Fréttablaðið - 29.06.2021, Qupperneq 36
Sigga Soffía vann verkið með garðyrkjufræðingnum Zuzana Vondra Krup
kova sem starfar hjá Reykjavíkurborg en hún ræktaði öll blómin frá fræi og
stóð hitann og þungann af uppsetningu verksins. MYND/AÐSEND
Þórunn Arna
Kristjánsdóttir,
Emelía Sigurðar
dóttir, Svandís
Dóra Einars
dóttir og Sig
tryggur Magna
son skáluðu yfir
sýningunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Trausti Frið
bertsson
ásamt Sigríði
Soffíu, höfundi
verksins.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Ásgeir Helgi
og Lovísa Ósk
voru vel búin í
rigningunni.
María Ólafs
dóttir og
Sunna Hlyns
dóttir mættu
á opnunina á
föstudaginn.
FRÉTTBLAÐIÐ/VALLI
Martina V. Nar
dini, Íris Ásta
Pétursdóttir,
Emma Thor
lacius, Jónanna
Björnsdóttir og
Jónína Ingólfs
dóttir létu sig
ekki vanta.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Sigríður Soffía opnaði sýn-
ingu á innsetningunni Eld-
blóm: Dansverk fyrir flugelda
og flóru í Hallargarðinum á
föstudaginn. Verkið saman-
stendur af blómum sem
springa út yfir næstu mánuði
og endar svo á flugeldasýn-
ingu á menningarnótt.
steingerdur@frettabladid.is
Eldblóm, innsetning danshöfundar-
ins og flugeldahönnuðarins Sigríðar
Soffíu Níelsdóttur, Eldblóm: Dans-
verk fyrir flugelda og flóru, var opin-
beruð gestum í Hallargarðinum við
Fríkirkjuveg á föstudaginn. Verkið er
unnið í samstarfi við Reykjavíkur-
borg og Torg í biðstöðu. Sýningin er
í raun framhald blómlegrar sýningar
sem listakonan stóð fyrir í Hallar-
garðinum síðasta sumar og gekk
undir sama nafni. Innsetningin sam-
anstendur af blómum sem skreyta
garðinn eftir hugmyndum Sigríðar
Soffíu, sem er einn fremsti dansari
og danshöfundur landsins. Innsetn-
ingin endar svo á flugeldasýningu á
menningarnótt. Sigríður Soffía hefur
getið sér góðan orðstír fyrir flugelda-
hönnun, sýningaröð sem hún vann
í samstarfi við Hjálparstarf skáta í
Reykjavík og kallaðist Eldar var sýnd
á menningarnótt 2014–2017. Fyrir
hana fékk hún Menningarverðlaun
DV og var Eldar tilnefnd sem eitt
af dansverkum ársins af Morgun-
blaðinu, sem vakti nokkra athygli
en það gladdi Sigríði Soffíu að opna
mögulega á það samtal hvað dans í
raun og veru er. Hún hefur hannað
f lugeldasýningar víða um heim
síðan þá, fyrir margfalt fleiri áhorf-
endur en voru hér á menningarnótt.
Mætingin á opnun Eldblóma var góð,
sérstaklega í ljósi veðurs, sem var kalt
og blautt. En gestir létu það ekki á
sig fá, brostu út að eyrum, enda fátt
annað hægt að gera þegar maður
er umkringdur síbreytilegu litríku
blómaskrúði.
„Lífið er alls konar, það er mikil-
vægt að skála líka í rigningunni,“
sagði Sigríður Soffía í stuttri ræðu
sem hún hélt á opnuninni, og upp-
skar hlátur gesta.
Verkið var vinsæll áningarstaður
fólks í svo kölluðum Covid-göngu-
túrum, þegar fólk í sóttkví eða ein-
angrun gat farið í göngutúra til að
stytta sér stundir. Ásýnd blómanna
var sífellt að breytast, þar sem því
var og er hagað svo að blóm voru
sett saman í beðið sem spretta og
blómstra á ólíkum tíma. ■
Síbreytileg sýning sem
endar með flugeldum
20 Lífið 29. júní 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 29. júní 2021 ÞRIÐJUDAGUR