Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2021, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.06.2021, Qupperneq 10
Walter og Boehly greiddu níutíu prósent af því sem hefði kostað þá að kaupa annað félag í NBA-deildinni fyrir rúman fjórðungs- hlut í Lakers. Anthony Davis og LeBron James prýddir meistarahringum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 10 Íþróttir 29. júní 2021 ÞRIÐJUDAGUR kristinnpall@frettabladid.is NBA Los Angeles Lakers, sigursæl- asta lið NBA-deildarinnar í körfu- bolta ásamt Boston Celtics, var verð- metið á 5,5 milljarða dala, eða um 681 milljarð íslenskra króna, þegar eigendur Los Angeles Dodgers, Mark Walter og Todd Boehly, keyptu 27% hlut í félaginu um helgina. Hlutur- inn var áður í eigu Philip Anschutz, eiganda AEG, sem á Staples Center höllina, heimavöll Lakers sem og lið Los Angeles Kings í NHL-deildinni í íshokkí og Los Angelex Galaxy í MLS-deildinni í fótbolta. Lakers olli vonbrigðum í úrslita- keppni NBA-deildarinnar á dögun- um þegar liðið féll út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en á síðasta ári tókst Lakers að jafna við erkifjend- ur sína í Boston sem sigursælasta lið deildarkeppninnar frá upphafi með sautjánda meistaratitli félags- ins. Félagið hefur verið afar sigur- sælt undanfarna áratugi og unnið sex meistaratitla frá aldamótum. Þá hafa stærstu stjörnur deildarinnar iðulega leikið í búningi Lakers en á þessum tuttugu árum hafa Sha- quille O'Neal, Kobe Bryant, LeBron James og Anthony Davis allir átt hlut í því að koma með meistaratitil til Los Angeles. Óhætt er að segja að Walter og Boehly, sem greiddu samkvæmt fjármálatímaritinu Forbes um 1,35 milljarða dala fyrir 27 prósent hlut í Lakers, hafi greitt rausnarlega fyrir hlutinn en fyrr á þessu ári var mark- aðsvirði Lakers að mati Forbes um 4,6 milljarðar dala. Miðað við verðið sem þeir greiða fyrir hlut sinn er Lakers næstverðmætasta félag heims á eftir Dallas Cowboys sem leikur í NFL-deildinni en Cowboys er verðmetið á 5,7 milljarða dala. Um leið er Lakers verðmætasta félag í NBA-deildinni. Til samanburðar var félagið Utah Jazz, sem var með besta árangur- inn í Vesturdeildinni á nýafstöðnu tímabili, keypt á 1,66 milljarða dala síðasta haust og sala á Minnesota Timberwolves stendur yfir þessa dagana fyrir 1,5 milljarða dala. Stærsti hluthafi Lakers, Buss-fjöl- skyldan, á enn tvo þriðju eignar- hluts í þessu sögufræga félagi en eignarhluti Anschutz sem skiptir nú höndum var sá næststærsti. Um leið er umræddur eignarhluti með rétt til höfnunar á sölu á hlutum í félag- inu. Síðustu sjö prósentin í Lakers eru í eigu Patrick Soon-Shiong og Edward Roski. n ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 29. júní 2021 ÞRIÐJUDAGUR Los Angeles Lakers verðmetið á 681 milljarð króna kristinnpall@frettabladid.is TENNIS Tennisstjarnan Serena Willi- ams staðfesti á blaðamannafundi fyrir Wimbledon-mótið í tennis að hún myndi ekki þiggja boð um að keppa á Ólympíuleikunum ef það stæði til boða í ár. Serena er ekki nægilega ofarlega á heimslistanum til þess að komast beint inn en hún hefur nú staðfest að hún muni ekki gera atlögu að fimmtu gullverð- launum á Ólympíuleikunum. Serena, sem hefur unnið 23. risa- mót á ferlinum og fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum, hafði orð á því að hún væri ekki á listanum yfir Ólympíuþátttakendur og að hún ætti það heldur ekki skilið. Hin fer- tuga Serena vann til gullverðlauna í einliðaleik árið 2012 og hefur unnið þrisvar til gullverðlauna í tvíliðaleik með systur sinni, Venus Williams. Það eru því tvær af stærstu stjörn- um tennisíþróttarinnar búnar að tilkynna að þau komi ekki til með að keppa í Tókýó, en stutt er síðan Rafael Nadal sagði að hann myndi ekki keppa á Ólympíuleikunum til þess að gefa líkamanum hvíld. n Serena mun ekki keppa í Tókýó Serena er af mörgum talin ein besta íþróttakona allra tíma. Í fyrsta sinn í langan tíma virðist Lewis Hamilton ekki vera í sérflokki í Formúlu 1 þetta árið. Hinn ungi Max Verstappen hefur byrjað tímabilið með látum og stælum og er að gera atlögu að krúnunni. kristinnpall@frettabladid.is FORMÚLA 1 „Ég hallast að því að það sé aðeins of snemmt að hægt sé að tala um lyklaskipti í Formúlunni en þau gætu átt sér stað á þessu ári. Fyrir vikið er ljóst að þetta verður eitt mest spennandi tímabil í Formúlunni í manna minnum,“ segir Kristján Einar Kristjánsson, lýsandi Formúlunnar hjá Viaplay og hlaðvarpsstjórnandi Pittsins, hlaðvarpsþáttar um Formúlu 1, aðspurður um hvort komið væri að valdaskiptum í heimi fremstu akstursíþróttamanna heims. Í fyrsta sinn í langan tíma virðist Lewis Hamilton, sigursælasti öku- þór allra tíma ásamt Michael Schu- macher og heimsmeistari undan- farinna fjögurra ára, sem ekur fyrir Mercedes, ekki vera sér á báti í hverri keppni. Hefur Bretinn ekki unnið í síðustu fjórum keppnum en hann vantar tvo sigra til að verða fyrsti ökuþórinn til að bera sigur úr býtum í hundrað kappökstrum í Formúlu 1. „Næsta keppni fer fram strax um helgina, á sömu braut, og þar verður spennandi að sjá hver viðbrögðin verða eftir þennan örugga sigur Ver- stappen um helgina. Að mörgu leyti var búið að fela veikleika Mercedes og Hamilton undanfarin ár, ein mis- tök kostuðu þá yfirleitt ekkert en nú eru þeir undir pressu sem þeir hafa ekki fundið fyrir lengi,“ segir Krist- ján. Þegar þriðjungur er búinn af tímabilinu er Verstappen með átján stiga forskot og hefur unnið fjórar keppnir af átta. Verstappen hefur þrisvar lent í öðru sæti en eina skiptið sem hann komst ekki á verðlaunapall brást bíllinn honum í Azerbaídsjan. Hann hefur því þegar unnið fleiri keppnir á þessu tímabili en á nokkru af sjö tímabilunum þar áður og tímabilið er ekki hálfnað. „Það sem gerir þetta tímabil svo magnað er að fá að sjá þennan unga og óhrædda ökuþór gera atlögu að krúnunni hans Hamilton. Þetta er ekki dæmi um að einstaklingur sem hefur haft gríðarlega yfirburði, eins og Hamilton hefur haft undanfarin ár, sé að hætta og þá taki einhver nýr við kef linu.  Vettel náði ekki sömu hæðum og Hamilton áður en einokunartímabil Mercedes tók við en nú er annar ungur ökuþór að gera atlögu að krúnunni.“ Belginn Verstappen fékk við- vörun frá yfirvöldum fyrir að hægja viljandi á sér og spóla yfir ráslínuna í lok kappakstursins í Austurríki en hann hefur svægi sem jaðrar oft við hroka. „Hann er fyrst og fremst stór- kostlegur ökumaður og gerir hluti sem aðrir virðast ekki geta. Það er svægi yfir honum og hann hefur alltaf verið  töffari sem fólk upp- lifir stundum sem hroka en honum hefur tekist að standa undir því,“ segir Kristján léttur, aðspurður út í hegðun Verstappen í lokin um helgina. „Hann er að stíga upp úr því að teljast efnilegur en hefur um leið sýnt það undanfarin ár hvað í honum býr en bíllinn sem hann hefur haft hefur ekki staðist snún- inginn. Þessi samvinna Red Bull og Honda eftir að Red Bull skipti yfir í vél frá Honda virðist hafa verið hár- rétt skref.“ Kristján segir að það sé að vekja aukinn áhuga að sjá aðra gera atlögu að meistaratitlinum eftir einokun Mercedes og Hamilton. Hamil- ton hefur unnið sex af síðustu sjö heimsmeistaratitlum en aðeins Nico Rosberg, sem keppti þá fyrir hönd Mercedes, hefur tekist að stöðva sigurgöngu Hamilton frá árinu 2014. „Við finnum fyrir mikilli aukn- ingu í áhuganum, bæði í útsend- ingum og í hlustendatölum á Pitt- inum, hlaðvarpinu um Formúlu 1. Það er nefnilega ekki bara meistara- baráttan sem er spennandi, það eru sofandi risar í Ferrari og McLaren með unga og efnilega ökuþóra að berjast um þriðja til fjórða sætið.“ n Verstappen stendur undir svæginu Verstappen hægði á sér og spólaði yfir ráslínuna fyrir framan tækniteymi Red Bull á heimavelli. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Það sem gerir þetta tímabil svo magnað er að fá að sjá þennan unga og óhrædda ökuþór gera atlögu að krúnunni hans Hamil- ton Kristján Einar Kristjánsson, lýsandi Formúlu 1 og hlaðvarps- stjórnandi Pittsins kristinnpall@frettabladid.is HNEFALEIK AR Nokkrum dögum eftir að fyrsti Ólympíufarinn greindist smitaður af Covid-19 við komuna til Tókýó greindist annar meðlimur sömu sveitar, hnefaleika- sveitar Úganda, smitaður. Sá ein- staklingur var í æfingabúðum við greiningu og er kominn í sóttkví. Forsætisráðherra Japans, Yos- hihide Suga, hefur lofað hertum aðgerðum við landamærin. n Annar smitaður Ólympíufari

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.