Fréttablaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 4
n Tölur vikunnar 150 tonn af bændaplasti eru föst í mót- tökustöð Flokku á Sauðárkróki. 30 prósenta hærri húsnæðiskostn- aður er hér á landi að meðaltali en í ESB- og EFTA-ríkjum. 21 prósents aukning hefur orðið á heimilisofbeldismálum það sem af er ári, miðað við síðustu þrjú ár. 2 lönd bættust á gráan lista FATF í vikunni, Malta og Rúmenía. 177.540 einstaklingar eru nú fullbólusettir á Íslandi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna '78 Fólkið sem stend- ur að baki öllum þessum atlögum að tilverurétti hinsegin fólks á það sammerkt að gera það í nafni barnaverndar og jafnvel kvenréttinda. Þau nýta sér í öllum tilvikum ótta fólks við það sem er öðruvísi til þess að troða eigin afturhaldssemi upp á sam- félögin sem þau stjórna, eða hafa vettvang til að hafa áhrif á. Benóný Ægisson íbúi í miðborginni Ég skil þá vel sem hafa gaman af því að djamma öðru hvoru um helgar og ganga öskrandi um götur miðbæjarins til að fá nauðsynlega útrás, eða bara af því að maður öskrar þegar maður er fullur, en hins vegar á ég erfitt með þá nágranna mína sem búa fjarri tundurduflabeltinu „og verða aldrei varir við neitt“ og finnst að ég ætti að flytja eitthvað annað ef ég þoli ekki ástandið. Ole Anton Bieltvedt formaður Jarðarvina Í raun og veru var og er það með algjörum ólíkindum, að Katrín Jakobs- dóttir skyldi láta sér detta í hug að hún fengi einhverjum stefnu- málum Vinstri grænna framgengt í samstarfi við Bjarna Benediktsson og Sigurð Inga, eins og ofannefnd dæmi sýna, og það, að hún sé nú tilbúin til að endurtaka þetta samstarf, með væntingar um betri árangur, er, samkvæmt Einstein, hrein klikkun eða brjálæði. n n Þetta sögðu þau BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK. 9.202.300 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 Ríkissaksóknari telur nýjan dóm til marks um að Hæsti- réttur hallist að þyngri refs- ingum í nauðgunarmálum. Dómurinn setji fram skýr sjónarmið um áhrif tafa á málsmeðferð, á ákvörðun refsingar.  adalheidur@frettabladid.is DÓMSMÁL Hæstiréttur er að færa sig í átt að þyngri refsingum í alvarleg- um nauðgunarmálum, að mati Sig- ríðar Friðjónsdóttur ríkissaksókn- ara. Þetta kemur fram í svari hennar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Til- efnið er dómur sem féll í Hæstarétti í síðustu viku í máli tveggja manna sem dæmdir voru í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga sextán ára stúlku í kjallaraíbúð í Reykjavík í febrúar árið 2019. Í dóminum er fjallað ítarlega um ákvörðun refsingar fyrir nauðgun. Hún skuli ekki vera skemmri en eitt ár og allt að sextán árum. Dóm- stólar hafi svigrúm til ákvörðunar refsingar innan refsirammans og beri að taka mið af sérstökum refsi- þyngingarástæðum vegna nauðg- ana, sem fest voru í 195. gr. hegn- ingarlaganna árið 2007. Vísað er til greinargerðar með lögunum þar sem fram kemur að ungir þolendur hafi lítinn sálfræðilegan og líkam- legan styrk til þess að verjast nauðg- unum og því beri að virða til þyng- ingar ef þolandi er barn yngra en 18 ára. Einnig horfi til þyngri refsingar ef of beldi geranda er stórfellt og ef brotið er framið á sérstaklega sárs- aukafullan eða meiðandi hátt. Í umræddu máli áttu öll þessi sjónarmið við, að mati Hæstarétt- ar. Brotin hafi verið alvarleg og beinst að ungri stúlku, sem var nítj- án árum yngri en eldri gerandinn. Brot mannanna fólust jafnframt í samræði við stúlkuna gegn vilja hennar og fellur það undir fyrr- greint ákvæði sem sérlega meiðandi aðferð og sársaukafull þegar um barn er að ræða. Hæstiréttur hefur einu sinni áður fjallað um ákvörðun refsingar í kyn- ferðisbrotamáli frá því hann tók við nýju hlutverki fordæmisgefandi dómstóls með tilkomu Landsréttar sem áfrýjunardómstóls. Í dómi sem kveðinn var upp í september í fyrra var fjallað um ákvörðun refsingar fyrir nauðgun, blygðunarsemisbrot gegn barni og brot gegn nálgunarbanni. Ákærði hafði fengið þriggja ára dóm í Landsrétti en var dæmdur í sex ára fangelsi í Hæstarétti. Mat Hæstiréttur það til refsiþyngingar að brotaþolarnir voru nákomin gerandanum, eiginkona hans og sonur. Þá hafi nauðgunarbrot gegn konunni verið framið með sérstak- lega meiðandi hætti. Í fréttaskýringu sem birtist í Fréttablaðinu í janúar kom fram að Landsréttur hafi ítrekað mildað refs- ingar í nauðgunarmálum vegna tafa á málsmeðferð. Í dómi Hæstarétt- ar í síðustu viku er vikið að þessu. Nokkrar tafir hafi verið á rannsókn málsins hjá lögreglu sem líta beri til að nokkru leyti, en þó verði að líta til þess að ákærðu hafi hvorki sætt gæsluvarðhaldi né farbanni á tíma- bilinu, eða öðrum þungbærum tak- mörkunum á réttindum sínum. Sá tími sem leið frá því að málið barst héraðssaksóknara þar til ákæra var gefin út, hafi ekki verið úr hófi og eðlilegur gangur hafi verið í með- ferð málsins á þremur dómstigum. Þrátt fyrir að taka mið af töfum á lögreglurannsókninni ákærðu til hagsbóta, þyngir Hæstiréttur dóm Landsréttar um eitt og hálft ár, en Landsréttur hafði mildað þriggja ára refsingu héraðsdóms um heilt ár vegna tafanna. Aðspurð segir Sigríður Friðjóns- dóttir dóminn setja fram skýr sjón- armið um hvenær og hvernig megi taka mið af töfum á málsmeðferð við ákvörðun refsingar. Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðs- ins, frettabladid.is n Refsingar fyrir nauðgun að þyngjast Hæstiréttur hefur kveðið upp fjóra dóma í kynferðisbrotamálum frá því dómstólaskipan breyttist. Í tveimur þeirra er fjallað um ákvörðun refsingar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ríkissaksóknari telur dómaframkvæmd Hæstaréttar í átt að þyngri refsingum. Sigríður Frið- jónsdóttir, ríkis- saksóknari. 4 Fréttir 26. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.