Fréttablaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 12
Þannig er ekki tekið tillit til ástands eignar- innar sem skattlögð er, hvort sem það er yfir meðal- lagi eða undir því. Dæmi voru um að Íslendingar hreiðruðu um sig á hótellobbí- um með sínar eigin áfengis- birgðir, djömmuðu fram í roða og virtu að vettugi öll tilmæli starfsfólks. Jón Þórisson jon@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar Snar þáttur í tekjuöflun sveitarfélaga er skatt­tekjur af húsnæði, hvort sem er atvinnuhús­næði eða íbúðareignum.Undanfarin ár hafa einkennst af hækkandi fasteignaverði, einkum íbúðarhúsnæðis. Á for­ síðu Fréttablaðsins á fimmtudag var greint frá athugun á þróun fasteignaskatta sem Samtök iðnaðarins stóðu að. Þar er leitt í ljós að á áratug hafi skattar á atvinnu­ húsnæði tvöfaldast, langt umfram þróun verðmæta­ sköpunar í hagkerfinu. Jafnframt kemur fram að þessi þróun leggist þungt á fyrirtæki í öllum greinum sem þurfa húsnæði og hafni á endanum á heimilunum sem greiða fyrir með hærra verðlagi á vöru og þjónustu. Þá segir í fréttinni að sveitarfélög landsins innheimti á yfirstandandi ári rúmlega 28 milljarða króna með þessari skattlagningu á atvinnuhúsnæði. Til saman­ burðar hafi þessi tekjupóstur sveitarfélaganna numið 14 milljörðum króna árið 2012. Það vekur sérstaka athygli að þessi þróun hér á landi er úr takti við þróun þessara mála í öðrum löndum. Löndum sem teljast vera samkeppnislönd okkar. En þetta er aðeins sá hluti fasteignaskatta sem lýtur að atvinnueignum. Innan við fimmtungur húsnæðis er þess konar. Íbúðareignir eru á hinn bóginn áttatíu pró­ sent allra fasteigna í landinu. Nýlega var gefið út nýtt fasteignamat sem gilda á fyrir næsta ár. Það er kunnara en frá þurfi að segja að undanfarin misseri hefur íbúðaverð, í hvaða formi íbúða sem er, hækkað umtalsvert. Og það er ekki hægðarleikur að leita út á fasteignamarkaðinn eftir hentugri eign, ekki síst ef um minni eign er að ræða sem hentar þeim sem eru að kaupa í fyrsta sinn. Slík er eftir­ spurnin um þessar mundir. Fasteignamat byggir á fasteignaverði eins og það kemur fram í þinglýstum kaupsamningum og vísar því til rauntalna. Og það er mikilvægt að á einum stað liggi fyrir verðmat fasteigna sem uppfært er reglulega og nýtist við hagtölugerð. En að gera það að grundvelli skattlagningar er verulega brogað. En það er hins vegar hin hliðin á peningnum sem er gagnrýniverð. Að skattleggja fasteignir eftir fasteigna­ mati sem fundið er út með því að taka söluverð þeirra eigna sem taldar eru sambærilegar. Þannig er ekki tekið tillit til ástands eignarinnar sem skattlögð er, hvort sem það er yfir meðallagi eða undir því. Ein meginregla skattaréttar er að skattlagning sé fyrirsjáanleg og gagnsæ. Hækkun fasteignaverðs sem kallar á auknar skattaálögur á fasteignaeigendur fellur ekki að þeirri reglu, hvað þá að fasteignamatið endur­ spegli ekki verðmæti eignarinnar sem skattlögð er. Fasteignareigandi sem átt hefur eign sína um árabil og ætlar sér ekki að selja hana í bráð, á ekki að þurfa að búa við – þótt aðrir selji eign sína, sem að einhverju leyti kann að teljast sambærileg – að þá séu álögur auknar á hann. Þrýstingur á sveitarfélög að breyta skatthlutfallinu til að mæta hækkandi fasteignaverði skilar sér ekki nema að hluta. Einhver sveitarfélaganna hafa lækkað hlut­ fallið – önnur ekki. Skattlagning fasteigna hér á landi er ógagnsæ, ófyrir­ sjáanleg og óréttlát. Því þarf að breyta. n Ógagnsæi Nýverið stóð Reykjavíkurborg fyrir nýyrðasamkeppni. Óskað var eftir þýðingu á enska hugtakinu „stay­ cation“ sem merkir sumarfrí á heimaslóðum. Vinningstillagan var „sporlof“. Orðið er sam­ sett úr „spor“ og „orlof“; það þarf aðeins örfá spor til að komast í orlof í nærumhverfi sínu. Vegna kórónaveirunnar hefur „sporlof“ verið örlög margra framan af sumri. Gríski heimspekingurinn Sókrates hefði verið sáttur við sporlof. „Hvers vegna furðar þú þig á því að heimshornaflakk hjálpi þér ekki, þegar ljóst er að þú ert alltaf sjálfur með í för?“ á hann að hafa sagt. „Ástæðan fyrir því að þú fórst á flæking er alltaf á hælunum á þér.“ Sagt er að ferðalög víkki hugann. Sókrates, einn mesti hugsuður sögunnar, varði hins vegar ævinni í Aþenu og trúði því að hann gæti lært allt í bókum sem hann þyrfti að læra. Sókrates var ekki eini heimakæri heim­ spekingurinn. Þýski upplýsingarmaðurinn Immanuel Kant ferðaðist aldrei lengra en 100 mílur frá fæðingarstað sínum, Königsberg. Hann fór í sama göngutúrinn á hverjum degi á sama tíma og segir sagan að íbúar borgarinnar hafi stillt klukkur sínar eftir ferðum hans. Stóuspekingar vöruðu við ferðalögum sem tilraun til að öðlast sálarró. Rómverski heim­ spekingurinn Seneca sagði lítið gagn í að „hrekjast frá einum stað til annars“ því „það sem við leitum að – að lifa vel – er að finna alls staðar.“ En er þá öllum fyrir bestu að fara að ráðum Birtíngs í bók Voltaire og „rækta garðinn sinn“ í sumar? Garður breskra bænda hefur beðið skaða af sporlofi heimamanna. Í vikunni bárust fréttir af því að andlegri heilsu bænda hefði hrakað vegna ónæðis og eignatjóns sem þeir verða nú fyrir vegna vinsælda sporlofsferða. Ferðalangar arka um einkaland, slá upp tjöldum og kveikja eld; ekið er á búfé; vinnu­ fólk verður fyrir aðkasti; rusl þekur beitiland og bifreiðum er lagt úti á miðjum vegum. Tilfinningar okkar Íslendinga í garð sporlofsins virðast ekki síður blendnar, ef marka má pistil sem birtist í Vikublaðinu nýverið. Egill Páll Egilsson, Húsvíkingur og blaðamaður, segir starfsfólk í ferðamennsku margt hvert óttast annað íslenskt ferða­ sumar í anda sumarsins 2020. Ástæðuna segir hann þá að stór hluti Íslendinga gleymi öllum mannasiðum um leið og þeir pakki niður í ferðatösku. „Yfirmenn hótela og veit­ ingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir,“ segir Egill Páll. „Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks. Dæmi voru um að Íslend­ ingar hreiðruðu um sig á hótellobbíum með sínar eigin áfengisbirgðir, djömmuðu fram í roða og virtu að vettugi öll tilmæli starfs­ fólks.“ Fegurðin í því hversdagslega Fyrrnefndur Seneca sagði okkur heldur þarfnast „tilbreytingar í sálinni en til­ breytingar í umhverfi“. Við sem höfum gert okkur nærumhverfið að góðu frá því að heimsfaraldurinn hófst og leitast við að finna fegurðina í því hversdagslega – fuglasöng, súr­ deigsbrauði, Klambratúni – kunnum að and­ mæla slíkri visku. Við gerum það með réttu. Tilbreytingarleysi síðustu missera ógnar heilbrigði heilans. „Þegar heilinn kemst í kynni við umhverfi sem er nýtt og flókið bregst hann við,“ segir Paul Nussbaum, taugasálfræðingur við Háskólann í Pitts­ burgh. Nýjar aðstæður valda því að tauga­ griplur við enda taugafrumnanna fara að vaxa. „Heilinn í okkur verður eins og frum­ skógur.“ Nussbaum segir ferðalög vinna gegn Alzheimer og þunglyndi, minnka streitu og kvíða og ýta undir sköpunargáfu. Tíminn mun leiða í ljós hvort nýyrðið sporlof festi sig í sessi. Flest getum við þó sam­ einast um þá ósk að sporlofið sjálft geri það ekki. n Heimakærir heimspekingar Vörn sem virkar Mygga er áhrifarík mýflugnafæla sem veitir allt að 9 klukkustunda vörn gegn flugnabiti. Fæst á völdum sölustöðum um land allt. mygga.is 9,5% DEET sprey 2 ára & eldri 20% DEET roll-on 12 ára & eldri 50% DEET sprey 18 ára & eldri After bite Vertu í fríi frá mýi SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 26. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.