Fréttablaðið - 26.06.2021, Side 76

Fréttablaðið - 26.06.2021, Side 76
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Sumar útsalan í fjórum verslunum | Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði | HEILSUDÝNUR OG –RÚM | MJÚK- OG DÚNVÖRUR | SVEFNSÓFAR | SMÁVÖRUR | STÓLAR | SÓFAR | BORÐ SMÁRATORGI OPIN Á SUNNUD. KL. 13–17 ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN LICATA u-sófi Licata u-sófi í Kentucky koníak áklæði. Hægri eða vinstri tunga. Svartir nettir járnfætur. Stærð: 366 x 226 x 82 cm Dormaverð: 369.990 kr. Aðeins 221.940 kr. 40% AFSLÁTTUR SUMAR ÚTSALA Komið að því Nýtt þjóðhátíðarlag útvarps- þáttarins FM95BLÖ, Komið að því, er komið á Spotify og kjarni málsins felst í titlinum, þar sem það er komið að því að þátturinn mæti aftur í Herj- ólfsdal eftir messufall í fyrra. Pólitískt leynimakk Ábreiðubandið Bjartar sveiflur sneri aftur eftir nánast tveggja ára tónleikapásu. Arnar Ingi og Loji Höskuldsson upplýstu í Frétta- blaðinu að lagavali sveitarinnar fylgi stundum mikið innbyrðis og hápólitískt leynimakk. Transverkefnabók Transaktífistarnir Ugla Stefanía og Fox Fisher fögnuðu útgáfu bókarinnar The Trans Survival Work book í Bretlandi, en Ugla segir bókina mögulega geta hjálpað fólki að skoða kynvitund sína á listrænan og öðruvísi hátt. Katla gýs stjörnum Kötluþættir Baltasars Kormáks byrjuðu að gjósa á Netflix á þjóð- hátíðardaginn og fengu ★★★★ í Fréttablaðinu þar sem vönduðum þáttum var lýst sem „skemmtilega vel heppnaðri þjóðsögu með hryll- ingsívafi og vísindatengingum“. Ólafur Örn og Steinarr búast við góðri mætingu enda er spáð einstak- lega góðu veðri. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Viðburðurinn hefst klukkan 14.00 í dag. MYND/GUNNAR DOFRI Í dag verður blásið til veislu á Laugavegi. Langborð verður sett upp á göngugötunni þar sem fólk getur skemmt sér saman. Ólafur Örn og Steinarr, vertar á vínstúkunni Tíu sopum, segja mikilvægt að leggja sitt af mörkum til að glæða Laugaveginn lífi. steingerdur@frettabladid.is Í dag verður efnt til heljarinnar veislu á Laugaveginum, Sumarmat- stöðum, þar sem öllu verður tjaldað til, þar á meðal langborði á miðri göngugötunni. Þar verða í boði veitingar og drykkir, en verkefnið er samstarf Vínstúkunnar Tíu sopa, Sumac, Public House – Gastropub og Sumarborgarinnar Reykjavík. Veit- ingamaðurinn Ólafur Örn Ólafs- son, einn eigenda Tíu sopa, hefur unnið ásamt fleirum á svæðinu í að glæða götuna lífi, sem hefur gengið framar vonum. Viðburðurinn var fyrst haldinn í fyrra. Þá var heims- faraldurinn tímabundið í rénun og var gífurlega góð mæting, þétt setið allan daginn. Sagan mun vafalaust endurtaka sig í dag, þar sem spáð er góðu veðri og gleði færist í landann eftir afléttingu samkomutakmark- ana í nótt. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt. Við sáum auglýst frá viðburðarpotti Reykjavíkurborgar, Borgin okkar, og við sóttum um. Fyrst vorum við að velta því fyrir okkur hvað við vildum gera. Þá kom þessi hugmynd, að halda hreinlega veislu. Að dúka upp langborð, þann- ig að við bara gerðum það,“ útskýrir Ólafur. „Síðast var fullt frá því við opnuð- um og til lokunar, sem var merkilegt því að auðvitað var heimsfaraldur- inn enn í huga fólks. En við töldum reglulega og gættum fyllstu var- úðar,“ bætir Steinarr Ólafsson við, vert á Tíu sopum. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um að hafa gaman,“ segir Ólafur. „Svo er búin að vera stöðug traffík hérna á Laugaveginum undanfarið. Fólk er svona loksins að leyfa sér að sleppa sér. Fólk er að byrja snemma en margir eru líka til lokunar,“ segir Steinarr. Ólafur Örn hefur verið mikill tals- maður þess að lítið sé til í því að lífið sé dautt á Laugaveginum. „Það er fullt af fólki á Laugaveg- inum. Allir sem segja að Lauga- vegurinn sé dauður hafa einfaldlega ekki komið hingað lengi. Við viljum sýna fram á að ef fólki finnst vanta líf á Laugaveginn þá er um að gera að taka málin í sínar hendur, gera eitthvað til að sækja fólk. Við erum að gera nákvæmlega það, bjóða upp á skemmtilegan dag, góðan mat og hressandi félagsskap á göngugöt- unni. Nota hana fyrir það sem hún á að vera,“ segir Ólafur. Vínstúkan mun standa fyrir við- burðaröð á fimmtudögum í allt sumar. „Þetta er í samstarfi við Vonar- stræti sem er hérna á efri hæðinni. Alla fimmtudaga klukkan fimm, tónlist eða grín, bara það sem okkur dettur í hug. Þetta er bara ein af okkar leiðum til að færa enn meira líf á Laugaveginn,“ segir Steinarr. Staðurinn er svo líka í samstarfi við Austurland Food Coop, og býður upp á grænmetis- og ávaxtamarkað fyrir utan Vínstúkuna alla laugar- daga. „Fyrsti dagurinn var um síðustu helgi og var mega hittari,“ segir Ólafur Örn. „Það er bara allt að verða frábært. Fleiri ferðamenn, sól og gleði,“ segir Steinarr. „Okkur langar bara að gefa lífinu sem er hérna pláss,“ bætir Ólafur Örn við. „Það gerir okkar vinnu skemmti- legri,“ segir Steinarr. ■ Langborð og líf á Laugavegi Allir sem segja að Laugavegurinn sé dauður hafa einfald- lega ekki komið hing- að lengi. Ólafur Örn. ■ Lífið í vikunni 20.06.21 26.06.21 48 Lífið 26. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.