Fréttablaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 6
Skammdegisþung- lyndi mældist óalgengt meðal Íslendinga. Við lofum þeim ekki neinu. Jóhann Snorri Sigurbergsson, upplýsingafull- trúi HS Orku. Parket Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14. Komdu við og ræddu við sérfræðinga Parka og fáðu faglega ráðgjöf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570 Eftir að Kínverjar hófu að úthýsa fyrirtækjum sem grafa upp rafmyntir hefur áhugi stóraukist á að reisa gagnaver fyrir rafmyntir á Íslandi. Hér er hins vegar engin umfram­ orka til þess að setja í þannig starfsemi og enginn áhugi á að reisa virkjanir fyrir hana. kristinnhaukur@frettabladid.is ORKUMÁL Erlend rafmyntafyrirtæki hafa falast eftir meiri orku til náma­ graftar hér á landi eftir að kínverska ríkisstjórnin ákvað að úthýsa þeim. Hér er þó ekki til næg umframorka að bjóða þeim. Kínverska ríkisstjórnin hefur snúist mjög harkalega gegn raf­ myntum, bæði gegn viðskiptum með þær og námagreftinum sem er afskaplega orkufrekur. Alls 65 pró­ sent af grefti heimsins fara fram í Kína og nú eru fyrirtækin að leita sér að nýjum heimkynnum. „Við finnum fyrir stórauknum áhuga á uppbyggingu gagnavera sem eru eingöngu fyrir rafmyntir,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, upplýsingafulltrúi HS Orku. „Við heyrum að það sé vegna þess sem er að gerast í Kína og gerum ráð fyrir því að verið sé að leita annars staðar líka.“ Flestar námurnar eru í fjórum héruðum, Sichuan og Yunnan, þar sem vatnsafl er nægt, og í kolahér­ uðunum Xianjiang og Innri­Mong­ ólíu. Rafmyntagröftur er hvort tveggja farinn að taka toll af lofts­ lagsmarkmiðum Kínverja og ríkis­ stjórnin er ekki hrifin af myntum sem hún hefur litla stjórn yfir. Sum ríki eða svæði hafa boðist til að taka við námafyrirtækjum. Til dæmis Flórída­ og Texasríki í Bandaríkjunum og Kasakstan. Þetta eru þó síður umhverfisvænir kostir því í Flórída er aðallega keyrt á kjarnorku, gasi í Texas og kolum í Kasakstan. Kanada þykir umhverf­ isvænn kostur en þar er orkan of dýr fyrir námagröft og Evrópa hefur ekki mikla orku til skiptanna. „Fólk er að athuga hvort það sé til rafmagn og sjá hvert verðið er. Þessi gröftur eltir ódýrasta raforku­ verðið,“ segir Jóhann. Þessi áhugi, að byggja upp ný gagnaver fyrir náma­ gröft, komi að utan. Íslensku gagna­ verin leggi áherslu á aðra hluti og til lengri tíma þó að þau hafi einnig boðið upp á námagröft. „Við lofum þeim ekki neinu. Við höfum litið svo á að þessi hluti gagnaveranna, það er námagröft­ urinn, sé leið til að losa út umfram­ orku,“ segir Jóhann. Enginn vilji sé til að reisa virkjanir fyrir þetta. „Eins og staðan er núna eigum við enga umframorku. Þeir eru einn­ ig að leita eftir ódýrari orku en er í boði hjá okkur.“ Orkunotkun gagnaveranna marg­ faldaðist árin 2014 til 2019 en sam­ kvæmt orkuspá þess árs er gert ráð fyrir að notkunin haldist nokkuð stöðug næsta áratug. Um það leyti var varað við orkuskorti í landinu en orkunotkun stórnotenda hríðféll í faraldrinum vegna minnkandi eftir­ spurnar eftir áli og kísil. Nú er eftir­ spurnin á uppleið og orkunotkun stórnotenda sömuleiðis. n Rafmyntafyrirtæki á flótta frá Kína koma að tómum kofunum á Íslandi Mikill áhugi er á að reisa gagnaver sem eingöngu hýsa rafmyntagröft. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR thorgrimur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Háskólinn á Akur­ eyri er nú í þann mund að hefja verkefni þar sem fylgni er rann­ sökuð milli matarhegðunar og árs­ tíðabundinna skapsveif lna. Ætl­ unin er að skoða ýmis tengsl milli mataræðis og hegðunar og líðanar fólks með könnunum sem teknar verði yfir árið. „Við vitum að það er fylgni milli tiltekinnar matarhegðunar og þunglyndis, til dæmis sykurneyslu,“ segir Yvonne Höller, sálfræðipró­ fessor við HA. „Það er þó ekki alveg ljóst hvort matarvenjurnar leiða til þunglyndis eða hvort þunglynt fólk er líklegra til að neyta sæl­ gætis. Ef við komumst að því að tiltekin átmynstur að hausti valdi síðan verri líðan en önnur á veturna gætum við leiðbeint fólki fram í tímann þannig að það borði rétt.“ Í kynningu á verkefninu kemur fram að skammdegisþunglyndi sé tiltölulega óalgengt á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin, þrátt fyrir langa og dimma vetur sem landið er þekkt fyrir. „Þetta kemur úr gögnum frá tíunda áratugnum,“ segir Yvonne. „Þar kom fram að 3,8 prósent Íslendinga væru haldin skammdegisþunglyndi, en á hinum Norðurlöndunum var tíðnin allt að tíu prósent. Hlutfallið var svipað meðal Íslendinga sem bjuggu í Manitoba, sem bendir til þess að þetta sé einkenni Íslendinga fremur en þess að búa á Íslandi. Í upphafi voru kenningar um að þetta væri erfðatengt, að Íslendingar hefðu þróað með sér viðnám við skamm­ degisþunglyndi. En það getur líka verið að þetta sé menningartengt, að ákveðin jákvæðni sé fólgin í íslenska hugsunarhættinum „þetta reddast“.“ Þar sem gögnin eru rúmlega tutt­ ugu ára gömul segir Yvonne að ef til vill hafi aðstæðurnar þó breyst. Nokkur merki séu um að skamm­ degisþunglyndi meðal Íslendinga sé algengara nú en þegar eldri kannan­ irnar voru gerðar. n Kanna tengsl milli matar og árstíðabundinna skapsveiflna Yvonne Höller, sálfræðipró- fessor við HA. benediktboas@frettabladid.is DÓMSMÁL „Þetta er fyrst og fremst að koma niður á þeim fjölmörgu rafbílaeigendum sem geta ekki haft eigin bílastæði við heimili sín til að setja upp heimahleðslur eða hafa einfaldlega ekki efni á því,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, fram­ kvæmdastýra Orku náttúrunnar (ON), um þá stöðu sem er komin upp, að ON þurfi að taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum á mánu­ daginn sem fyrirtækið hefur sett upp víðs vegar í Reykjavík. Er það gert í kjölfar þess að Ísorka kvart­ aði yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er gjaldfrjálst. Óvíst er hvenær hægt verður að hleypa straumi á þær að nýju. Ísorka beindi því til kærunefnd­ ar útboðsmála að Reykjavíkur­ borg yrði beitt dagsektum meðan beiðnin væri til meðferðar og bað borgin því ON að slökkva á hleðslu­ stöðvunum á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Borgin hefur óskað eftir frestun réttaráhrifa vegna úrskurðarins. Borgin bauð út uppsetningu og rekstur götuhleðslna og tók tilboði frá ON sem bauð lægst. Úrskurðar­ nefndin komst síðan að þeirri nið­ urstöðu eftir kæru Ísorku að Reykja­ víkurborg hefði átt að bjóða verkið út á Evrópska efnahagssvæðinu. n Slæm staða fyrir rafbílaeigendur Slökkt verður á 156 hleðslustöðvum í borginni á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 6 Fréttir 26. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.