Fréttablaðið - 26.06.2021, Side 69
+ + + = 19.990 kr.
A L LT ÓTA K M A R K A Ð
kolbrunb@frettabladid.is
Myndlistarsýningin Powerhouse
/ Spennistöð verður opnuð í Verk-
smiðjunni á Hjalteyri í dag, laugar-
daginn 26. júní, kl. 14.00, með
verkum myndlistarmannanna Sig-
urðar Ámundasonar, Boris Labbé,
Páls Hauks Björnssonar, Francoise
Morelli og Gústavs Geirs Bollasonar.
Listamennirnir eru búsettir í Kan-
ada, Íslandi og Frakklandi og vinna
með skúlptúra, teikningar, kvik-
mynda- og vídeóverk.
Sýningin stendur til og með 25.
júlí og er opin alla daga nema mánu-
daga frá 14.00-17.00. ■
Spennistöð á Hjalteyri
Verk eftir Sigurð Ámundason.
kolbrunb@frettabladid.is
Sunnudaginn 27. júní kl. 15.00 verða tónleikar að Kvos-
læk í Fljótshlíð.
Þar leikur Salonhljómsveitin L‘amour fou (Brjáluð ást)
fjölbreytta efnisskrá.
Salonhljómsveitin L'amour fou var stofnuð árið 1999
og samanstendur af þeim Hrafnhildi Atladóttur fiðlu-
leikara, Guðrúnu Hrund Harðardóttur víóluleikara,
Hrafnkatli Orra Egilssyni sellóleikara, Gunnlaugi Torfa
Stefánssyni kontrabassaleikara og Tinnu Þorsteins-
dóttur píanóleikara. ■
Brjáluð ást í Fljótshlíð
L’amour fou leikur á sunnudag.
kolbrunb@frettabladid.is
Kanadíska sópransöngkonan og
hljómsveit arstjór inn Barbara
Hannigan stjórnar og syngur með
Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvenn-
um tónleikum í Hörpu á opnunar-
helgi Listahátíðar í Reykjavík 2022.
Barbara Hannigan hefur vakið
feikilega aðdáun um heim allan
undanfarin ár, fyrir stórfenglegan
söng, en ekki síður hæfileika sína
sem hljómsveitarstjóri. Hún hefur
starfað með fremstu sinfóníuhljóm-
sveitum heims og frumflutt yfir 85
ný tónverk. Þá hefur hún sungið í
helstu óperuhúsum heims.
Hannigan hefur hlotið ótal verð-
laun fyrir list sína og má þar nefna
Grammy-verðlaun fyrir plötuna
Crazy Girl Crazy árið 2018 og hin
virtu Léonie Sonning-verðlaun árið
2020.
Þegar Rolf Schock-verðlaunin
féllu henni í skaut rökstuddi dóm-
nefndin ákvörðun sína með þeim
orðum að Hannigan væri „einstakur
og framsækinn flytjandi sem nálg-
ast tónlistina sem hún flytur með
öflugum og lifandi hætti“.
Tónleikarnir fara fram í Hörpu 3.
og 4. júní á næsta ári ■.
Barbara Hannigan með
Sinfóníuhljómsveitinni
Barbara Hannigan er stórstjarna í tónlistarheiminum.
Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn.
Fundargögn má nálgast á heimasíðu sjóðsins, arionbanki.is/lsbi.
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf.
verður haldinn þriðjudaginn 29. júní nk. kl. 17:15 í höfuðstöðvum
Arion banka, Borgartúni 19.
Dagskrá
• Skýrsla stjórnar
• Kynning á ársreikningi
• Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri athugun
• Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins
• Tillaga stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins
• Kjör endurskoðanda
• Kjör tveggja stjórnarmanna og varamanna þeirra
• Laun stjórnarmanna
• Önnur mál
Ársfundur Lífeyris-
sjóðs starfsmanna
Búnaðarbanka Íslands
FRÉTTABLAÐIÐLAUGARDAGUR 26. júní 2021 Menning 41