Fréttablaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 36
Sigga Soffía vann verkið með garðyrkjufræðingnum Zuzana Vondra Krup­ kova sem starfar hjá Reykjavíkurborg en hún ræktaði öll blómin frá fræi og stóð hitann og þungann af uppsetningu verksins. MYND/AÐSEND Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Emelía Sigurðar­ dóttir, Svandís Dóra Einars­ dóttir og Sig­ tryggur Magna­ son skáluðu yfir sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Trausti Frið­ bertsson ásamt Sigríði Soffíu, höfundi verksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Ásgeir Helgi og Lovísa Ósk voru vel búin í rigningunni. María Ólafs­ dóttir og Sunna Hlyns­ dóttir mættu á opnunina á föstudaginn. FRÉTTBLAÐIÐ/VALLI Martina V. Nar­ dini, Íris Ásta Pétursdóttir, Emma Thor­ lacius, Jónanna Björnsdóttir og Jónína Ingólfs­ dóttir létu sig ekki vanta. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Sigríður Soffía opnaði sýn- ingu á innsetningunni Eld- blóm: Dansverk fyrir flugelda og flóru í Hallargarðinum á föstudaginn. Verkið saman- stendur af blómum sem springa út yfir næstu mánuði og endar svo á flugeldasýn- ingu á menningarnótt. steingerdur@frettabladid.is Eldblóm, innsetning danshöfundar- ins og flugeldahönnuðarins Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, Eldblóm: Dans- verk fyrir flugelda og flóru, var opin- beruð gestum í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg á föstudaginn. Verkið er unnið í samstarfi við Reykjavíkur- borg og Torg í biðstöðu. Sýningin er í raun framhald blómlegrar sýningar sem listakonan stóð fyrir í Hallar- garðinum síðasta sumar og gekk undir sama nafni. Innsetningin sam- anstendur af blómum sem skreyta garðinn eftir hugmyndum Sigríðar Soffíu, sem er einn fremsti dansari og danshöfundur landsins. Innsetn- ingin endar svo á flugeldasýningu á menningarnótt. Sigríður Soffía hefur getið sér góðan orðstír fyrir flugelda- hönnun, sýningaröð sem hún vann í samstarfi við Hjálparstarf skáta í Reykjavík og kallaðist Eldar var sýnd á menningarnótt 2014–2017. Fyrir hana fékk hún Menningarverðlaun DV og var Eldar tilnefnd sem eitt af dansverkum ársins af Morgun- blaðinu, sem vakti nokkra athygli en það gladdi Sigríði Soffíu að opna mögulega á það samtal hvað dans í raun og veru er. Hún hefur hannað f lugeldasýningar víða um heim síðan þá, fyrir margfalt fleiri áhorf- endur en voru hér á menningarnótt. Mætingin á opnun Eldblóma var góð, sérstaklega í ljósi veðurs, sem var kalt og blautt. En gestir létu það ekki á sig fá, brostu út að eyrum, enda fátt annað hægt að gera þegar maður er umkringdur síbreytilegu litríku blómaskrúði. „Lífið er alls konar, það er mikil- vægt að skála líka í rigningunni,“ sagði Sigríður Soffía í stuttri ræðu sem hún hélt á opnuninni, og upp- skar hlátur gesta. Verkið var vinsæll áningarstaður fólks í svo kölluðum Covid-göngu- túrum, þegar fólk í sóttkví eða ein- angrun gat farið í göngutúra til að stytta sér stundir. Ásýnd blómanna var sífellt að breytast, þar sem því var og er hagað svo að blóm voru sett saman í beðið sem spretta og blómstra á ólíkum tíma. ■ Síbreytileg sýning sem endar með flugeldum 20 Lífið 29. júní 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 29. júní 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.