Fréttablaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 32
Einkasýning Rögnu Róberts- dóttur stendur yfir í i8, Tryggvagötu. Þar sýnir hún eldri verk í bland við ný verk. Sýningin stendur til 31. júlí. Kolbrún Bergþórsdóttir Á meðal verka á sýningunni eru tvö stór hraunverk sem Ragna vann á veggi gallerís i8. Þau eru úr svörtum vikri sem Ragna safnaði við rætur Heklu. „Ég bar lím á vegginn og f leygði vikrinum á hann og vann síðan áfram,“ segir hún. Þegar sýn- ingunni lýkur verður verkið skafið niður og verður ekki til lengur. Spurð hvort það sé ekki vond til- finning segir listakonan: „Nei, alls ekki, ég hef gert þetta endalaust í gegnum árin.“ Ragna segist alltaf hafa verið heilluð af hraunbreiðum. „Ég fór með foreldrum mínum í útilegur og við gistum í námunda við Heklu. Ætli áráttan hafi ekki byrjað þá,“ segir hún. Spurð hvort hún taki sér langan tíma til að skapa hraun- verk sín segir hún: „Það er tveggja til þriggja daga verk að skapa þessi stóru verk. Eftir að búið er að bera lím á vegginn þá er ekki hægt að stoppa heldur verður að halda áfram áður en límið þornar.“ Meðal annarra verka eru nokkrar þéttbundnar torfrúllur. „Þetta torf er orðið 30 ára gamalt og er alveg eins og nýtt. Það er þurrkað, var á Kjarvalsstöðum árið 2004 og hefur ferðast um heiminn,“ segir hún. Einnig má sjá vafninga sem gerðir eru úr Manila-reipi og hör, sem flett er út og þremur stöflum af rétthyrndum steinskífum er komið fyrir á milli þeirra. Nýtt silfurverk er einnig á sýning- unni og gestir geta speglað sig í því. Verkið mun breytast þegar fellur á silfrið og mynstur verður til. Fyrir utan i8 er útiverk eftir Rögnu sem samanstendur af þrem- ur bronsplötum sem komið hefur verið fyrir í stað gagnstéttarhellna. „Í verkum mínum hef ég verið að vinna með tímann og þetta er brons sem breytist með tímanum vegna þess að hann fær á sig allt mögulegt vegna veðurs og átroðnings.“ Enn einn þáttur sýningarinnar er verk Rögnu í Hljómskálagarðinum, stígur gerður úr rauðamöl. „Ég hef gert stíga eins og þennan á ýmsum stöðum í gegnum árin úr rauðamöl frá Seyðishólum. Þegar fólk gengur á stígunum fara þeir smám saman að taka breytingum.“ Bronsgangstéttin og rauðamalar- stígurinn verða til sýnis allt fram í september. Spurð hvort tengja megi verk hennar við umhverfisvernd segir Ragna: „Það gerist ósjálfrátt. Ég hef alltaf notað meira og minna nátt- úruleg efni til að vinna með. Stór hluti af vinnunni felst í því að ná í efnið að rótum Heklu og fleiri eld- fjalla.“ n Hefur alltaf verið heilluð af hraunbreiðum Ragna við hraunverkin sem hún vann á veggi gallerísins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir Af hjúpun á nýju útilistaverki og opnun einkasýningar Sigurðar Guðmundssonar á Djúpavogi fer fram laugardaginn 10. júlí. For- sætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mun af hjúpa útilistaverkið Frelsi, sem gert er í minningu um þrælinn Hans Jónatan, við Löngubúð kl. 14.30 og opna í kjölfarið sýninguna Alheimurinn er ljóð í Bræðslunni kl. 15.00. Gjörningar fara fram á opnun og gefin er út sýningarskrá í tilefni sýningarinnar. Sýning Sigurðar Guðmunds- sonar, Alheimurinn er ljóð, sam- anstendur af ólíkum verkum frá árunum 1969–2021. Ferill Sigurðar er fjölbreyttur og miðlarnir ólíkir en póetískur tónn hefur umvafið verk hans alla tíð, hvort sem um er að ræða ljósmyndaverk, högg- myndir, teikningar, grafíkverk eða gjörninga hans, en hann hefur einnig samið tónverk, ljóð og gefið út fjórar skáldsögur. Sýningin er rökrétt framhald af síðustu útgáfu Sigurðar, Ljóð og Ljóð, sem kom út árið 2020 og var safn af ljóðum listamannsins. Verk- in á sýningunni eru ljóð í sjálfu sér en Sigurður lítur á alheiminn sem ljóð og í samskiptum sínum við hann finnst listamanninum bæði gott og rétt að upplifa alheiminn sem ljóð. Sigurður Guðmundsson (f. 1942) er meðal fremstu myndlistar- manna Íslendinga. Hann býr og starfar á Djúpavogi, í Reykjavík, Amsterdam og Xiamen í Kína. Sýningin Alheimurinn er ljóð fer fram í Bræðslunni á Djúpavogi og er samstarfsverkefni Múlaþings, Kínversk-evrópsku menningar- miðstöðvarinnar – CEAC og ARS LONGA með stuðningi frá Upp- byggingarsjóði Austurlands. Sýningarskrá kemur út samhliða sýningunni sem unnin er í sam- vinnu við Studio Studio. n Afhjúpun og einkasýning Nýtt útilista- verk eftir Sigurð Guðmundsson verður afhjúpað um næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir Sjálfsævisögulegi heimildasöngleik- urinn Góðan daginn faggi verður forsýndur á menningarhátíð á Café Dunhaga á Tálknafirði 2. og 3. júlí nk. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og leikhópsins Stertabendu og eru höfundar og aðstandendur verksins Bjarni Snæbjörnsson leikari, Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri og Axel Ingi Árnason tónskáld. Góðan daginn faggi er ein- leikur þar sem fertugur söngleikja- hommi leitar skýringa á skyndi- legu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag. Eftir vandasaman leiðangur um innra líf sitt, fortíð og samtíma rekst hann á rætinn hommahatara á óvæntum stað. Sýningin hefur verið í vinnslu í þrjú ár og unnin í nánu sam- tali við Tálknfirðinga, en Bjarni Snæbjörnsson ólst upp á Tálkna- firði. Verkið verður forsýnt á menn- ingarhátíð á Café Dunhaga 2. og 3. júlí kl. 20.30. Ókeypis er inn á sýningarnar. Sýningin verður frumsýnd í Þjóðleikhúskjallaranum 5. ágúst næstkomandi á Hinsegin dögum í Reykjavík. n Forsýning á Góðan daginn faggi Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég hef alltaf notað meira og minna nátt- úruleg efni til að vinna með. Katrín Jakobsdóttir mun afhjúpa útilista- verkið Frelsi sem gert er í minningu um þrælinn Hans Jónatan. Sýningin hefur verið í vinnslu í þrjú ár og unnin í nánu samtali við Tálknfirðinga. 16 Menning 29. júní 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 29. júní 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.