Fréttablaðið - 29.06.2021, Page 38
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Núna á ég sex óút-
gefnar, alveg tilbúnar
skáldsögur í Word-
skjölum. Og er að
vinna við tvær þannig
að þarna liggja nokkur
þúsund blaðsíður.
22 Lífið 29. júní 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Höfundarverk ljóðskáldsins
Kristjáns Hreinssonar er
býsna drjúgt en þar er ellefta
skáldsagan, Lökin í golunni,
sem byggir óbeint á örlögum
móður hans, nýjust. Síðan
bíða sex óútgefnar bækur þar
sem skáldið gerir lítið annað
en að skrifa eftir að hann
flutti til Ítalíu.
thorarinn@frettabladid.is
Kristján Hreinsson er þekktastur
sem ljóðskáld þótt hann hafi einnig
lengi látið að sér kveða með hundr-
uðum söngtexta, greinaskrifum og
skáldsögum sem eru orðnar ellefu
með Lökin í golunni – Örlagasaga
tveggja systra, sem er sprottin upp
úr kuldalegum íslenskum veruleika
í kringum síðari heimsstyrjöldina.
„Raunverulegu atvikin eru nátt-
úrlega, svona eins og maður segir í
heimspekinni, kannski ekki í beinni
tengingu við sannleikann. Eins og
mannkynssagan segir okkur ekki
það sem gerðist heldur það sem við
segjum að hafi gerst.“
Þrátt fyrir áhersluna á að um
skáldskap sé að ræða hefur Krist-
ján ekki farið leynt með að sagan er
að hluta til byggð á reynslu móður
hans, Guðrúnar Ólafsdóttur, og
systur hennar Dagbjartar.
„Ég heyrði alls konar sögur í æsku
og svo hef ég mikið lesið alls konar
skrif um þessi ár, bæði í kringum
fyrra stríð og eins í seinna stríði,
og hvernig brugðist var við í miklu
atvinnuleysi ef móðir dó frá fjöl-
skyldu sinni.
Ég lagði svolitla áherslu á að kíkja
á hvernig aðstæðurnar voru í slíkum
dæmum og yfirleitt var það þannig
að faðirinn var ekki talinn geta séð
um börnin,“ segir Kristján og bætir
við að svo virðist sem efnahagur
hafi ekki endilega ráðið úrslitum.
Brothættar sálir
„Það kemur ekki alltaf fram hvort
þeir hafi ekki getað þetta af sjálfs-
dáðum en yfirleitt virtist það bara
vera þannig að yfirvöld leystu svona
mál með því að dreifa börnunum
annað og fjölskyldur flosnuðu upp.
Þannig að ég hafði úr töluvert
miklu að moða til viðbótar við
nokkrar sögur í minni ætt sem eru
mér nokkuð nærtækar. En ég breytti
öllu og þetta er ekki byggt á neinum
sannleika sem slíkt. Það eru engir
staðarhættir eða neitt sem birtast
þannig í þessari sögu.“
Kristján segir að með réttu megi
tala um bókina sem harmsögu en
þó með ákveðnum formerkjum.
„Þetta er harmsaga, þannig lagað, en
hún fjallar í raun og veru ekki um
harminn heldur einmitt um vonina.
Hún er stóri kjarninn og þarna eru
sálir sem eru brothættar en láta ein-
hvern veginn ekki brjóta sig.
Fyrst og fremst vegna þess að
þær ákveða bara að stíga upp úr
eymdinni og ætla sér ekki að erfa
þetta við einn eða neinn,“ segir
Kristján og bætir við að sjálfur hafi
hann heldur ekki skrifað söguna
með neitt slíkt uppgjör í huga. „Ég
er fyrst og fremst bara með skáld-
skap sem segir hvernig þetta var í
raun og veru.“
Þótt Lökin í golunni komi fyrst
núna út á bók hefur Kristján notað
söguna til kennslu á ritlistar-
námskeiðum við Endurmenntun
Háskólans í átta ár þar sem nem-
endur hans hafa fengið að kynnast
ýmsum þáttum varðandi uppbygg-
ingu sögunnar, hvað sagan hefur að
geyma, hvernig hún er samansett
og hvers vegna hann skrifaði hana.
Sex óútgefnar
„Það skemmtilega við þessa sögu er
að ég hef notað hana í átta ár sem
skólabókardæmi um hvernig saga
er byggð upp og hvernig ég vinn
hlutina þegar ég hef verið að kenna
ritlist, eða skáldleg skrif við Endur-
menntun Háskólans.
„Ég vann þetta töluvert mikið
þannig að ég ákvað fyrirfram
hvernig kaflaskipting yrði og hvað
yrði í hverjum kafla. Þetta er ein
leið til að skrifa skáldsögu eftir
ofboðslega njörvuðu skipulagi, sem
ég gerði í þessu tilviki.“
Bókin lá því sem Word-skjal í
tölvunni löngu áður en hún varð að
veruleika og þar er af nógu að taka.
„Núna á ég sex óútgefnar, alveg til-
búnar, skáldsögur í Word-skjölum.
Og er að vinna við tvær þannig
að þarna liggja nokkur þúsund
blaðsíður. Eftir að ég kom hingað
til Ítalíu er ég bara búinn að vera
skrifandi,“ segir Kristján, sem býr í
Mílanó ásamt konu sinni og ræðis-
manni Íslands, Olgu Clausen. „Ég
skrifa bara og fer í göngutúra. Það
er mitt lífsviðurværi og þetta hangir
allt saman,“ segir Kristján og hlær.
„Það er ekki nema 35 gráðu hiti
í Mílanó í dag. Ef ég er á Íslandi
á ég við gigt að stríða, í hálsi og
baki, eftir slys en finn ekki fyrir
neinu slíku hérna þannig að það er
töluvert mikil búbót að vera í hit-
anum.“n
Skáldið við 35 gráður
Ljóðskáldið og
heimspekingur-
inn Kristján
Hreinsson er
vel bakaður í
35 gráðu hita í
Mílanó þar sem
hann býr og
skrifar eins og
vindurinn, laus
undan gigt og
stirðleika.
MYND/AÐSEND
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
AFSLÁTTUR
20%
ÚTSALA
COUVIN
Glerskápur/svart birki
151.992 kr. 189.990 kr.
AFSLÁTTUR
20%
ÚTSALA
Fallegur borðbúnaður – tilvalinn
í útileguna eða út á pallinn!
KYNNINGAR
AFSLÁTTUR
15%
MEDUSA
RICHMOND
Skenkur 83.993 kr. 119.990 kr.
AFSLÁTTUR
30%
ÚTSALA
EDE
3ja og 2,5 sæta sófar og hægindastóll í
koníaksbrúnu áklæði. Set- og bakpullur eru
þéttar, mjög þykkar og þægilegar. Fætur eru
úr bogadregnu, svörtu járni. Glæsileg, tíma-
laus hönnun.
2,5 sæta sófi
135.992 kr.
169.990 kr.
3ja sæta sófi
143.992 kr.
179.990 kr.
Hægindastóll
95.992 kr.
119.990 kr.
ÚTSALA
Allt að 50% afsláttur
SUMAR
2ja sæta sófi
118.993 kr.
169.990 kr.
3ja sæta sófi
132.993 kr.
189.990 kr.
Hægindastóll
83.993 kr.
119.990 kr.
SICILIA
2ja og 3ja sæta sófar og
hæginda stóll.
AFSLÁTTUR
30%
ÚTSALA
Örlagasaga systra
Lökin í golunni – Örlagasaga
tveggja systra er ellefta
skáldsaga Kristjáns Hreins-
sonar. Hann byggir söguna að
hluta á atburðum sem áttu
sér stað í raun og veru en kýs
að líta á hana sem hreinan
skáldskap með sögulegu
ívafi.
Lökin í golunni er örlaga-
saga systra sem mæta
hörðum heimi stríðsáranna
við andlát móður sinnar.
Faðir þeirra verður að sætta
sig við að yfirvöld sundri
fjölskyldunni og fátækt og
niðurlæging blasir við stúlk-
unum. En vængir vonarinnar
eru sterkir og lífið sýnir sínar
fegurstu hliðar þegar öllu er á
botninn hvolft.