Fréttablaðið - 26.06.2021, Side 34

Fréttablaðið - 26.06.2021, Side 34
Geislagata 9 Sími 460 1000 www.akureyri.is akureyri@akureyri.is Hvítt letur Við leitum að leiðtoga Hefur þú kraftinn, hæfnina og þekkinguna til að leiða nýtt svið hjá Akureyrarbæ, þar sem horft er til framtíðar með stafræna innleiðingu og aukna þjónustu í huga? Akureyrarbær leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að leiða þjónustu- og skipulagssvið bæjarins. Um er að ræða nýtt stoðsvið sem ber ábyrgð á þjónustuferlum og þróun þeirra, stafrænum umbreytingum, skipulags- og byggingarmálum sem hluta af uppbyggingu og þróun sveitarfélagsins en faglegur hluti skipulags- og byggingamála er á ábyrgð forstöðumanna þeirra verkefna. Þá ber sviðið einnig ábyrgð á markaðs- og menningarmálum Akureyrarbæjar, innri og ytri upplýsingum og þjónustu s.s. rafrænni stjórnsýslu, heimasíðu bæjarins, þjónustuveri, skjalastjórnun, þjónustu við kjörna fulltrúa, rekstri og umsjón starfsstöðva og mötuneyta, íbúasamráði og atvinnumálum. Næsti yfirmaður sviðsstjóra er bæjarstjóri. Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem felur í sér tækifæri á að móta og leiða nýjungar og krefst skýrrar framtíðarsýnar og náins og uppbyggilegs samstarfs við önnur svið sveitarfélagsins sem og aðra hagaðila. Helstu verkefni: • Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun sviðsins í samræmi við áherslur Akureyrarbæjar • Stefnumótun og nýsköpun í þjónustu Akureyrarbæjar • Ábyrgð á þróun og innleiðingu stafrænna þjónustuleiða • Ábyrgð á markaðs- og kynningarmálum sveitarfélagsins • Ábyrgð á atvinnu- og menningarmálum sveitarfélagsins • Umsjón með almennum stjórnsýsluumbótum og umbótum á sviði gæðamála • Umsjón með þjónustu við kjörna fulltrúa sem hluta af innri þjónustu • Ábyrgð verkefna á sviði íbúalýðræðis sem hluti af ytri þjónustu Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistarapróf er æskilegt. • Reynsla sem nýtist í starfi • Reynsla af verkefna- breytingastjórnun er æskileg • Góð þekking og færni í þróun og innleiðingu stafrænna lausna • Reynsla og þekking af upplýsingatækni og stafrænni þjónustu • Framúrskarandi samvinnu- og samskiptafærni • Hæfni til að leiða hóp, skapa hvetjandi starfsumhverfi og jákvæða þjónustuupplifun þjónustuþega • Leiðtogafærni, frumkvæði, skipulagshæfileikar og drifkraftur • Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu • Góð íslensku- og enskukunnátta • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu Akureyrarbær er öflugt 19.000 manna sveitarfélag sem leggur metnað sinn í að veita góða og fjölbreytta þjónustu. Á Akureyri stendur íþrótta- og tómstundastarf í miklum blóma og menningarlífið setur sterkan svip á bæjarbraginn. Sveitarfélagið er í fremstu röð hvað varðar umhverfismál, var fyrsta Barnvæna sveitarfélag UNICEF á Íslandi og er miðstöð Norðurslóðamála hérlendis. Tíminn nýtist vel í dagsins önn þar sem stutt er á milli staða og auðvelt að tvinna saman vinnu og einkalíf. Akureyrarbær er líflegur vinnustaður þar sem um tvöþúsund manns starfa í fjölbreyttum og krefjandi störfum. Starfsánægja, hæfni og jafnræði eru leiðarljós okkar í mannauðsmálum. Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst næstkomandi. Sótt er um á alfred.is, https://alfred.is/starf/ svidsstjori-thjonustu-og-skipulagssvids Óskað er eftir að umsókn fylgi ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, hæfni til að gegna starfinu og samantekt þar sem fram koma hugmyndir umsækjanda um uppbyggingu sviðsins og þróun faglegs starfs þess. Frekari upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri, Ásthildur Sturludóttir, asthildur@akureyri.is Tekið verður tillit til Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí 2021. Helstu verkefni og ábyrgð: Rekstrarstjóri ber ábyrgð á framangreindum framkvæmdum auk annars sem viðkemur daglegum rekstri veitnanna. Rekstrar stjóri veitir ráðgjöf um málefni veitnanna og kemur að undirbúningi nýframkvæmda á vegum þeirra. Rekstrarstjóri hefur umsjón með innkaupum, útboðum og samningum sem snúa að veitunum auk þess að hafa yfirumsjón með þeim starfsmönnum sveitar­ félagsins sem sinna verkefnum Orkuveitu Húsavíkur ohf. Rekstrarstjóri ber fjárhagslega ábyrgð á rekstri Orkuveitu Húsavíkur ohf. Um fullt starf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttar­ félags. Ráðið er í öll störf hjá Norður þingi óháð kyni. Norðurþing er öflugt sveitarfélag í sókn þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað undan farin ár og frekari fram kvæmdir í tengslum við atvinnu­ uppbyggingu eru á döfinni. Orkuveita Húsavíkur ohf. annast daglegan rekstur og viðhald vatns­, hita­ og fráveitu sveitar félagsins Norðurþings. Jafnframt annast Orkuveitan allt viðhald veitukerfanna, nýframkvæmdir og heimlagnir sem heyra undir Norðurþing. Menntunar- og hæfniskröfur: • Tæknimenntun sem nýtist í starfi æskileg • Menntun á sviði iðngreina, svo sem vélvirkjunar, pípulagna eða sambærilegra greina • Reynsla á sviði rekstrar og fjármála er æskileg, kostur ef hún er af rekstri veitna • Þekking á samningagerð er skilyrði • Reynsla og þekking á stjórnun verklegra veitu­ framkvæmda er kostur • Þekking á opinberum innkaupum er kostur • Góð tölvukunnátta skilyrði • Þekking á teikni/hönnunarforritum er kostur • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli nauðsynleg • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður • Góð íslenskukunnátta er skilyrði Nánari upplýsingar veita Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri eða Drífa Valdimars dóttir fjármála stjóri í síma 464 6100. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á vefsíðunni www.fastradningar.is og láta fylgja með ferilskrá og kynningarbréf sem inniheldur rökstuðning fyrir hæfni í starfið. NORÐURÞING AUGLÝSIR STARF REKSTRARSTJÓRA VEITNA ORKUVEITU HÚSAVÍKUR OHF Við finnum rétta starfsmanninn fyrir þig Sérfræðingar í ráðningum lind@fastradningar.is mjoll@fastradningar.is FAST Ráðningar www.fastradningar.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.