Fréttablaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 25
Það er alltaf gaman að sækja Hornafjörðinn heim enda er svæðið þekkt fyrir gífur- lega fegurð, einstaka náttúru og jöklana sem gnæfa yfir víðast hvar. Sveitarfélagið Hornafjörður nær yfir um 6.280 ferkílómetra svæði frá Skeiðarársandi í vestri að Þvottárskriðum í austri. Ein helsta sérstaða Sveitarfélags- ins Hornafjarðar eru jöklarnir en svæðið er að stórum hluta staðsett innan Vatnajökulsþjóð- garðs. „Í austri er litadýrðin gífurleg í fjöllum og vestan megin eru jöklarnir og hinir háu tindar, eins og Hvannadalshnjúkur, fyrir augum alla daga,“ segir Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri í Hornafirði. „Þróunin í atvinnumennsku á svæðinu er sú að jöklaferða- mennskan og menntun í kringum hana er sífellt að aukast. Í raun má segja að það hafi orðið sprenging í þessum iðnaði sem er orðin ein mikilvægasta atvinnugrein svæðisins ásamt sjávarútveginum. Þar á eftir kemur landbúnaðurinn. Aukninguna má beintengja við stofnun þjóðgarðsins sem og aukinn áhuga ferðamanna á jöklum almennt. Þá er krafan um gæði orðin mun meiri í jöklaferða- mennskunni en var áður.“ Náttúruperla Íslands Hornafjörður er ríkt svæði af fallegum náttúruperlum sem gaman er að skoða. „Stærstu ferða- mannaseglarnir eru Skaftafell og Jökulsárlón og undanfarið hefur Vestrahorn sótt í sig veðrið sem einn af vinsælustu ferðamanna- stöðum svæðisins. Hér er frábært aðgengi að jöklum og býður fjöldi fyrirtækja upp á jöklaferðir eins og göngur, hellaferðir, sleðaferðir, jeppaferðir eða annað. Þá eru siglingar og kajakferðir á Jökulsár- lóni og kajakferðir á Heinabergs- lóni. Einnig er boðið upp á Ingólfs- höfðaferðir þar sem þátttakendur læra um sögu svæðisins, kynnast fuglalífinu og náttúrunni á ógleymanlegan máta. Lónsöræfin hafa löngum verið vinsælt göngusvæði meðal Íslend- inga vegna gífurlegrar náttúrufeg- urðar. Margar spennandi göngu- leiðir eru í sveitarfélaginu, svo sem í Skaftafelli, á Heinabergssvæðinu, í Hoffelli og milli Jökulsárlóns og Fjallsárlóns. Unnið er að því að leggja nýjar og spennandi göngu- leiðir. Göngu- og hjólreiðaleið frá Svínafelli yfir í Skaftafell verður til dæmis lögð í sumar og haust.“ Einn fallegasti golfvöllur lands- ins, Silfurnesvöllur, er staðsettur á Höfn í Hornafirði. „Þessi glæsilegi níu holu golfvöllur er sívinsæll hjá heimamönnum og aðkomufólki enda dásamlegt útsýni yfir fjörð- inn og til jökla.“ Við strandlengj- una á Höfn er göngustígur með frábæru útsýni til jökla. Við stíginn er líkan af sólkerfinu í réttum stærðar- og fjarlægðarhlutföllum. „Það tekur tæpa klukkustund að ganga frá Sólinni að Neptúnusi við Silfurnesvöll. Svo má ekki gleyma sundlauginni sem er vel sótt af heimamönnum og auðvitað ferðamönnum, enda ein sú besta á landinu, vil ég meina.“ Líklegast eru hvergi jafnmargir gistimöguleikar og í sveitarfélag- inu Hornafirði ef miðað er við stærð svæðisins. „Í sveitarfélaginu öllu eru 2.500 gistirými. Þá má nefna hótelgistingu, gistiheimili, bændagistingu og fleira. Svo eru fyrsta flokks tjaldstæði meðal annars á Höfn, í Skaftafelli, Svína- felli og í Stafafelli.“ Búseta til fyrirmyndar Að sögn Matthildar er afar gott að búa í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Sveitarfélagið er stórt og býður upp á fjölbreytta búsetumögu- leika, allt frá Öræfum austur í Lón. Í sveitarfélaginu búa um 2.400 manns, og býr stærstur hluti íbúa, eða um 1.800 manns, á Höfn. Hús- næðisverð hefur farið hækkandi undanfarin ár sem sýnir auknar vinsældir svæðisins. Fyrir sölu- verð á þokkalegri blokkaríbúð í Reykjavík má fá gott einbýlishús á Höfn. Þá hefur orðið töluverð fjölgun íbúa í Öræfasveit. Þar hafa risið stór hótel sem taka á móti miklum fjölda ferðamanna Skafta- fells, Jökulsárlóns og þar í kring og krefjast fjölda starfsmanna.“ Þrátt fyrir stærð svæðisins eru vegalengdir stuttar á milli staða í þéttbýlinu. Innviðir eru að sama skapi til fyrirmyndar. „Hér starfa öflugir skólar og sterkt íþróttastarf og hentar búseta á svæðinu fjöl- skyldufólki vel. Skipulag íþrótta- starfs og tómstunda er þannig að yngstu börnin eru búin í skóla og íþróttum fyrir klukkan fimm og býðst akstur heim í sveitir.“ Fallegur bær Höfn í Hornafirði er stærsti þéttbýliskjarni svæðisins og er með fjölbreytta þjónustu, menningarlíf og f leira. „Bærinn Hornafjörður - Náttúrufegurð í hverju horni Fjallsárlón dregur að fjölda ferðamanna og göngugarpa á ári hverju. MYNDIR/AÐSENDAR Hvannagil í Stafafellsfjöll- um þykir ein- stakur staður og litadýrðin þar er mikilfengleg. Silfurnesvöllur er sívinsæll enda er útsýnið engu líkt. Matthildur Ásmundardóttir, bæjar- stjóri í Hornafirði. RÍKI VATNAJÖKULS BÝÐUR HEIM Í SUMAR VISITVATNAJOKULL.IS er þekktur fyrir að vera einn fal- legasti bær landsins, en við höfum fengið mikið hrós fyrir það hversu heillandi er að keyra inn í bæinn. Mikill metnaður er lagður í að halda honum hreinum og snyrti- legum og náttúran í kring spillir ekki fyrir enda stórbrotin og útsýnið frá bænum eftir því. Í sveitarfélaginu er eitt mesta og fjölbreyttasta úrval veitinga- staða miðað við höfðatölu og eru gæðin á heimsmælikvarða. Svæðið er þekktast fyrir fiski- miðin og hér fæst einn ferskasti fiskur á landinu. Síðustu ár hefur veiðst minna af humri en oft áður en hann er enn á boðstólum á mörgum stöðum enda alltaf jafn ljúffengur.“ Blómlegt menningarlíf Það er alltaf nóg að gera í Horna- firði. „Hér er öflugur tónskóli og mikið félagsstarf í kringum íþróttir, tónlist og ýmsa list- sköpun. Á Höfn er tónleika- og skemmtistaður og haldnir eru fastir viðburðir eins og þorrablót, sjómannaball og ýmislegt sem er tengt menningu staðarins. Listasafn Svavars Guðnasonar heldur metnaðarfulla sýningar- dagskrá allt árið og hefur fengið mjög jákvæða umfjöllun undan- farið. Við vinnum að því að koma á koppinn f leiri sýningum og söfnum. Þá er unnið í endur- bótum á Miklagarði, gömlu húsi við höfnina sem mun þjóna því hlutverki. Að sögn Matthildar var ákveðið að breyta út af sporinu varðandi Humarhátíðina en henni verður dreift yfir allt sumarið og fram á haust. Þá er stefnt að því að halda gott slútt í september. Í allt sumar verða tónleikar, skemmtilegir menningarviðburð- ir og ýmsar uppákomur í sveitar- félaginu. „Þar má nefna Skeiðarár- hlaupið 10. júlí í Öræfum. Leiðin er 27,5 km löng og þykir sérstak- lega falleg. Svo verður nýtt utan- vegahlaup í Lóni haldið helgina eftir verslunarmannahelgi sem nefnist Austur Ultra. Þá er hlaupin 50 km leið, 20 eða 10 km úr Lóns- öræfum að Stafafelli.“ Nánari upplýsingar um afþrey- ingu í Sveitarfélaginu Hornafirði má finna á visitvatnajokull.is og south.is. ALLT kynningarblað 5ÞRIÐJUDAGUR 29. júní 2021

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.