
mikill og í fyrra hafi bændur sent fé
sitt í slátrun án þess að verðið lægi
fyrir.
„Sauðfjárrækt er fyrirtækjarekst-
ur. Það myndi enginn sætta sig við
að gera fjárhagsáætlun en fá verðið
eftir að þú leggur vörurnar inn,“
segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, odd-
viti Dalabyggðar.
Vanalega hafa verðskrárnar legið
fyrir í kringum verslunarmanna-
helgina. Yfirleitt ríða stóru afurða-
stöðvarnar á vaðið, SS, KS og Norð-
lenska, en minni stöðvar eins og
Fjallalamb og Sláturhús Vopnfirð-
inga fylgja. Engin stöð hafði skilað
verði þegar sláturtíð hófst árið 2020
og samkvæmt Eyjólfi vissu bændur
í raun ekki hvort þeir fengju greitt
fyrir gripina.
„Það eiga allir að geta gefið út ein-
hverjar vísbendingar,“ segir Eyjólfur
um það hvort það sé raunhæft að
afurðastöðvarnar gefi út verð með
níu mánaða fyrirvara. Bændur verði
að geta séð lengra fram í tímann. „Ég
kaupi áburð í vor til að afla fóðurs
fyrir kindurnar næsta vetur til þess
að leggja grunninn að framleiðslu
fyrir haustið 2022.“
Sveitarfélögin fjögur eru öll mjög
dreifbýl og reiða sig á sauðfjárrækt.
Þar búa nú rúmlega 2.500 manns og
hefur fækkað um 120 á 15 árum. Eitt
stærsta áfallið var verðhrun kinda-
kjöts um rúmlega þriðjung árin 2016
og 2017. Verðið hefur síðan hækkað
en hefur enn ekki náð 600 krónum
á kílóið líkt og það var fyrir verð-
hrunið.
Hefði kindakjöt fylgt almennri
verðþróun væri verðið nú 710 krón-
ur á kílóið. Það var hins vegar 504
krónur árið 2020 og verður 535 í ár
miðað við 6 prósenta hækkun sem
KS hefur þegar boðað.
„Jarðir seljast ekki og bændur
hugsa í auknum mæli um að draga
saman eða finna sér eitthvað annað
að gera,“ segir Eyjólfur Ingvi. n
Vilja verðskrá fyrir næstu sláturtíð
Í fyrra lá verð ekki fyrir þegar slátur-
tíðin hófst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Með breytingu á aðalskipu-
lagi á að stíga skref í átt að
lausn á deilu landeigenda í
Húsafelli vegna legsteinasafns
sem dæmt var til niðurrifs.
Leyfa á breytta starfsemi og
aukið byggingarmagn. Enn
hefur þó ekki náðst lending
með útfærslu á deiliskipulagi.
gar@frettabladid.is
DÓMSMÁL „Tilgangurinn er sá að
reyna að finna leiðir svo allir geti
búið í sátt og samlyndi og sætt sig
við starfsemi hvert annars á land-
inu,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir,
sveitarstjóri Borgarbyggðar, um
nýja tillögu um breytingu á aðal-
skipulagi í Húsafelli.
Á Húsafellstorfunni hafa verið
miklar deilur sem náðu hámarki
fyrir Héraðsdómi Vesturlands,
sem dæmdi að legsteinasafn sem
listamaðurinn Páll Guðmundsson
í Bæjargili hafði steypt þar upp
væri grundvallað á ógildu deili-
skipulagi og að því bæri að fjarlægja
það. Legsteinasafnið stendur enn
hálfbyggt því niðurrifinu var frest-
að á meðan deilendur reyna að ná
sátt um skipan mála þar á reitnum.
„Þetta felur í sér að það er hægt
að hafa annan rekstur heldur en
landbúnað á jörðinni,“ segir Þórdís
um megininntak tillögu að nýja
aðalskipulaginu sem byggðaráð
Borgarbyggðar hefur samþykkt að
auglýsa og nær til svæðisins sunnan
Hálsasveitarvegar, til suðurs upp í
brekkur Útfjalls og austur fyrir
bæjartorfuna hjá Húsafellsbænum.
Svæðinu er skipt upp í þrjá
minni reiti sem tilheyra þremur
aðskildum landeigendum á Húsa-
fellstorfunni. Meðal annars er gert
ráð fyrir sumarhúsabyggð og íbúð-
arhúsum og menningarstarfsemi
og þjónustu eins og kapellu, kirkju-
garði, gisti- og veitingarekstri, safni
og safnasvæði, vinnustofu og ferða-
þjónustu og starfsemi tengd listum.
Einnig er gert ráð fyrir ferðaþjón-
ustu, verslun og öðrum byggingum
fyrir sjálfbæra, vistvæna og lífræna
ræktun. Gera á nýjar vegtengingar.
„Skilmálar endurspegla framtíðar-
sýn sem komið hefur fram í samráði
við landeigendur,“ segir í greinar-
gerð þar sem aðalskipulagstillagan
er kynnt. „Tillagan gerir ráð fyrir að
heimiluð verði íbúðarhús á svæð-
inu. Það er til að koma til móts við
vaxandi þörf fyrir heilsársbúsetu
á svæðinu en í Húsafelli er rekin
umtalsverð ferðaþjónusta. Skortur er
á húsnæði fyrir fólk sem þar starfar
á svæðinu allt árið og er stefnunni
ætlað að koma til móts við þá þörf.“
Tekið er fram að atlaga hafi verið
gerð að því að vinna deiliskipu-
lag samhliða aðalskipulaginu. „Sú
vinna leiddi ekki til þess að formleg
tillaga yrði lögð fram að sinni en
vonandi verður af því síðar,“ segir í
greinargerðinni.
Þórdís sveitarstjóri segir að áfram
verði unnið að málinu. Sjálfir hafi
deilendurnir rætt sín á milii.
„Það er verið að reyna að finna
lausn sem allir gætu sætt sig við,“
segir sveitarstjórinn. n
Leyfi fyrir húsum og breyttum rekstri
verði til að sætta deilendur í Húsafelli
Legsteinasafn Páls Guðmundssonar, gamli bærinn þar fyrir aftan og kirkjan í Húsafelli til hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR
Það er verið að reyna
að finna lausn sem allir
gætu sætt sig við
Þórdís Sif
Sigurðardóttir,
sveitarstjóri
Borgarbyggðar.
arnartomas@frettabladid.is
BRETLAND Bretar hafa ákveðið að
banna auglýsingar á óhollum mat
í sjónvarpi á daginn og á vefnum.
Reglurnar taka gildi í lok næsta árs.
Auglýsingar á mat sem inni-
heldur mikið af fitu, salti eða sykri
verða bannaðar fyrir klukkan 21 á
kvöldin. Þá verða auglýsingarnar
ekki leyfðar í stöðluðum auglýs-
ingaplássum á vefnum, þótt heima-
síður og samfélagsmiðlasíður fram-
leiðendanna verði áfram leyfilegar.
Reglurnar eru hluti af átaki gegn
offitu og til að stuðla að hollara
mataræði. Kannanir þar í landi
sýna að um eitt af hverjum þremur
börnum útskrifast úr grunnskóla í
yfirþyngd.n
Banna auglýsingar
á óhollum mat
thorgrimur@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Ólympíuleikarnir í Japan
eru á næsta leiti og næsta vika
mun að öllum líkindum leiða í ljós
hverjir Ólympíufarar Íslands verða
í ár. „Það er margt að gerast í þess-
ari viku,“ sagði Andri Stefánsson,
sviðsstjóri afreks- og ólympíusviðs
ÍSÍ. „Þann 29. júní eiga alþjóðasam-
böndin að fara yfir lista þeirra sem
hafa náð tilsettum lágmarksár-
angri og fara síðan að gefa þá út.
Anton Sveinn McKee náði lág-
marksárangri í sundi fyrir löngu en
verður samt ekki formlega staðfest-
ur fyrr en Alþjóðasundsambandið
gefur út sinn lista þann 1. júlí. Sama
gildir um Ásgeir Sigurgeirsson
skotkappa sem bíður staðfestingar
Alþjóðaskotsambandsins.“
Andri segir að þangað til í dag sé
enn hægt að ná lágmarksárangri til
að komast á lista. Nefnir hann frjáls-
íþróttafólkið Guðna Val Guðnason
og Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur
meðal annarra sem kunni að
hljóta keppnisrétt. Jafnframt muni
Íslendingar eiga rétt á kvóta í sundi
kvenna þar sem einn karlmaður sé
þegar búinn að ná tilsettu lágmarki
í þeirri keppnisgrein. „Við teljum
líklegt að Snæfríður Sól Jórunnar-
dóttir, sem er búin að ná Ólympíu-
viðmiði, nái inn í leikana, en það
bíður staðfestingar Alþjóðasund-
sambandsins.“
Ekki hefur Andri áhyggjur af
heilsuumhverfi Ólympíufara í ljósi
veirufaraldursins sem enn geisar.
„Ólympíuþorpin eru vafalaust
öruggasti staður heims hverju sinni.
Við erum með nánast allar leyni-
þjónustur heims til að halda öryggi
og færustu lækna heims. Íslendingar
hafa auk þess sýnt að þeir kunna að
fylgja sóttvarnarreglum, þannig að
ég hef engar áhyggjur af þeim.“ n
Afdrif flestra sem vilja til Japan ráðast í vikunni
Sex létust í umferðinni hér árið 2019.
kristinnpall@frettabladid.is
UMFERÐ Samkvæmt nýrri tölfræði
Eurostat, tölfræðiveitu Evrópusam-
bandsins, voru hlutfallslega fæst
dauðaslys í Evrópu á Íslandi miðað
við milljón íbúa árið 2019. Alls lét-
ust sex manns í umferðarslysum
árið 2019.
Veruleg fækkun banaslysa varð
í Evrópu á tíu ára tímabili en alls
létust 22.756 í umferðarslysum árið
2019. Tæplega helmingur þeirra var í
farþegabíl og um fimmtungur gang-
andi vegfarendur. Árið 2009 létust
tæplega 33 þúsund í umferðar-
slysum í Evrópu og hefur banaslys-
um sem rekja má til umferðar því
fækkað um 31 prósent á tíu árum.
Ef miðað er við milljón íbúa reikn-
ast sem svo að sautján látist á ári á
Íslandi en næst koma Noregur með
tuttugu og Sviss og Svíþjóð með 22
dauðsföll. Meðaltalið í Evrópusam-
bandinu er 51 dauðsfall á milljón
íbúa. Flest banaslys á hverja milljón
íbúa verða í Rúmeníu ,96 dauðsföll
og Rúmenía með níutíu.. n
Fæst banaslys í
Evrópu á Íslandi
Sundkappinn Anton Sveinn McKee
náði lágmarksárangri til að keppa á
Ólympíuleikum fyrir nokkru.
6 Fréttir 29. júní 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ